Ferill 708. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1367 – 708. mál.



Skýrsla



landbúnaðarráðherra um menntun í landbúnaði.

(Lögð fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)



Inngangur.


    
Hinn 15. maí l997 samþykkti Alþingi ályktun um stefnumótun í menntunarmálum í landbúnaði. Með ályktuninni er landbúnaðarráðherra falið að skipa nefnd til að vinna að stefnu mótun í menntunarmálum landbúnaðarins. Ályktunin gerir ráð fyrir að nefndin kanni sérstak lega hvernig skipulagi á sérhæfðri menntun í landbúnaði sé best fyrir komið innan skóla kerfisins, rannsaki menntunarstig í landbúnaði, athugi skipulag endurmenntunar, fjalli um hvernig sérskólar landbúnaðarins eigi að tengjast öðru skólastarfi og skoði tengsl rannsókna í landbúnaði við skólastarf.
    Í september l996 skipaði landbúnaðarráðherra nefnd til að fjalla um málefni Bænda skólans á Hvanneyri. Í nefndinni áttu sæti þeir Hákon Sigurgrímsson, deildarstjóri búnaðar sviðs í landbúnaðarráðuneytinu, formaður, Haukur Ingibergsson, forstöðumaður Hagsýslu ríkisins, og Magnús B. Jónsson, skólastjóri á Hvanneyri.
    Nefndin fékk m.a. það verkefni samkvæmt skipunarbréfi að vinna að stefnumótun um framtíðarverkefni Bændaskólans á Hvanneyri og þátt hans í búnaðarmenntun á komandi árum og áratugum og að gera tillögur um hvaða áherslur skólinn á að leggja í starfsemi sinni næstu 10 ár, hvert á að vera námsframboð skólans og stjórnskipulag og hvernig skólinn getur komið atvinnugreininni að sem mestu gagni. Nefndin skilaði áliti í febrúar l997. Sjá fylgi skjal I.
    Hinn 10. júní l997 skipaði landbúnaðarráðherra síðan starfshóp sem fékk það verkefni að móta tillögur um samþættingu rannsókna, leiðbeininga og fræðslu í landbúnaði með það að markmiði að bæta afkomu í atvinnugreininni.
    Í starfshópnum eiga sæti tveir þeir sömu og voru í nefndinni um málefni Hvanneyrar skólans, þeir Hákon Sigurgrímsson deildarstjóri, sem er formaður, og Haukur Ingibergsson, forstöðumaður Hagsýslu ríkisins. Einnig eru í starfshópnum Jón Sigurðsson, framkvæmda stjóri Vinnumálasambandsins, Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaður Manneldisráðs, og Jóhannes Torfason bóndi á Torfalæk. Starfshópurinn skilaði áliti 1. desember sl. Sjá fylgi skjal II.
    Jafnframt starfi sínu að framangreindu verkefni var starfshópnum falið að taka til athug unar framangreinda þingsályktun um stefnumótun í menntunarmálum landbúnaðarins og skila skýrslu um það verkefni. Starfshópurinn leitaði til Hagsýslu ríkisins um að gera skýrslu þá sem hér er birt um stöðu menntunar í landbúnaði og helstu viðhorf til þeirra mála. Skýrslunni er skipt í sex kafla:
    1. Löggjöf og skipulag menntunar í landbúnaði.
    2. Menntunarstig í landbúnaði.
    3. Lýsing á starfsemi landbúnaðarskóla.
    4. Tenging sérskóla landbúnaðarins við annað skólastarf.
    5. Endurmenntun og skipulag endurmenntunar.
    6. Viðhorf til framtíðarskipulags búnaðarfræðslu.
    Varðandi tillögur um framtíðarskipan fræðslumála landbúnaðarins og það hvernig sér skólar landbúnaðarins eigi að tengjast öðru skólastarfi, svo og um tengsl rannsókna í land búnaði við skólastarf, vísast jafnframt til álits Hvanneyrarnefndarinnar og álits starfshópsins um rannsóknir, leiðbeiningar og fræðslu. Sjá fylgiskjöl.
    Í desember sl. fól landbúnaðarráðherra starfshópnum um rannsóknir, leiðbeiningar og fræðslu í landbúnaði að halda áfram vinnu við þann hluta nefndarálitsins er fjallar um stofnun „Búnaðarháskóla“ með gerð lagafrumvarps um það efni ásamt því að gera úttekt á helstu rekstrar- og framkvæmdaþáttum sem slíka breytingu varða. Í því sambandi skal sér staklega hugað að sérstöðu og fjárhagslegu sjálfstæði einstakra stofnana sem falla munu undir hina nýju stofnun. Ýmsar leiðir hafa verið ræddar í því sambandi og þær kynntar á fundum með forstöðumönnum viðkomandi stofnana. Einnig hefur málið verið til umræðu á fundum starfsmanna stofnananna. Þá var málið sent búnaðarþingi l998 til umsagnar.
    Meðal þeirra leiða sem kannaðar hafa verið eru að búnaðarháskólinn verði ríkisstofnun sem heyri undir landbúnaðarráðuneytið eða að búnaðarháskólinn verði sjálfseignarstofnun líkt og Verslunarskólinn og Samvinnuháskólinn á Bifröst. Í desember sl. voru samþykkt lög um háskóla, nr. 136/l997. Í 3. gr. laganna er kveðið á um að ríkisreknir háskólar séu sjálf stæðar ríkisstofnanir sem heyri stjórnarfarslega undir menntamálaráðuneytið. Jafnframt segir í bráðabirgðaákvæði að háskólar sem nú starfa samkvæmt sérstökum lögum skuli innan tveggja ára frá gildistökudegi laga starfsemi sína að hinum nýju lögum. Þar eð búvísinda deild Bændaskólans á Hvanneyri er ríkisrekin háskóladeild mundi hún að óbreyttu falla undir menntamálaráðuneytið að þeim fresti liðnum sem gefinn er í lögunum, komi ekki annað til. Hins vegar mundu sérlög, sem kvæðu á um aðra skipan, ganga framar ákvæðum háskólalag anna hvað þetta varðar.
    Það er skoðun landbúnaðarráðuneytisins að til þess að ná fram meginmarkmiðum þeirra tillagna sem settar eru fram í áliti starfshópsins um rannsóknir, leiðbeiningar og fræðslu þurfi að sameina búnaðarskólana þrjá ásamt Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Hagþjón ustu landbúnaðarins í eina stofnun. Það er jafnframt skoðun ráðuneytisins að mikilvægt sé að fagráðuneyti landbúnaðarins fari áfram með málefni fræðslu- og þróunarstofnana land búnaðarins. Sú skoðun nýtur stuðnings Bændasamtaka Íslands, sbr. ályktun búnaðarþings 1998 (fskj. III), og samkvæmt skoðanakönnun Gallups, sem gerð var í desember l996, eru 64,6% bænda þeirrar skoðunar að heppilegra sé fyrir landbúnaðinn að grunnfræðsla í bú fræðum sé í sérstökum búnaðarskólum fremur en í almennum framhaldsskólum. Ráðuneytið leggur áherslu á mikilvægi þess að viðhalda þeim jákvæðu viðhorfum sem jafnan hafa ríkt innan landbúnaðarins til fræðslu- og þróunarstofnana atvinnuvegarins og mun á næstu mán uðum halda áfram því starfi sem unnið hefur verið að og leita leiða sem tryggi að framan greind sjónarmið nái fram að ganga.

