Ferill 671. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1156 – 671. mál.



Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um ólögmæta vinnureglu Þróunarsjóðs sjávarútvegsins við úreldingu fiskvinnsluhúsa.

Frá Svanfríði Jónasdóttur.



     1.      Hve mörg fiskvinnsluhús hefur Þróunarsjóður sjávarútvegsins keypt til úreldingar á því tímabili sem honum hefur verið heimilt að kaupa slík hús?
     2.      Hve mörgum umsóknum hefur verið vísað frá á þeirri forsendu að umsækjendur gátu ekki teflt fram nýjum kaupanda að eignunum, en það var sú vinnuregla sjóðsins sem nú hefur verið dæmd ólögmæt?
     3.      Hvaða áhrif telur ráðherra að nýfallinn dómur í máli Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hafi gagnvart þeim aðilum sem var hafnað á forsendum þeirrar vinnureglu sem nú hefur verið dæmd ólögmæt?
     4.      Hver er réttarstaða þeirra fyrirtækja sem aldrei sóttu um úreldingu þar sem þau töldu sig ekki geta uppfyllt þá vinnureglu sjóðsins sem nú hefur verið dæmd ólögmæt?