Ferill 501. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1199 – 501. mál.Viðbótarsvarfjármálaráðherra við fyrirspurn Svanfríðar Jónasdóttur um endurgreiðslu þungaskatts.

    Í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Svanfríðar Jónasdóttur á þskj. 861 um endur greiðslu þungaskatts er ranglega sagt að sérleyfishafar sem aka á milli Reykjavíkur og Kefla víkurflugvallar fái ekki endurgreiddan þungaskatt vegna sérleyfisaksturs. Í svari við 2. lið fyrirspurnarinnar er rakið að akstur sérleysishafa er sannreyndur áður en endurgreiðsla fer fram með því að ríkisskattstjóri ber saman skráningarblöð og útgefna leiðarbók til að ganga úr skugga um að ekki sé endurgreitt vegna annars aksturs en þess sem er á sérleiðum. Að lok inni þessari umfjöllun var ætlunin að taka fram að akstur flugrútunnar á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar væri ekki í leiðarbókinni, en nyti engu síður endurgreiðslu. Í svarinu misfórst þetta og segir þar að þetta sérleyfi njóti ekki endurgreiðslna.