1.     Löggjöf og skipulag menntunar í landbúnaði.
    
Í gildi eru lög um búnaðarfræðslu, nr. 55/1978, og reglugerð nr. 462/1984 sem kveða á um fyrirkomulag menntunar í landbúnaði. Samkvæmt lögunum er markmið búnaðarfræðslu:
     a.      að veita bændaefnum og öðrum hagnýta fræðslu um landbúnað;
     b.      að stuðla að aukinni fræðslu og endurmenntun þeirra er starfa við og fyrir landbúnað;
     c.      að veita vísindalega fræðslu í búfræði og undirstöðugreinum hennar.
    Almenn búnaðarfræðsla skv. a- og b-liðum fer fram við búnaðarskóla sem tilgreindir eru í lögunum, þ.e. Bændaskólana á Hvanneyri, á Hólum í Hjaltadal og í Odda á Rangárvöllum. Síðastnefndi skólinn hefur aldrei starfað. Enn fremur getur búnaðarfræðsla farið fram við aðra framhaldsskóla, í bréfaskóla, með námskeiðahaldi og á hvern þann hátt annan sem hag kvæmt þykir og samþykkt er af yfirstjórn búfræðslumála. Raunin hefur verið sú að almenn búnaðarfræðsla hefur fyrst og fremst farið fram í fyrrnefndum skólum. Fræðsla skv. c-lið fer fram við búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri í Borgarfirði.
    Landbúnaðarráðherra fer með yfirstjórn búnaðarfræðslunnar og setur skólunum náms skrár. Hann skipar einnig skólastjóra. Við hvern skóla skal starfa ráðgefandi skólanefnd, til nefnd af stjórnum búnaðarsambanda viðkomandi landshluta til fjögurra ára í senn. Skóla nefnd skal m.a. efla tengsl skólanna við bændur og búnaðarsamtök á svæðinu og vera skóla stjóra til ráðgjafar um uppbyggingu skólans.
    Sérstök búfræðslunefnd skal marka stefnu í búfræðslumálum og samræma störf þeirra er að þeim vinna. Samkvæmt lögunum skipar landbúnaðarráðherra búfræðslunefnd til fjögurra ára í senn. Í nefndinni eiga sæti skólastjórar búnaðarskóla, einn fulltrúi úr hópi búfræði kennara, tilnefndur af félagi þeirra, tveir fulltrúar kosnir á búnaðarþingi og fulltrúi tilnefndur af menntamálaráðuneytinu. Landbúnaðarráðherra skipar formann nefndarinnar án tilnefn ingar.
    Samkvæmt lögunum skal við skólana eða í tengslum við þá reka fjölbreyttan búskap er fullnægi sem flestum þörfum kennslu og verkþjálfunar og skapi aðstöðu til rannsókna. Rann sóknir við skólana skulu skipulagðar með öðrum landbúnaðarrannsóknum í landinu.
    Sérstök lög, nr. 91/1936, og reglugerð nr. 712/1996 eru í gildi um Garðyrkjuskóla ríkis ins. Landbúnaðarráðherra fer með yfirstjórn skólans og skipar skólastjóra til fimm ára í senn. Einnig skipar hann skólanefnd til fjögurra ára, en í henni sitja þrír menn sem ráðherra skipar án tilnefningar. Garðyrkjuskólinn er m.a. sériðnskóli fyrir skrúðgarðyrkjumenn. Við skólann skal reka garðyrkjustöð með fjölbreyttri ræktun og gróðurhúsum til kennslu og verk þjálfunar og skapa aðstöðu fyrir rannsóknir og ráðgjöf á öllum sviðum garðyrkju.

