Ferill 478. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1328 – 478. mál.



Breytingartillögur



við frv. til áfengislaga.

Frá allsherjarnefnd.



     1.      Við 1. gr. Í stað orðanna „miða að hófsemd í meðferð áfengis“ komi: vinna gegn misnotkun áfengis.
     2.      Við 2. gr. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Efni þau sem sundur má leysa í vökva og hafa nefndan áfengisstyrkleika skal fara með sem áfengan drykk.
     3.      Við 3. gr. Lagt er til að orðið „smásölu“ í fyrri málslið 2. mgr. falli brott.
     4.      Við 5. gr. Á eftir orðunum „skv. 1. mgr. 3. gr.“ Í 1. málsl. 2. mgr. komi: annað en leyfi til smásölu.
     5.      Við 13. gr. Við 4. málsl. 5. mgr. bætist: og sveitarstjórn.
     6.      Við 14. gr.
       a.      Á eftir orðunum „afla umsagnar“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: viðkomandi lögreglustjóra og.
       b.      Síðari málsliður 5. mgr. orðist svo: Áður en slík reglugerð er sett skal leita umsagnar áfengis- og vímuvarnaráðs, Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkislögreglustjóra.
     7.      Við 19. gr.
       a.      1. mgr. orðist svo:
                 Heimilt er að neita að veita eða afhenda manni áfengi ef viðkomandi er áberandi ölvaður.
       b.      Á eftir orðinu „veitingatjöldum“ í fyrri málslið 2. mgr. komi: húsnæði félagasamtaka.
       c.      Síðari málsliður 2. mgr. falli brott.
     8.      Við 32. gr. Við 1. málsl. bætist: að undanskildu ákvæði til bráðabirgða III er öðlast þegar gildi.
     9.      Við frumvarpið bætast þrjú ný ákvæði til bráðabirgða er orðist svo:
       a.      (II.)
                 Starf áfengisvarnaráðunautar verður lagt niður eigi síðar en 1. janúar 1999. Um réttindi hans fer eftir lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.
                 Skrifstofa áfengisvarnaráðs verður lögð niður eigi síðar en 1. janúar 1999. Um rétt indi starfsmanna áfengisvarnaráðs fer eftir lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.


       b.      (III.)
                 Fara skal með nýjar umsóknir um áfengisveitingaleyfi samkvæmt ákvæðum þessara laga.
       c.      (IV.)
                 Dómsmálaráðherra skal þegar í stað skipa sex manna nefnd sem hafi það verkefni að kanna hvort æskilegt sé að breyta áfengiskaupaaldri hér á landi. Nefndin skal gera grein fyrir viðfangsefni sínu með hlutlausum hætti og kanna m.a. eftirfarandi þætti:
                 1.      Skilgreindir verði kostir og gallar breytinga á áfengiskaupaaldri.
                 2.      Könnuð verði reynsla annarra þjóða sem breytt hafa áfengiskaupaaldri.
             3.      Kannað verði hvernig efla þyrfti forvarnar- og eftirlitsstarf til að stuðla að jákvæðum áhrifum slíkra breytinga og hvernig standa þyrfti að undirbúningi.
             4.      Metin verði áhrif þess til lengri og skemmri tíma að færa áfengiskaupaaldur niður í 18 ár.
             5.      Metið verði hvort rétt væri að færa áfengiskaupaaldurinn tímabundið niður í 18 ár til að kanna reynslu slíkra breytinga eða hvort eingöngu verði miðað við að færa aldurinn úr 20 í 18 ár að því er varðar létt vín og bjór.
             6.      Meta hvort rétt væri að skoða samhliða slíkri breytingu að færa aldurinn til ökuleyfis úr 17 í 18 ár og að lækka leyfilegt áfengismagn í blóði 17–20 ára við akstur í 0‰.
                 Nefndin verði skipuð eftirtöldum aðilum: einum fulltrúa tilnefndum af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, einum tilnefndum af áfengiseftirlitsdeild ríkislögreglu stjóra, einum tilnefndum af landlæknisembættinu, einum tilnefndum af landssam tökunum Heimili og skóli og einum tilnefndum af Félagi framhaldsskólanema. Dóms málaráðherra skipar nefndinni formann án tilnefningar. Nefndin skal vinna í samráði við allsherjarnefnd og skal hún reglulega gera allsherjarnefnd grein fyrir störfum sínum.
                 Niðurstaða og skýrsla um starf nefndarinnar skal lögð fyrir Alþingi í upphafi næsta þings.
                   Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði.