Ferill 537. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1034 – 537. mál.



Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar um sparnað í ráðuneytinu.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver er árlegur sparnaður menntamálaráðuneytisins, m.a. í launakostnaði, í kjölfar nýrra laga um grunnskóla frá 1995 sem kváðu á um að allur rekstur grunnskóla væri á ábyrgð og kostnað sveitarfélaga?

    Nefnd skipuð fulltrúum ríkis og sveitarfélaga til þess að meta kostnað vegna tilfærslu á þeim rekstri grunnskólans sem enn var á höndum ríkisins skilaði niðurstöðu 13. febrúar 1996.
    Nefndarmenn voru sammála um mat á kostnaði vegna þeirra verkefna sem færðust frá ríki til sveitarfélaga og tillögur um flutning tekjustofna frá ríki til að mæta þeim kostnaði.
    Þau verkefni, sem fluttust frá ríki til sveitarfélaga, voru öll kennslulaun á grunnskólastigi sem var meginhluti kostnaðartilfærslunnar, auk þess rekstur fræðsluskrifstofa og sérskóla á grunnskólastigi.
    Áætlaður var kostnaður áranna 1996–2000. Til grundvallar áætlun á kostnaði vegna til færslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga var fjárveiting ársins 1996. Tekið var tillit til kostn aðaráhrifa kjarasamninga 1995 og ákvæða laga og reglugerða um fjölgun vikustunda, fjölgun kennsludaga o.fl. Þá var einnig tekið tillit til áhrifa lífeyrisskuldbindinga, hækkunar trygg ingagjalds frá 1. janúar 1997 og meints vanmats á rekstrarkostnaði ársins 1996.
    Í fjárlögum 1996 var talið að grunnskólakostnaður vegna verkefna sem flyttust til sveitar félaga næmi 6.227 m.kr. Sá kostnaður skiptist þannig að 6.086 m.kr. voru vegna launa og 141 m.kr. vegna rekstrar.
    Til sveitarfélaga vegna rekstrar grunnskóla frá 1. ágúst 1996 var talið réttmætt að milli færa 2.724 m.kr. auk þess sem samið var um aðra þætti vegna rekstrar og stofnkostnaðar sveitarfélaga.
    Að teknu tilliti til þessara þátta var það samdóma álit aðila að kostnaðartilfærsla frá ríki, á verðlagi ársins 1996, væri sem hér segir:
1997 6.631,3 m.kr.
1998 6.762,8 m.kr.
1999 6.876,2 m.kr.
2000 6.936,4 m.kr.