2.     Menntunarstig í landbúnaði.
    
Takmarkaðar upplýsingar eru til um menntunarstig bænda. Þær upplýsingar sem hér koma fram eru annars vegar vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands frá 1995 og hins vegar við horfskönnun bænda sem gerð var af Gallup – Íslenskum markaðsrannsóknum hf. í desember 1996 að beiðni nefndar á vegum landbúnaðarráðherra sem vann að stefnumótun um fram tíðarverkefni Bændaskólans á Hvanneyri.
    Á töflu 1 kemur fram yfirlit yfir menntun þeirra sem starfa í landbúnaði í samanburði við þá sem starfa í öðrum atvinnugreinum. Fram kemur í töflunni að menntunarstig í landbúnaði virðist með því lægsta á vinnumarkaðinum. Alls 57% eru eingöngu með grunnmenntun (grunnskólapróf eða sambærilega menntun). Alls eru 40% með starfs- eða framhaldsmenntun og 3% með háskólamenntun.

Tafla 1. Menntunarstig eftir atvinnugreinum.


Atvinnugrein

Grunn-
menntun
Starfs- og framhalds-
menntun

Háskóla-
menntun


Samtals
Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi      %
Landbúnaður 3.700 57 2.600 40 200 3 6.500 100
Fiskveiðar 2.600 38 4.200 61 100 1 6.900 100
Iðnaður 12.600 53 10.400 43 1.000 4 24.000 100
Verslun o.fl. 10.900 46 11.400 48 1.400 6 23.700 100
Veitur og mannvirkjagerð 2.900 26 7.600 69 500 5 11.000 100
Opinber stjórnsýsla 1.900 31 2.700 44 1.600 26 6.200 100
Fræðslustarfsemi 1.800 20 3.600 40 3.700 41 9.100 100
Heilbr.- og félagsþjónusta 7.200 34 10.100 48 3.600 17 20.900 100
Önnur samfélagsleg þjón usta, menningarstarfsemi
og ótilgreint


11.200


33


15.300


46


7.100


21


33.600


100
Samtals 54.800 39 67.900 48 19.200 14 141.900 100
    Um er að ræða niðurstöður úr vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands frá árinu 1995. Könnunin fór fram í síma og náði til 4.400 einstaklinga á aldrinum 16–74 ára sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Atvinnuflokkun miðast við íslensku atvinnugreinaflokkunina, ÍSAT 95. Menntun miðast við menntunarflokka ISCED, alþjóðlegu menntunarflokkunarinnar.

    Í könnun sem gerð var á viðhorfi bænda í desember l996 kemur fram að 27% þeirra sem svöruðu voru búfræðingar eða með búvísindapróf, þar af 19% frá Bændaskólanum á Hvann eyri og 7,8% frá öðrum búnaðarskólum. Á töflu 2 kemur fram samkvæmt framangreindri könnun að hlutfall bænda með búfræðipróf lækkar með hækkandi aldri. Alls 36% bænda undir 40 ára aldri eru með búfræðipróf, en tæplega 17% bænda 60 ára og eldri.

Tafla 2. Hlutfall bænda með búfræðipróf eftir aldri.

Með búfræðipróf
Ekki með búfræðipróf
Samtals
Undir 40 ára 36,0 64,0 100,0
40–49 ára 27,5 72,5 100,0
50–59 ára 29,0 71,0 100,0
60 og eldri 16,5 83,5 100,0
Heild 26,6 73,4 100,0
     Taflan byggist á Gallup-könnun 1996: Bændaskólinn á Hvanneyri. Viðhorf bænda. Desember 1996.

    Á töflu 3 kemur fram hlutfall bænda með búfræðipróf eftir búgrein samkvæmt Gallup- könnuninni. Samkvæmt töflunni er hlutfallið svipað frá einni búgrein til annarrar. Kúa bændur eru með hæsta hlutfall bænda með búfræðipróf (um 31%) en sauðfjárbændur með það lægsta (um 22%).

Tafla 3. Hlutfall bænda með búfræðipróf eftir búgreinum.
Með búfræðipróf Ekki með búfræðipróf Samtals
Loðdýrabú 23,4 76,6 100,0
Svínabú 26,3 73,7 100,0
Hænsnabú 23,5 76,5 100,0
Kúabú 30,9 69,1 100,0
Blandað bú 28,8 71,2 100,0
Sauðfjárbú 22,4 77,6 100,0
Heild 26,6 73,4 100,0
     Taflan byggist á Gallup-könnun 1996: Bændaskólinn á Hvanneyri. Viðhorf bænda. Desember1996.

    Á töflu 4 kemur fram samband milli heildartekna heimila bænda af búinu að meðaltali á mánuði og menntunar.

