Ferill 394. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1355 – 394. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breytingar á fyrirkomulagi áfengisverslunar.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund frá ÁTVR Höskuld Jónsson forstjóra og Regínu Ásgrímsdóttur og Þorgrím Óskarsson fulltrúa starfsmanna.
    Umsagnir um málið bárust nefndinni frá áfengisvarnaráði, Ferðamálaráði, Kaupmanna samtökum Íslands, Vímulausri æsku og ÁTVR.
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lagaákvæðum sem varða Áfengis- og tóbaks verslun ríkisins, þ.e. breytingar á áfengislögum og lögum um verslun með áfengi og tóbak.
    Með hliðsjón af því að fyrir allsherjarnefnd liggur nú frumvarp til nýrra áfengislaga, 478. mál, þskj. 813, leggur nefndin til að 1.–3. gr. frumvarpsins falli brott. Þá leggur nefndin til að 4. gr. um breytingu á stjórn ÁTVR verði einnig felld brott auk ákvæðis til bráðabirgða. Loks er lögð til breyting á orðalagi 5. gr.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með eftirfarandi

BREYTINGUM:


     1.      1.–4. gr. falli brott.
     2.      Við 5. gr. Efnismálsgrein orðist svo:
             Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins skal tryggja að þjónusta við viðskiptavini sé vönd uð, sem og upplýsingar sem gefnar eru viðskiptavinum um þá vöru sem á boðstólum er, allt eftir því sem samrýmist lögum þessum, áfengislögum og öðrum lagafyrirmælum og reglum á hverjum tíma.
     3.      Ákvæði til bráðabirgða falli brott.
     4.      Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, nr. 63/1969, með síðari breytingum.

Alþingi, 27. apríl 1998.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Pétur H. Blöndal.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.



Einar Oddur Kristjánsson.



Sólveig Pétursdóttir.



Valgerður Sverrisdóttir.



Sighvatur Björgvinsson.



Ágúst Einarsson.



Steingrímur J. Sigfússon.




Prentað upp.