Ferill 367. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1291 – 367. mál.Breytingartillögurvið frv. til l. um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur, Bryndísi Hlöðversdóttur og Guðnýju Guðbjörnsdóttur.1.      Við 3. gr.
       a.      Á eftir 2. mgr. komi ný málsgrein er orðist svo:
                 Fullt tillit verði tekið til umhverfisverndar og alþjóðlegra skuldbindinga í því efni og sjálfbærrar nýtingar í þjóðlendum. Í leyfum sem veitt eru samkvæmt lögum þessum skal greina þau skilyrði sem leyfishafa eru sett, þar á meðal um gildistíma leyfis, skýrslugjöf leyfishafa, skyldu hans til að hlíta eftirliti og greiða kostnað af því, um öryggis- og umhverfisráðstafanir, kaup vátrygginga vegna hugsanlegrar skaðabóta ábyrgðar leyfishafa og um greiðslu leyfisgjalds.
       b.      Á eftir 1. málsl. 4. mgr. komi fjórir nýir málsliðir er orðist svo: Gjaldið sem ráðherra ákvarðar skal taka tillit til verðmætis þess sem afnot eru heimiluð á. Nánari ákvæði um gjaldtöku skal setja í lögum um aukatekjur ríkissjóðs. Ráðherra skal þá láta bjóða út nýtingu lands og landsgæða í þjóðlendum þegar ætla má að um verðmæta nýtingar kosti sé að ræða. Útboð skulu þá fara fram samkvæmt ákvæðum laga um framkvæmd útboða, nr. 65/1993.
       c.      3. málsl. 4. mgr. orðist svo: Tekjum af leyfum til nýtingar lands skv. 2. mgr. skal varið til landbóta, umsjónar, eftirlits og sambærilegra verkefna innan þjóðlendna, sam kvæmt ákvörðun Alþingis .
2.      Við 4. gr. 4. málsl. 1. mgr. orðist svo: Þá skal nefndin árlega gera tillögur til fjárlaganefndar Alþingis um ráðstöfun tekna af réttindum innan þjóðlendna að fenginni umsögn Náttúruverndar ríkisins og Landgræðslu ríkisins.
3.      Við 5. gr. 1. mgr. orðist svo:
              Þeir sem nýtt hafa land innan þjóðlendu sem afrétt fyrir búfénað eða haft þar önnur hefðbundin not sem afréttareign fylgja skulu sækja um leyfi til umhverfisráðherra fyrir áframhaldandi nýtingu. Áður en leyfið er útgefið skal fara fram mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar nýtingar.
4.      Við 6. gr. 2. mgr. orðist svo:
              Dómsmálaráðherra skipar nefndarmenn.