Tafla 4. Heildartekjur heimila bænda af búinu á mánuði miðað við menntun.

Tekjur

Heild
Með búfræðipróf Ekki með búfræðipróf
Lægri en 50 þús. kr. 17,3 12,6 19,7
50–99 þús. kr. 27,8 25,9 27,5
100–149 þús. kr. 19,5 19,2 19,5
150–299 þús. kr. 20,5 21,3 20,0
300 þús. kr. eða meira 15,0 20,9 13,2
100,0 100,0 100,0
     Taflan byggist á Gallup-könnun 1996: Bændaskólinn á Hvanneyri. Viðhorf bænda. Desember1996.

3. Lýsing á starfsemi landbúnaðarskóla.
    Á töflum 5.1–5.3 kemur fram yfirlit náms í þeim þremur skólum er heyra undir landbún aðarráðuneytið. Garðyrkjuskóli ríkisins að Reykjum í Ölfusi er rekinn á grundvelli laga nr. 91/1936 og reglugerðar nr. 712/1996, en Hólar í Hjaltadal og Bændaskólinn á Hvanneyri á grundvelli laga um búnaðarfræðslu, nr. 55/1978, og reglugerðar nr. 462/1984. Nám tveggja fyrrnefndu skólanna er á framhaldsskólastigi en hins síðastnefnda bæði á framhaldsskólastigi (bændadeildin) og háskólastigi (búvísindadeild).
    Stjórn Garðyrkjuskólans er í höndum skólastjóra og þriggja manna skólanefndar skipaðri af ráðherra án tilnefningar. Skólarnir að Hólum og Hvanneyri eru auk skólastjóra í höndum ráðgefandi skólanefndar sem er tilnefnd af stjórnun búnaðarsambanda viðkomandi landshluta til fjögurra ára í senn.
    Á töflu 5.1 kemur fram markmiðslýsing skólanna. Markmið Garðyrkjuskólans er að veita sérfræðslu í flestum greinum garðyrkju, svo sem garð- og skógarplöntuframleiðslu, ylrækt, skrúðgarðyrkju og blómaskreytingum. Markmið Hólaskóla er að veita nemendum hagnýta fræðslu um hinar ýmsu greinar landbúnaðar og annars atvinnulífs í dreifbýli, svo sem hrossa rækt og reiðmennsku, fiskeldi, vatnanýtingu og ferðaþjónustu, umhverfismál og hlunnindi. Markmið Bændaskólans á Hvanneyri er að veita bændaefnum og öðrum landnotendum hag nýta fræðslu um landbúnað og hvers konar landnýtingu.
    Almennt búnaðarnám er skilgreint sem 78 námseiningar. Námslengd er breytileg og ræðst m.a. af þeim undirbúningi sem nemendur hafa og þeim námshraða sem valinn er. Hjá Garð yrkjuskóla ríkisins tekur námið tvö til þrjú ár, háð því hvaða braut er valin; tveggja ára námið eru tvær annir ásamt 14 mánaða verknámi, þriggja ára námið fjórar annir með 17 mánaða verknámi. Námið á Hólum er heilsársnám sem skiptist á tvær annir ásamt þriggja mánaða verknámi, nema nám á ferðamálabraut sem er skipt í þrjár annir auk verknáms. Reiðkennara- og þjálfaranámið tekur sjö mánuði og er bæði bóklegt og verklegt. Hjá Bænda skólanum á Hvanneyri er námið tvö ár en stúdentar geta lokið náminu á einu ári. Námið í bú vísindadeild er þrjú ár eða 90 námseiningar. Til viðbótar er kostur á 30 eininga sérnámi og rannsóknaþjálfun.
    Inntökuskilyrði í umrædda skóla eru nokkuð breytileg. Til inngöngu í Garðyrkjuskólann þarf væntanlegur nemi að hafa lokið tveimur til fjórum önnum í framhaldsskóla og náð full nægjandi árangri í tilteknum áföngum. Einnig þarf hann að hafa lokið þriggja mánaða vinnu við alhliða garðyrkjustörf. Til að hefja nám í Hólaskóla má nemi ekki vera yngri en 18 ára og u.þ.b. hálfnaður með framhaldsskólanám (hafa lokið a.m.k. 65 einingum) ásamt því að hafa náð fullnægjandi árangri í tilteknum kjarnaáföngum. Reynsla úr atvinnulífinu er nauð synleg. Til að fá inngöngu í bændadeild Bændaskólans á Hvanneyri skulu nemendur hafa lokið a.m.k. 36 einingum í framhaldsskóla og hafa a.m.k. eins árs reynslu af landbúnaðar störfum. Nemendur búvísindadeildar skulu hafa lokið búfræðiprófi með 1. einkunn og hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi.
    Nemandi sem lýkur prófi frá Garðyrkjuskólanum hefur rétt til að bera starfsheitið garð yrkjufræðingur. Á skrúðgarðyrkjubraut ljúka nemendur sveinsprófi. Á Hólum og Hvanneyri ljúka nemendur búfræðiprófi og bera starfsheitið búfræðingur eða fiskeldisfræðingur. Nem endur af þjálfara- og reiðkennarabraut Hólaskóla hafa rétt til að bera starfsheitið þjálfari og reiðkennari C innan Félags tamningamanna. Próf frá búvísindadeildinni á Hvanneyri er BS-próf í búvísindum.
