Ferill 359. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1266 – 359. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um eignarhald og nýtingu á auðlindum í jörðu.

Frá meiri hluta iðnaðarnefndar (StG, GuðjG, ÁRÁ, SAÞ, HjÁ, PHB).



     1.      Við 2. gr. 6. mgr. orðist svo:
              Grunnvatn merkir í lögum þessum vatn sem er neðan jarðar í samfelldu lagi, kyrrstætt eða rennandi, og fyllir að jafnaði allt samtengt holrúm í viðkomandi jarðlagi og sem unnið er í öðrum tilgangi en að flytja varma til yfirborðs jarðar eða nýta staðarorku þess.
     2.      Við 7. gr. Í stað orðanna „vegna rannsóknanna“ í fyrri málslið 2. mgr. komi: vegna nýtanlegra rannsókna.
     3.      Við 10. gr. 1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Þrátt fyrir ákvæði 6. og 7. gr. er landeiganda heimilt án leyfis að hagnýta jarðhita í eignarlandi sínu til heimilis- og búsþarfa, þar með talið til ylræktar, iðnaðar og iðju, allt að 3,5 MW miðað við vermi sem tekið er úr jörðu alls innan eignarlands.
     4.      Við 14. gr. Í stað orðanna „allt að 100 ltr./sek.“ Í 1. málsl. komi: allt að 70 ltr./sek.
     5.      Við 16. gr. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Við meðferð umsókna um leyfi og veitingu þeirra skal gætt náttúruverndarlaga, skipu lags- og byggingarlaga og annarra laga sem varða rannsóknir og nýtingu lands og lands gæða.
     6.      Við 18. gr. 6. tölul. orðist svo: Upplýsinga- og tilkynningarskyldu leyfishafa, þar með talda skyldu til afhendingar á sýnum og gögnum og hvernig hún skuli innt af hendi.
     7.      Við 22. gr. Á eftir orðunum „gefi upplýsingar um“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: staðsetningu holunnar.
     8.      Á eftir 33. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             Lög þessi taka eftir því sem við á til rannsókna og nýtingar á örverum sem vinna má á jarðhitasvæðum. Rannsóknir og nýting örvera á jarðhitasvæðum er óheimil án leyfis iðnaðarráðherra samkvæmt lögum þessum. Leyfi samkvæmt þessari grein skal veitt að fenginni umsögn umhverfisráðherra. Náttúruvernd ríkisins fer með eftirlit með rannsókn og nýtingu samkvæmt þessari grein.
             Iðnaðarráðherra setur nánari reglur um framkvæmd þessarar greinar í samráði við um hverfisráðherra.
             Með örverum er átt við örverufræðilega einingu, myndaða af frumum eður ei, sem fær er um eftirmyndun eða yfirfærslu erfðaefnis.
     9.      Við 35. gr. er verði 36. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
              Endurskoða skal ákvæði 34. gr. laganna fyrir 1. janúar 2001.
     10.      Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu.