Ferill 94. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1311 – 94. mál.
                             


Nefndarálit



um till. til þál. um íslenskt sendiráð í Japan.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna.
    Á síðasta ári skipaði utanríkisráðherra nefnd til að fjalla um málefni utanríkisþjónust unnar og áttu sæti í henni m.a. fjórir nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Hlutverk hennar var að kanna hvernig utanríkisþjónustu Íslendinga yrði best hagað með tilliti til alþjóðavæð ingar undanfarinna ára, í stjórnmálum, viðskiptum og menningarmálum. Nefndin skilað áliti í lok mars sl. og er í því fjallað ítarlega um hvernig Íslendingar geti tryggt hagsmuni sína í margþættara og að mörgu leyti erfiðara alþjóðaumhverfi. Nefnd utanríkisráðherra leggur meðal annars til að hagsmunagæsla erlendis verði styrkt með opnun nýrra sendiráða í Japan og Kanada.
    Þar sem efni tillögunnar er í samræmi við niðurstöðu nefndar ráðherra leggur utanríkis málanefnd til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 28. apríl 1998.



Össur Skarphéðinsson,


varaform.


Margrét Frímannsdóttir,


frsm.


Siv Friðleifsdóttir.




Árni R. Árnason.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.



Kristín Ástgeirsdóttir.



Tómas Ingi Olrich.



Vilhjálmur Egilsson.



Lára Margrét Ragnarsdóttir.