    Í skólunum þremur er aðstaða fyrir nám og félagsstarf góð. Heimavist er við skólana og nauðsynleg þjónusta, svo sem mötuneyti, bókasafn, aðstaða til tómstunda o.s.frv. Á heima landi Garðyrkjuskólans eru tilraunagróðurhús, tilraunareitir, skrúð- og kennslugarðar þar sem fram fer fjölbreytt ræktun í tengslum við námið og tilraunastarfsemi skólans. Auk þess er á staðnum skógræktar- og útivistarsvæði. Við Hólaskóla er hrossaræktarbú, fjárbú, veit inga- og gistirekstur og almenn ferðaþjónusta og rekstur á sögustað. Á Hvanneyri er 600 hektara jörð þar af tún 100 ha. Að jafnaði eru þar nokkrir tugir mjólkurkúa auk annarra naut gripa, á þriðja hundrað fjár, nokkur hundruð refalæður og minkalæður, auk nokkurra hrossa. Á staðnum er búvélasafn, útisundlaug, reiðvöllur, fjós, fjárhús og hesthús.
    Við skólana er stundað umfangsmikið rannsóknastarf og skal það skv. 5. gr. laga um bún aðarfræðslu, nr. 55/l978, skipulagt með öðrum landbúnaðarrannsóknum í landinu. Við Garð yrkjuskólann hefur verið unnið að rannsóknum á ræktun í óvirkum jarðvegi, lýsingartilraunir hafa farið fram, tilraunir á nýjum tegundum og afbrigðum jurta, bæði úti og inni, ræktun útimatjurta í upphituðum jarðvegi o.fl. Auk almennra rannsókna í fiskeldi og vatnalíffræði eru Hólar miðstöð bleikjurannsókna og þar er kynbótastöð í bleikjueldi. Hólar eru rann sóknamiðstöð hins opinbera varðandi hrossarækt, tamningar, sjúkdóma og heilbrigði hrossa. Hafið er rannsóknarstarf í ferðaþjónustu. Við Bændaskólann á Hvanneyri er unnið að margvíslegum rannsóknum, einkum varðandi túnrækt, matjurtarækt, búfjárrækt, svo og fóðrun, kynbætur búfjár og landnýtingu.
    Skólarnir hafa samstarf við ýmsa aðila, bæði aðra skóla og aðila atvinnulífsins. Verka skipting er milli bændaskólanna á Hólum og Hvanneyri og Garðyrkjuskóla ríkisins sam kvæmt sérstöku samkomulagi sem var undirritað í lok árs 1994. Samkvæmt samkomulaginu er hver skóli með skilgreind áherslusvið. Á Hvanneyri eru þau landnýting og gróðurvernd, jarð- og búfjárrækt, bútækni, búnaðarhagfræði, lífræn framleiðsla, vöruþróun og markaðs fræði. Áherslusvið Hólaskóla eru hrossarækt og hestamennska, fiskirækt, ferðaþjónusta í dreifbýli, bændaskógrækt og hlunnindabúskapur. Garðyrkjuskóli ríkisins skal leggja áherslu á ylrækt og útimatjurtaræktun, garðplönturæktun, skrúðgarðyrkju, umhverfis- og náttúru vernd, blómaskreytingar og markaðsmál, skógrækt og lífræna ræktun garðyrkjuafurða.
    Búnaðar- og garðyrkjukennarafélag Íslands er samstarfsvettvangur skólastjóra og kennara búnaðarskólanna þriggja. Tilgangur félagsins er að efla samstöðu og samstarf þessara aðila og vera málsvari þeirra út á við.
    Garðyrkjuskólinn er í margvíslegu erlendu samstarfi og á meðal annars aðild að Félagi norrænna búvísindamanna (Nordiske jordbruksforskeres forening), Alþjóðasamtökum garð yrkjusérfræðinga (International Society for Horticultural Science) og Evrópusamtökum bún aðar- og garðyrkjuskóla (Jumelage/Twinning/Partnerschaft). Auk þess hefur skólastjóri haft forgöngu um samstarf við garðyrkjuskóla í Danmörku, Bretlandi, Hollandi og Frakklandi. Samstarfið hefur m.a. falist í gagnkvæmum náms- og kynnisferðum.
    Rannsókna- og kynbótastarfsemi á Hólum fer í auknum mæli fram í samstarfi við innlenda og erlenda aðila. Unnið er að umfangsmiklu rannsóknarverkefni um þróun sjálfbærs bleikju eldis sem styrkt er af fjórðu rammaáætlun Evrópusambandsins. Þetta verkefni er undir stjórn Hólaskóla og Líffræðistofnunar Háskóla Íslands og er unnið í samstarfi við háskóla í Sví þjóð, Skotlandi og Írlandi. Innlendir samstarfsaðilar í öðrum verkefnum eru Hólalax hf., norðurlandsdeild Veiðimálastofnunar, Hafrannsóknastofnunin, RALA, Stofnfiskur hf. og vígslubiskup Hólastiftis. Hólaskóli er einnig þátttakandi í öðrum evrópskum samstarfs verkefnum og aðili að rannsókna- og kennslusamstarfi við háskólann í Guelph, Kanada.
    Bændaskólinn á Hvanneyri á aðild að sameiginlegri menntastofnun norrænu landbúnaðar- og dýralæknaháskólanna Nordic Forestry Veterinary and Agricultural University (NOVA). Nemendur búvísindadeildar hafa möguleika á að sækja hluta af námi sínu eða framhaldsnám til norrænu búnaðarháskólanna. Skólinn er aðili að samstarfssamningi íslenskra háskóla stofnana við University of Guelph í Ontario í Kanada. Um rannsóknir og kennslu er skipulagt samstarf við Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA), m.a. við bútæknideild RALA sem staðsett er á Hvanneyri. Um aðra samstarfsaðila búnaðarskólanna má sjá töflu 5.3.
