Ferill 705. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1362 – 705. mál.



Beiðni um skýrslu



frá umhverfisráðherra um mat á umhverfisáhrifum af stækkun Járnblendiverksmiðjunnar í Hvalfirði.

Frá Kristínu Halldórsdóttur, Ástu B. Þorsteinsdóttur, Guðnýju Guðbjörnsdóttur,


Hjörleifi Guttormssyni, Lúðvík Bergvinssyni, Sigríði Jóhannesdóttur,


Steingrími J. Sigfússyni, Svavari Gestssyni og Össuri Skarphéðinssyni.



    Með vísan til 46. gr. laga um þingsköp Alþingis er þess óskað að umhverfisráðherra flytji Alþingi skýrslu um lagalegar forsendur þeirrar niðurstöðu og ákvörðunar ráðherrans að ekki beri að láta fara fram mat á umhverfisáhrifum af stækkun Járnblendiverksmiðjunnar í Hval firði.

Greinargerð.


    Í lok mars sl. var tekin sú ákvörðun í stjórn Járnblendiverksmiðjunnar í Hvalfirði að bæta við þriðja ofninum í verksmiðjunni. Samkvæmt yfirlýsingum forsvarsmanna verksmiðjunnar í fjölmiðlum yrði sá ofn einn sá stærsti og afkastamesti í heiminum og verksmiðjan sú stærsta sinnar tegundar. Jafnframt hefur það komið fram að framleiðsluaukningin muni leiða til auk ins útstreymis koltvíoxíðs um 160 þús. tonn á ári. Í ljós kom við eftirgrennslan að iðnaðar ráðherra og umhverfisráðherra höfðu komist að þeirri niðurstöðu og staðfest hana við for svarsmenn verksmiðjunnar að ekki þyrfti að fara fram mat á umhverfisáhrifum af þessari stækkun verksmiðjunnar og vísað til eldri samninga og gildandi laga í því efni. Þessi niður staða ráðherranna vakti athygli og undrun margra, einkum með tilliti til þess að í lögum um járnblendiverksmiðju í Hvalfirði, nr. 18/1977, er beinlínis tekið fram í 6. gr. að lögin taki til heimildar fyrir ríkisstjórnina til „að semja við samstarfsaðila sína um gagnkvæmar skuld bindingar til að tryggja félaginu fjármagn til að ljúka byggingu á verksmiðju með tveimur 30–45 MW bræðsluofnum fyrir kísiljárn og hefjast handa um rekstur hennar“. Ekki er annars staðar í þeim lögum að finna neitt um stærð verksmiðjunnar eða framleiðslumagn. Ekki tókst að skýra málið á vettvangi umhverfisnefndar Alþingis þegar eftir því var leitað og ekki heldur með öðrum ráðum. Því er hér óskað eftir skýrslu frá umhverfisráðherra þar sem fram komi ítarlegur rökstuðningur, og nákvæm tilvísun til lagaákvæða, fyrir þeirri niðurstöðu ráð herrans að ekki beri að láta fara fram mat á umhverfisáhrifum af stækkun Járnblendiverk smiðjunnar í Hvalfirði.