Ferill 626. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1073 – 626. mál.



Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um endurskoðun laga um háskóla.

Frá Svavari Gestssyni.



     1.      Er unnið að endurskoðun sérlaga um einstaka skóla á háskólastigi í framhaldi af samþykkt rammalaga um háskóla?
     2.      Hverjir vinna að endurskoðuninni í hverjum skóla fyrir sig?
     3.      Hvaða fulltrúar viðkomandi skóla koma að endurskoðuninni í hverju tilfelli?
     4.      Hvernig eru þeir tilnefndir og skipaðir eða ráðnir sem vinna að endurskoðuninni?
     5.      Hvenær er gert ráð fyrir að endurskoðuninni ljúki?
     6.      Er gert ráð fyrir grundvallarbreytingum á starfsháttum einstakra skóla í þeirri endurskoðun sem unnið er að?


Skriflegt svar óskast.