    Í gildi er samningur um samstarf milli Háskóla Íslands, RALA og Bændaskólans á Hvann eyri. Hann miðar m.a. að því að efla menntun og tækni í raunvísindum tengdum íslenskum landbúnaði, nýtingu afurða hans og umhverfisþáttum honum tengdum. Leitast verður við að koma á verkaskiptingu og gagnkvæmri viðurkenningu á námskeiðum og prófgráðum til BS-prófs. Jafnframt verður leitast við að koma á sameiginlegu MS-námi í búvísindum.
Tafla 5.1 Yfirlit náms.
Garðyrkjuskóli ríkisins Bændaskólinn á Hólum Bændaskólinn á Hvanneyri
Löggjöf Lög um garðyrkjuskóla ríkisins, nr. 91/1936, og reglugerð 712/1996. Lög um búnaðarfræðslu, nr. 55/1978, og reglugerð nr. 462/1984. Lög um búnaðarfræðslu, nr. 55/1978, og reglugerð nr. 462/1984.
Skóla-
stjórn
Skólastjóri skipaður af ráðherra veitir skólanum forstöðu, stjórnar daglegu starfi og hefur umsjón með kennslu og framkvæmdum. Sérstök þriggja manna skólanefnd er skipuð af ráðherra án tilnefningar. Skóla nefnd mótar stefnu skólans og áherslur í starfi. Hún hefur á hendi skipulagsmál á skóla staðnum, forgangsraðar fram kvæmdum í samráði við skóla stjóra og hefur yfirumsjón með þeim. Skólastjóri skipaður af ráð herra hefur með höndum stjórn skóla, skólabús, rann sókna og annarrar starfsemi skólans. Við skólann starfar ráðgefandi skólanefnd, til nefnd af stjórnum búnaðar sambanda viðkomandi lands hluta til fjögurra ára í senn. Hún skal efla tengsl skólans við bændur og búnaðarsam tök á svæðinu og vera skóla stjóra til fulltingis við upp byggingu skólasetursins. Skólastjóri skipaður af ráð herra hefur með höndum stjórn skóla, skólabús, rann sókna og annarrar starfsemi skólans. Við skólann starfar ráðgefandi skólanefnd, til nefnd af stjórnum búnaðar sambanda viðkomandi lands hluta til fjögurra ára í senn. Hún skal efla tengsl skólans við bændur og búnaðarsam tök á svæðinu og vera skóla stjóra til fulltingis við uppbyggingu skólasetursins.
Mark-
mið og áherslur í skóla starfi
Að veita sérfræðslu:
          í garð- og skógarplöntuframleiðslu, ylrækt og úti matjurtaræktun, lífrænni ræktun garðyrkjuafurða,
          í skrúðgarðyrkju, skógrækt og náttúru- og umhverfis vernd,
          í blómaskreytingum, vörumeðhöndlun og markaðs setningu.
Að stuðla að aukinni fræðslu og endurmenntun þeirra er við og fyrir garðyrkju starfa með ráð gjöf, námskeiðum, fræðslufund um, útgáfu fræðslurita og birt ingu tilraunaniðurstaðna.
Að halda námskeið fyrir al menning eftir því sem aðstæður leyfa.
Að skapa aðstöðu fyrir rann sóknir og tilraunir.
Að veita nemendum hagnýta fræðslu um hinar ýmsu greinar landbúnaðar og annars atvinnulífs í dreifbýli, svo sem hrossarækt og reið mennsku, fiskeldi, vatna nýtingu og ferðaþjónustu, umhverfismál og hlunnindi. Skólinn gefur nemendum við innlendar og erlendar háskólastofnanir möguleika á að taka hluta af námi sínu sem rannsóknarverkefni við skólann í samvinnu við viðkomandi skóla. Bændadeild: Að veita bændaefnum og öðrum land notendum hagnýta fræðslu um landbúnað og hvers konar landnýtingu. Fræðslan miðar að því að búfræðingar verði hæfir til að annast landið, stunda fjölþættan búrekstur og annan atvinnu rekstur í dreifbýli.
Búvísindadeild: Að veita vísindalega fræðslu í búfræði og undirstöðugreinum hennar þannig að nemendur geti að námi loknu tekið að sér sérfræðistörf fyrir íslenskan landbúnað og unnið að rannsóknum í þágu hans.
Náms-
brautir
         Blómaskreytinga- og markaðs braut.
Garðplöntubraut.
Ylræktar- og útimatjurtabraut.
Skrúðgarðyrkjubraut.
         Umhverfis- og náttúruverndar braut.
Hrossabraut.
Ferðamálabraut.
Fiskeldisbraut.
         Framhaldsnám í reiðmennsku og reiðkennslu.
         Bændadeild (3 svið á loka önn):    
    1.1 Búfjárræktarsvið.
    1.2 Rekstrarsvið.
    1.3 Landnýtingarsvið.
Búvísindadeild:    2.1 BS-90.
    2.2 BS-120.
Tafla 5.2 Yfirlit náms - frh.
Garðyrkjuskóli ríkisins Bændaskólinn á Hólum Bændaskólinn á Hvanneyri
Inntöku-
skilyrði
         2–4 annir í framhaldsskóla.
         Fullnægjandi árangur í nánar skilgreindum áföngum.
         A.m.k. 3 mánaða vinna við alhliða garðyrkjustörf.

