Ferill 599. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1012 – 599. mál.



Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um virkjanaundirbúning og gæslu íslenskra hagsmuna.

              Frá Hjörleifi Guttormssyni.


     1.      Hver hefur til þessa verið kostnaður íslenskra aðila í Noral-verkefninu vegna eigin starfsliðs og athugana og vegna aðkeyptra verkefna? Óskað er hliðstæðra upplýsinga um kostnað Hydro Aluminium.
     2.      Hver er áætlaður frekari kostnaður íslenskra og norskra aðila vegna Noral-verkefnisins fram að þeim tíma að unnt verður að taka afstöðu til byggingar álbræðslu og virkjana sem sjá eiga henni fyrir orku?
     3.      Hvernig eru í einstökum atriðum tryggðir íslenskir hagsmunir í Noral-verkefninu?
     4.      Hafa rannsóknir og önnur upplýsingaöflun Landsvirkjunar vegna undirbúnings hlutaðeigandi virkjana til þessa verið metin til fjár inn í samstarfið við Hydro Aluminium? Ef svo er, um hversu háar fjárhæðir er þar að ræða?
     5.      Hvernig er fyrirhugað að staðið verði að raforkusölusamningi við Hydro Aluminium? Hver verður staða Landsvirkjunar eða annarra innlendra aðila við slíka samningsgerð eftir að áætlanir um virkjanakostnað og annar undirbúningur hefur verið unninn í sam einingu og hinn erlendi aðili hefur með því fengið innsýn í forsendur fyrir væntanlegum orkusölusamningi?
     6.      Hvernig á að tryggja að Hydro Aluminium hagnýti sér ekki beint eða óbeint þá innsýn sem fyrirtækið fær í orkumál Íslendinga með Noral-verkefninu verði ekki af „samtengdri verkefnafjármögnun álvers og virkjana“?
     7.      Hvernig er unnt að tryggja að Hydro Aluminium miðli ekki til þriðja aðila þeim upplýsingum sem fyrirtækið kemst yfir með Noral-verkefninu?


Skriflegt svar óskast.