Ferill 690. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1204 – 690. mál.



Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 50/1997, um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Bún aðarbanka Íslands.

Flm.: Ágúst Einarsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Jóhanna Sigurðardóttir.



1. gr.

    Við 9. gr. laganna bætist: þó þannig að við hvorn hlutafélagsbanka starfi ekki fleiri en einn bankastjóri.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Í núgildandi lögum um Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf., sem voru af greidd á síðasta þingi, er kveðið á um ráðningu bankastjóra. Þótt ákvæðið geti átt við um einn eða fleiri bankastjóra er ljóst að vilji ríkisstjórnarinnar stóð til að hafa fleiri en einn bankastjóra, enda felldi meiri hlutinn breytingartillögu stjórnarandstöðunnar um að hafa að eins einn bankastjóra við Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands.
    Nú hefur viðskiptaráðherra og bankaráð Landsbankans ákveðið að ráða einn bankastjóra að bankanum í stað þriggja áður.
    Flutningsmenn telja eðlilegt að lögin séu löguð að þessu og leggja því til í frumvarpinu að kveðið verði skýrt á um það að við bankana starfi aðeins einn bankastjóri. Stjórnarand stæðingar fagna því að stefna þeirra hafi náð fram að ganga, þ.e. að einungis einn banka stjóri starfi við Landsbanka Íslands hf. Eðlilegt er að sama gildi um Búnaðarbanka Íslands hf. og nær því frumvarpið til beggja bankanna.
    Þingmenn úr þingflokki jafnaðarmanna munu einnig hafa forgöngu um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands þannig að einungis einn bankastjóri muni starfa við hann.