Nemendur eru teknir inn í bóknámsdeild skólans annað hvert ár.
         A.m.k. 65 einingar úr framhaldsskóla eða sambærileg menntun.
         Fullnægjandi árangur í tilteknum kjarna áföngum.
         Reynsla úr atvinnulífinu og ekki vera yngri en 18 ára á því ári sem nám hefst.
                  Bændadeild:
         Grunnskólapróf auk a.m.k. 36 eininga í framhaldsskóla.
         A.m.k. eins árs reynsla af land búnaðarstörfum.
Búvísindadeild:
         
Búfræðipróf með 1. einkunn og hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi.
         Nemendur annarra háskóla geta tekið hluta af námi sínu við deildina.
Lengd náms          Blómaskreytinga- og mark aðsbraut: 2 ár með verk námi. Bóknám er 2 annir, verknám 14 mánuðir.
         Garðplöntubraut, ylræktar- og útimatjurtabraut, um hverfis- og náttúru verndarbraut og skrúð garðyrkjubraut: 3 ár með verknámi; 4 annir (tveir vetur) og 17 mánuðir verknám.
         Heilsársnám: 2 annir og 3 mánaða verknám.
         Nám á ferðamálabraut er skipt í 3 annir auk verk náms.
         Þjálfara- og reiðkennara nám: 7 mánuðir.
         Bændadeild: 2 skólaár, stúdentar geta lokið náminu á 1 ári.
         Búvísindadeild: 3 ár eða 90 náms einingar. Til viðbótar er kostur á 30 eininga sérnámi og rann sóknaþjálfun.
Próf/
starfs heiti að loknu námi
Nemar á skrúðgarðyrkju braut: Sveinspróf.
Þeir einir sem lokið hafa náminu frá skólanum eða hliðstæðu námi erlendis hafa rétt til að bera starfs heitið garðyrkjufræðingur.
Búfræðipróf/Búfræði-/Fiskeldisfræðingar
Reiðkennari/þjálfari
Stúdentspróf.
         Búfræðipróf/Búfræðingur
BS-90 próf í búvísindum – búfræðikandidat
BS-120 próf í búvísindum.
Endur menntun Fræðslu- og endurmennt unarnefndir eru starfandi fyrir hverja braut skólans með tengsl við atvinnulífið. Boðið er upp á margvísleg námskeið tengd náms brautum skólans og nám skeið fyrir almenning. Boðið er upp á margvísleg námskeið tengd námsbrautum skólans. Þar hefur verið umfangsmest kennsla í bókhaldi, rekstri, skattarétti og skattskilum. Þau námskeið hafa verið haldin um allt land undanfarin ár. Í boði eru fjölbreytt námskeið, 2–3 daga löng, flest haldin á Hvanneyri en sum annars staðar á landinu, þá í samvinnu við búnaðarsambönd og aðra aðila í viðkomandi héraði. Námskeið eru m.a. á sviði naut griparæktar, hrossaræktar, bú tækni, jarðræktar, heyöflunar, handverks, sauðfjárræktar. Nám skeiðin eru bæði fyrir bændur og starfsfólk þeirra en einnig aðra starfsmenn í landbúnaði t.d. ráðu nauta og mjólkureftirlitsmenn.
Aðstaða Heimavist er í skólanum. Á staðnum eru tilraunareitir, skrúð- og kennslugarðar og skógræktar- og útivistar svæði og gróðurhús þar sem fer fram fjölbreytt ræktun í tengslum við námið og til raunastarfsemi skólans. Við skólann er garðyrkju bókasafn. Heimavist er í skólanum, bókasafn, vinnustofur, mötuneyti, íþróttahús, úti sundlaug, hrossabú, reið skemma, reiðvellir, fjár hús, fiskeldisstöð, bleikju kynbótastöð, sýningarað staða fyrir fisktegundir í ferskvatni, dýraspítali o.fl. Heimavist er í skólanum, stórt landbúnaðarbókasafn, vinnustofur, mötuneyti, útisundlaug. Búrekstur felst í 600 hektara jörð þar af eru tún 100 ha. Að jafnaði eru um nokkrir tugir mjólkurkúa auk annarra nautgripa, á þriðja hundrað fjár, auk nokkurra hrossa, nokkur hundruð refalæður og minkalæður. Búvélasafn er á staðnum.
Tafla 5.3 Yfirlit náms - frh.
Garðyrkjuskóli ríkisins Bændaskólinn á Hólum Bændaskólinn á Hvanneyri
Rann sókna starf Unnið hefur verið að marg víslegum tilraunaverk efnum, þar á meðal til raunum sem beinast að ræktun í óvirkum jarðvegi, lýsingu, nýjum tegundum og afbrigðum, bæði úti og inni, ræktun útimatjurta í upphituðum jarðvegi, teg undum og kvæmum trjáa og runna frá Alaska, fjölærum jurtum og sumarblómum. Auk almennra rannsókna í fiskeldi og vatnalíffræði eru Hólar miðstöð bleikju rannsókna og kynbótastöð í bleikjueldi. Hólar eru rannsóknamiðstöð hins opinbera varðandi hrossarækt, tamningar, sjúkdóma og heilbrigði hrossa. Hafið er rann sóknarstarf í ferða þjónustu. Unnið er að margvíslegum rannsóknum, einkum varðandi túnrækt, matjurtarækt, búfjárrækt, svo og fóðrun, kynbætur búfjár og landnýtingu.
Samstarf/önnur starfsemi Samstarf er við atvinnu lífið, innlendar stofnanir, félagasamtök og skóla og erlendar mennta- og vísindastofnanir í garð yrkju. Garðyrkjuskóli ríkisins er m.a. aðili að Al þjóðasamtökum garðyrkju fræðinga (ISHS), Evrópu samtökum garðyrkju- og búnaðarskóla (JTP), sam tökum skólastjórnenda í búnaðar- og garðyrkjuskól um í Vestur-Evópu (IJC) og í samstarfi við garðyrkjuskóla sem bjóða upp á framhaldsnám. Samstarfssamningur er í gildi við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Guelph- háskólann í Kan ada. Embætti landsdýra læknis í hrossasjúkdómum er á Hólum en embættið er samstarfsverkefni Hóla skóla og yfirdýralæknis. Aðrir innlendir samstarfs aðilar eru Hólalax hf., norðurlandsdeild Veiði málastofnunar, Hafrann sóknastofnunin, RALA, Stofnfiskur hf. og vígslubiskup Hólastiftis.
Samstarf er við RALA um kennslu og rannsóknir og við Hagþjónustu landbúnaðarins um kennslu. Sam starf er við yfirdýralækni um embætti dýralæknis í júgursjúk dómum, við Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins um fræðslu og leiðbeiningar og við Bænda samtökin um fræðslu og leiðbein ingar í loðdýrarækt. Einnig er sam vinna milli skólans og Samvinnu háskólans í Bifröst, Kennarahá skólans og aðila í héraði um endur menntun. Samstarfssamningur er í gildi við Háskóla Íslands og há skólann í Guelph, Kanada. Skólinn á aðild að sameiginlegri mennta stofnun norrænu landbúnaðar- og dýralæknaháskólanna (NOVA).

