Ferill 703. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1289 – 703. mál.



Frumvarp til laga



um breytingu á skipulags- og byggingarlögum, nr. 73/1997, sbr. lög nr. 135/1997.

(Lagt fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)



1. gr.

    Á eftir 12. gr. laganna kemur ný grein, 12. gr. a, sem orðast svo:

Svæðisskipulag miðhálendisins.

    Miðhálendið, sem markast af línu sem dregin er milli heimalanda og afrétta, skal svæðis skipulagt sem ein heild.
    Umhverfisráðherra skipar samvinnunefnd um skipulag miðhálendisins til fjögurra ára í senn að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Sveitarfélög, sem liggja að miðhálendinu, til nefna samtals tólf fulltrúa, Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir fjóra fulltrúa og skulu tveir þeirra eiga búsetu í Reykjavík, einn á Reykjanesi og einn á Vestfjörðum, félagsmálaráð herra tilnefnir einn og umhverfisráðherra skipar einn án tilnefningar og skal hann vera for maður.
    Samvinnunefndin fjallar um svæðisskipulag miðhálendisins og gefur Skipulagsstofnun umsögn um tillögu að aðalskipulagi sveitarfélaga á svæðinu og breytingar á þeim.
    Að loknum sveitarstjórnarkosningum metur samvinnunefnd hvort ástæða sé til að endur skoða svæðisskipulagið.
    Um málsmeðferð svæðisskipulags miðhálendisins fer samkvæmt ákvæðum laga þessara. Auk þess skal sú stefna, sem fram kemur í svæðisskipulagi miðhálendisins, færð inn í aðal skipulag hlutaðeigandi sveitarfélaga og staðfest sem slík. Tillaga að deiliskipulagi eða breytingar á því skal auglýst á áberandi hátt.
    Kostnaður við störf samvinnunefndarinnar greiðist úr ríkissjóði.
    Ráðherra setur samvinnunefndinni starfsreglur að fengnum tillögum hennar.

2. gr.

    Við ákvæði til bráðabirgða í lögunum bætist nýr töluliður sem orðast svo: Skipulagsstofnun skal leita álits samvinnunefndar um svæðisskipulag miðhálendisins, sbr. 12. gr. a, á tillögum að svæðisskipulagi miðhálendisins sem unnið er að á vegum samvinnunefndar um svæðis skipulag miðhálendisins sem skipuð var árið 1993, áður en Skipulagsstofnun gerir tillögu til ráðherra um lokaafgreiðslu þess.

3. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1999.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Miklar umræður hafa orðið um skipulag miðhálendisins að undanförnu en sérstök nefnd, samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendisins, sem skipuð var samkvæmt lögum nr. 73/1993, um breyting á skipulagslögum, nr. 19/1964, er að fara yfir athugasemdir sem bárust við tillögur nefndarinnar og á að skila tillögum til Skipulagsstofnunar fyrir 1. desember nk.
Skipulagsstofnun gerir síðan tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu svæðisskipu lagsins, sbr. 4. mgr. 13. gr. skipulags- og byggingarlaga, nr. 73/1997. Skv. 5. mgr. sömu greinar staðfestir ráðherra svæðisskipulagið og skal það auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Samvinnunefndin er samkvæmt lögum nr. 73/1993 skipuð fulltrúum hlutaðeigandi héraðs nefnda, þ.e. þeirra sem eiga land að miðhálendinu, auk fulltrúa umhverfisráðherra. Önnur sveitarfélög, þ.e. á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vestfjörðum, hafa því ekki komið að málinu með sama hætti og hefur það verið gagnrýnt þar sem um er að ræða svæði sem að stórum hluta er ekki í einstaklingseign og hljóti að skipta alla landsmenn máli. Því sé ekki sjálfgefið að þótt hlutaðeigandi sveitarfélög fari með stjórnsýslu sveitarfélaga inn til landsins eigi þau ein að ráða skipulagi.
    Til þess að mæta framangreindum viðhorfum hefur verið ákveðið að áfram starfi sérstök samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendisins og að í henni verði fulltrúar tilnefndir af sveitarfélögum sem liggja að miðhálendinu, fjórir fulltrúar tilnefndir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar af tveir með búsetu í Reykjavík, einn á Reykjanesi og einn á Vestfjörðum, auk fulltrúa félagsmálaráðherra og eins sem umhverfisráðherra skipar án tilnefningar og skal vera formaður. Er þessi leið valin þar sem skipulagsmál eru lögum samkvæmt verkefni sveitarfélaganna.
    Samkvæmt 1. gr. frumvarpsins skal miðhálendið svæðisskipulagt sem ein heild. Samvinnu nefndin skal fjalla um þetta svæðisskipulag og gefa Skipulagsstofnun umsögn um tillögu að aðalskipulagi sveitarfélaga á svæðinu og breytingar á þeim. Nefndinni er einnig að meta eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar hvort ástæða sé til að endurskoða svæðisskipulagið.
    Samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendisins, sem nú situr að störfum, skal skila til lögum að svæðisskipulagi fyrir miðhálendið fyrir 1. desember nk. til Skipulagsstofnunar, sem þá gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu þess. Í ákvæði til bráðabirgða, sbr. 2. gr. frumvarpsins, er lagt til að Skipulagsstofnun leiti álits samvinnunefndar þeirrar sem hér er lagt til að verði lögfest áður en stofnunin gerir tillögu til ráðherra um lokaafgreiðslu þess. Þannig fengi nýja nefndin tækifæri til að fjalla um fyrsta svæðisskipulag miðhálendisins, sem nú er unnið að. Nefndinni er ekki ætlað að taka þá vinnu til endurskoðunar sem þegar hefur verið unnin, aðeins gefa umsögn um hana.
    Lagt er til að hin nýja samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendisins taki til starfa 1. janúar 1999 en þá hefur sú nefnd sem skipuð var samkvæmt lögum nr. 73/1993 lokið störfum.



Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulags- og


byggingarlögum, nr. 73/1997, sbr. lög nr. 135/1997.


    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á núgildandi lögum vegna skipulags miðhálendisins. Að mati fjármálaráðuneytis hafa breytingarnar ekki í för með sér kostnaðarauka að því frátöldu að lagt er til að samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendisins starfi áfram en að fjölgað verði í nefndinni. Í núverandi nefnd sitja 13 nefndarmenn en í frumvarpinu er kveðið á um að þeir verði 18. Árlegur kostnaður við nefndina er um 0,6–1 m.kr. Ríkissjóður hefur greitt kostnaðinn að fullu en í frumvarpinu er kveðið á um að sveitarfélög greiði helming kostnaðar. Ekki er talið að kostnaðarauki verði teljandi og ætla má að fjölgun nefndarmanna vegi því upp lægri hlut ríkissjóðs.