Ferill 446. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1200 – 446. mál.Nefndarálitum frv. til l. um listskreytingar opinberra bygginga og Listskreytingasjóð ríkisins.

Frá menntamálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Árna Gunnarsson og Þórunni J. Haf stein frá menntamálaráðuneyti, Odd Víðisson frá Arkitektafélagi Íslands, Vilhjálm Þ. Vil hjálmsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Bryndísi Jónsdóttur og Knút Bruun frá Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík, Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Textílfélaginu, Bandalagi íslenskra listamanna, Sambandi sveitarfélaga í Austurlandskjör dæmi og Arkitektafélagi Íslands, auk minnisblaðs frá fjármálaráðuneytinu með skýringum við kostnaðarumsögn ráðuneytisins.
    Megintilgangur frumvarpsins er að tryggja framkvæmd þeirrar meginreglu að listskreyting sé þáttur í hverri byggingu sem reist er á vegum ríkisins með því að lögbinda að 1% af heildarkostnaði við bygginguna skuli varið í þessu skyni og verður það á ábyrgð þeirra sem forræði hafa um hverja byggingarframkvæmd að lagaskyldu í þessu efni sé framfylgt, en leita skal faglegrar ráðgjafar um listskreytinguna.
    Hlutverk Listskreytingasjóðs ríkisins að því er fjárframlög til listskreytinga varðar verður samkvæmt frumvarpinu bundið við opinberar byggingar sem þegar eru fullbyggðar við lög festingu þessa frumvarps, umhverfi þeirra og önnur útisvæði sem ríkið hefur forræði á. Þá á stjórn sjóðsins að vera til ráðgjafar um listskreytingu í þeim mannvirkjum sem frumvarpið tekur til.
    Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að ákveðnir fjármunir renni milliliðalaust til list skreytingar í hverri nýrri byggingu sem ríkið stendur að en jafnframt leitast við að tryggja faglegan grundvöll ákvarðana um það viðfangsefni eins og aðra þætti byggingarframkvæmd anna.
    Nefndin taldi rétt að einnig yrði hægt að úthluta fé úr Listskreytingasjóði til bygginga, umhverfis þeirra og útisvæða sem eru á forræði sveitarfélaga en það verði þó háð mótfram lagi viðkomandi sveitarfélags.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með eftirfarandi:

BREYTINGU:

    3. gr. orðist svo:
    Veita skal árlega eftir ákvörðun Alþingis fé í Listskreytingasjóð til listskreytinga opin berra bygginga sem þegar eru fullbyggðar við gildistöku þessara laga, umhverfis þeirra og annarra útisvæða á forræði ríkisins og sveitarfélaga. Sé bygging, umhverfi hennar eða útisvæði á forræði sveitarfélags skal koma framlag frá viðkomandi sveitarfélagi á móti úthlutun úr Listskreytingasjóði.

Alþingi, 18. apríl 1998.Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Hjálmar Árnason.Tómas Ingi Olrich.
Arnbjörg Sveinsdóttir.


Ólafur Örn Haraldsson.


Árni Johnsen.Svanfríður Jónasdóttir.Sigríður Jóhannesdóttir.Guðný Guðbjörnsdóttir.