Ferill 605. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1060 – 605. mál.Breytingartillögurvið frv. til l. um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar (ÁRÁ, HjÁ, VS, VE, GHall).     1.      Við 2. gr. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá er ráðherra og heimilt að semja við fagaðila um almenna öflun og úrvinnslu gagna skv. 3. gr.
     2.      Við 3. gr. 3. málsl. orðist svo: Stofan skal reglulega birta upplýsingar um fiskverð þannig að þær gagnist útvegsmönnum, sjómönnum og fiskkaupendum sem best.
     3.      Við 5. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Við upplýsingaöflun samkvæmt þessari grein skal gæta meðalhófsreglu og að kröfur um upplýsingar séu í samræmi við tilefni. Upplýsingar má einungis nýta vegna úrskurð ar í einstökum málum eða almennum tilgangi skv. 3. gr.
     4.      Við 8. gr. Á eftir 2. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
             Nýti samtök ekki tilnefningarrétt sinn skv. 2. mgr. skal sjávarútvegsráðherra skipa þá nefndarmenn og varamenn þeirra sem á vantar til að nefndin verði fullskipuð.
     5.      Við 10. gr. Á eftir orðunum „eftir að ákvörðun nefndarinnar er tilkynnt aðilum“ í 2. mgr. komi: en þó aldrei síðar en sjö dögum eftir að málinu var skotið til hennar.
     6.      Við 17. gr. Greinin orðist svo:
             Starfsmenn Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefndarmenn eru bundnir þagnar skyldu um allt er varðar hagi tiltekinna einstaklinga eða fyrirtækja og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls nema dómari úrskurði að upplýsingar skuli veittar eða að skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskylda gildir þó ekki gagnvart fiskverði sem úrskurðað er skv. II. kafla eða almennum upplýsingum skv. 3. gr.
     7.      Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Sjávarútvegsráðherra skal fyrir lok fiskveiðiársins 1998/1999 láta kanna hvaða áhrif lögin hafi haft á íslenskan sjávarútveg, sérstaklega stöðu og möguleika einstaklings útgerðarinnar. Skal ráðherra fyrir árslok 1999 leggja fyrir Alþingi skýrslu þar sem niðurstöður könnunar verði birtar.