Ferill 568. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1268 – 568. mál.



Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu þriggja viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Póllands, Tékklands og Ungverjalands.

Frá meiri hluta utanríkismálanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fengið á sinn fund Halldór Ásgrímsson utanríkisráð herra, Helga Ágústsson, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, Hjálmar W. Hannesson, skrifstofustjóra alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, og Tómas H. Heiðar, aðstoðarþjóð réttarfræðing utanríkisráðuneytisins.
    Ákvörðun um stækkun Norður-Atlantshafsbandalagsins, NATO, hefur átt sér langan að draganda og utanríkismálanefnd hefur fjallað ítarlega um málið. Þá hefur Íslandsdeild Norður-Atlantshafsþingsins fjallað um málið innan Norður-Atlantshafsþingsins (NAA), þingmannasamtaka aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins.
    Í þingsályktunartillögunni er lagt til að staðfestir verði þrír viðbótarsamningar við Norður-Atlantshafssamninginn sem er að stofni til frá árinu 1949. Á grundvelli 10. gr. Norður-Atlantshafssamningsins, sem oft er kenndur við Washington, geta aðildarríki sam þykkt samhljóða að bjóða öðrum Evrópuríkjum aðild að bandalaginu, enda stuðli hún að framgangi meginreglna samningsins og eflingu öryggis á því svæði sem hann nær til. Til þess að viðbótarsamningarnir öðlist gildi þurfa öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins að stað festa þá.
    Á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn var í Madríd 8.–9. júlí 1997, voru teknar stefnumarkandi ákvarðanir um aðlögun bandalagsins að nýjum aðstæðum í öryggis- og varnarmálum Evrópu og um þróun bandalagsins í upphafi nýrrar aldar. Lúta þær ákvarð anir að innri skipulagningu bandalagsins en einnig var tekin ákvörðun um að bjóða þremur ríkjum, lýðveldunum Póllandi, Tékklandi og Ungverjalandi, aðild að Norður-Atlantshafs bandalaginu. Á ráðherrafundi bandalagsins, sem haldinn var í Brussel 16. desember 1997, voru viðbótarsamningar um aðild ríkjanna þriggja undirritaðir. Samkvæmt yfirlýsingu leið togafundarins í Madríd er stefnt að því að fullgildingu samninganna verði lokið fyrir apríl 1999 þannig að aðild ríkjanna geti formlega tekið gildi á fimmtíu ára afmæli Atlantshafs bandalagsins sem minnst verður þá.
    Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hafa á undanförnum árum aukið mjög samstarf við önnur lýðræðisríki í Evrópu í varnar- og öryggismálum. Leiðtogar ríkja Atlantshafsbanda lagsins ákváðu á fundinum í Madríd að efla þetta samstarf enn frekar með styrkingu Félags skapar í þágu friðar eða Friðarsamstarfsins (PfP) og stofnun Evró-Atlantshafssamvinnuráðs ins (EAPC) en 43 ríki eiga aðild að því. Þá var í Madríd undirritaður samstarfssamningur við Úkraínu og leiðtogar Atlantshafsbandalagsins lýstu því enn fremur yfir á fundinum í Madríd að hinar svonefndu Miðjarðarhafsviðræður, við sex ríki fyrir botni Miðjarðarhafs og í Norður-Afríku, yrðu efldar. Fyrir fundinn í Madríd, þann 27. maí 1997, var undirritaður samstarfssamningur um Samstarfsráð Atlantshafsbandalagsins og Rússlands (PJC).
    Í yfirlýsingu leiðtogafundarins í Madríd er ítrekað að Atlantshafsbandalagið sé opið fyrir nýjum aðildarríkjum í samræmi við ákvæði 10. gr. Norður-Atlantshafssamningsins. Þar er tekið fram að engin aðildarumsókn lýðræðisríkis í Evrópu, sem uppfyllir aðildarskilyrði, verði undanskilin skoðun en þess enn fremur getið að stækkunarferli bandalagsins eigi að verða til að jafnvægi náist í öryggismálum með tilliti til öryggishagsmuna samstarfsaðila.
    Utanríkismálanefnd hefur haldið reglulega fundi með utanríkisráðherra og embættismönn um utanríkisráðuneytisins um stækkun Atlantshafsbandalagsins og alls hafa átta fundir verið haldnir á þessu löggjafarþingi og því síðasta. Þá hefur nefndin á síðustu tveimur árum hitt fjölda erlendra gesta og hefur fyrirhuguð stækkun bandalagsins verið rædd ítarlega við þá sem málið varðar. Þannig átti nefndin mikilvægan fund með Javier Solana, framkvæmda stjóra Atlantshafsbandalagsins 15. febrúar 1996. Einnig hefur nefndin rætt málið við, meðal annarra, Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Vytautas Landsbergis, forseta litáíska þingsins, Valdis Birkavs, utanríkisráðherra Lettlands, Zoran Thaler, utanríkisráðherra Slóveníu, Toomas Hendrik Ilves, utanríkisráðherra Eistlands, José Cutileiro, framkvæmda stjóra Vestur-Evrópusambandsins, Klaus Naumann hershöfðingja, formann hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins, Wesley K. Clark hershöfðingja, yfirmann sameiginlegs herafla Atlantshafsbandalagsins, Carol van Voorst frá bandaríska utanríkisráðuneytinu, bresku þing mennina sir Timothy Sainsbury, James Cran, sir Roger Sims, David Young, Mildred Gordon og Mike Watson, tékknesku þingmennina Vilém Holán, Pavel Bratinka, Václav Nájemník, Petr Sulák, Jaroslav Basta, Michael Zantovský og Vítezslav Matuska og frönsku þingmennina Georges Colombier, Gérard Jeffray, Roland Nungesser og Rémy Auchedé. Málið hefur einnig borið á góma á reglulegum fundum utanríkismálanefndar með sendinefnd Evrópu þingsins.
    Loks heimsótti utanríkismálanefnd, dagana 16.–19. júlí 1997, höfuðstöðvar Atlantshafs herstjórnar Atlantshafsbandalagsins og Atlantshafsherstjórnar Bandaríkjahers í Norfolk í Virginíufylki og átti þar fundi með John J. Sheehan hershöfðingja, sem þá fór með yfirstjórn beggja herstjórnanna, og samstarfsmönnum hans. Á þeim fundum var hugsanleg stækkun bandalagsins rædd ítarlega. Auk nefndarmanna og ritara nefndarinnar tók Þórður Ægir Óskarsson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, þátt í ferðinni.
    Ljóst er að flest Evrópuríki líta á Norður-Atlantshafsbandalagið sem þann grunn sem varnar- og öryggissamstarf í Evrópu byggist á. Minna má á að Atlantshafsbandalagið hefur gegnt lykilhlutverki í að koma á friði í Bosníu og hafa Íslendingar sem eitt af aðildarríkjum bandalagsins lagt sitt af mörkum í því verkefni.
    Meiri hluti nefndarinnar leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 15. apríl 1998.



Geir H. Haarde,


form.


Tómas Ingi Olrich,


frsm.


Össur Skarphéðinsson.



                                       

Siv Friðleifsdóttir.



Árni R. Árnason.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.



Kristín Ástgeirsdóttir.



Lára Margrét Ragnarsdóttir.