Ferill 560. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1314 – 560. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við 2. gr. Í stað orðsins „fjárfestingarfélaga“ í 10. tölul. 1. mgr. komi: aðila, annarra en greinir í 1. tölul., sem heimild hafa lögum samkvæmt til þess að taka við innlánum.
     2.      Við 3. gr. 3. málsl. orðist svo: Stofnunin heyrir undir viðskiptaráðherra.
     3.      Við 5. gr. 2. mgr. orðist svo:
              Forstjóri ræður starfsmenn til stofnunarinnar.
     4.      Við 6. gr. Í stað orðsins „hlutabréf“ í 6. mgr. komi: hlut.
     5.      Við 7. gr. Greinin orðist svo ásamt fyrirsögn:

Samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila.

             Sérstök samráðsnefnd sem skipuð er fulltrúum eftirlitsskyldra aðila skal starfa í tengslum við stofnunina.
             Stjórnendur Fjármálaeftirlitsins skulu eiga reglulega fundi með samráðsnefndinni. Samráðsnefndin hefur ekki ákvörðunarvald í málefnum Fjármálaeftirlitsins.
             Nánar skal kveðið á um samráðsnefndina í reglugerð, meðal annars um skipan hennar.
     6.      Við 15. gr. Í stað orðsins „ársfjórðungslega“ komi: á hálfs árs fresti.
     7.      Við 16. gr.
       a.      Í stað lokamálsliðar 2. mgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Leita skal álits samráðsnefndar á áætluðu rekstrarumfangi næsta árs. Stjórn stofnunarinnar skal senda viðskiptaráðherra áætlunina til samþykktar og skal álit samráðsnefndar fylgja áætlun inni.
       b.      Á eftir 4. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                 Vegna eftirlits með annarri starfsemi en upp er talin í 1.–7. tölul. 3. mgr. greiðist samkvæmt reikningi.
       c.      2. málsl. 7. mgr. orðist svo: Þar er heimilt að kveða á um að sértækt eftirlit eða viðamiklar kannanir sem stofnunin framkvæmir umfram reglubundið eftirlit verði greidd samkvæmt reikningi.
     8.      Við 20. gr. Við 2. mgr. bætist: og halda óbreyttum launakjörum sínum og aðild að stéttarfélagi.