Ferill 694. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1216 – 694. mál.Fyrirspurntil viðskiptaráðherra um málefni Landsbanka Íslands og fjármögnunarfyrirtækisins Lindar hf.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.     1.      Hvenær, hvernig og af hvaða tilefni eignaðist Landsbanki Íslands fjármögnunarfyrirtækið Lind hf.?
     2.      Hver var staða fyrirtækisins þegar Landsbankinn eignaðist það og hvert var kaupverð þess?
     3.      Hverjir voru stjórnendur Lindar hf. eftir að Landsbankinn eignaðist fyrirtækið,
       a.      framkvæmdastjóri,
       b.      stjórnarformaður,
       c.      aðrir stjórnarmenn?
     4.      Hvenær og af hvaða tilefni var starfsemi fyrirtækisins hætt og hve miklu hefur Landsbankinn tapað eða mun tapa vegna Lindar hf.?
     5.      Hver er ástæða hins mikla taps af starfsemi Lindar hf.? Hverjir tóku ákvarðanir sem leiddu til þess, vegna hvaða viðskipta og hvaða fyrirtæki eða atvinnugreinar áttu í hlut?
     6.      Hve mikið hefur Landsbankinn lagt fyrir á afskriftareikning vegna Lindar hf. og hve mikið hefur hann þegar afskrifað?
     7.      Gerði bankaeftirlit Seðlabanka Íslands athugasemdir við rekstur Lindar hf. og ef svo er, hvenær og til hvaða ráðstafana var gripið?
     8.      Hvað gerði bankaráð og bankastjórn Landsbanka Íslands til þess að koma í veg fyrir hið mikla tap Lindar hf.?
     9.      Hvað var gert af hálfu bankaráðs Landsbankans til að leita skýringa á tapi Lindar hf.?
     10.      Hefur einhver verið látinn sæta ábyrgð vegna þessa taps?


Skriflegt svar óskast.