    Á töflu 6 koma fram tölulegar upplýsingar um starfsemi skólanna. Samanlagður rekstrar kostnaður umræddra skóla var tæplega 300 m.kr. Sértekjur skólanna eru umtalsverðar eða frá 17% upp í 53% af rekstrarkostnaði. Fjöldi starfsmanna er á bilinu 23–53, þar af kennarar frá 6–20.

Tafla 6. Tölulegar upplýsingar um starfsemi skólanna.
Garðyrkju-
skóli
Hólar í Hjaltadal Hvanneyri
Heildarrekstrarkostnaður 1996, millj. kr.*
Þar af sértekjur
40,1
11,6
133,1
59,5
162,2
74,1
Fjöldi starfsmanna 1996 23 30 53
    þar af kennarar 6 15 20
Fjöldi nema
Skráðir nemar 1997 40** 92 97
    Bændadeild - - 69
    Búvísindadeild - - 28
    Blómaskreytinga- og markaðsbraut 8 - -
    Garðplöntu-, ylræktar- og útimatjurtabraut 15 - -
    Skrúðgarðyrkju-, umhverfis- og náttúruverndarbraut 17 - -
Brautskráðir nemar 1997 *** 32 35
    Bændadeild - - 26
        Búfjárræktarsvið - - 13
        Rekstrarsvið - - 9
        Landnýtingarsvið - - 4
    Búvísindadeild - - 9
    Hrossaræktarbraut - 19 -
    Reiðkennarabraut - 4 -
    Fiskeldisbraut - 9 -
    Ferðamálabraut - 0 -
Endurmenntun 1996
Fjöldi námskeiða 25 40 80
Fjöldi þátttakenda 426 395 850
Rekstrarkostnaður, millj. kr. **** 4,3 15,5 36,1
Þar af sértekjur 1,5 6,4 22,1
Mismunur 2,8 9,1 14,0

     Tölur eru úr verkefnavísum fjármálaráðuneytisins 1998 að undanskildum upplýsingum um nema og endurmenntun hjá Garðyrkjuskóla ríkisins en þær upplýsingar fengust beint frá skólanum.
* Heildarkostnaður við alla starfsemi á staðnum, þar með talið stofnkostnaður, viðhald og kostnaður við rann sóknir og tilraunir.
** Nemar í verknámi ekki taldir með.
*** Útskrift er annað hvert ár.
**** Innifalið í tölum um heildarrekstrarkostnað.

4. Tenging sérskóla landbúnaðarins við annað skólastarf.
    
Búfræðinám, er eins og áður hefur komið fram, í höndum skóla landbúnaðarráðuneytisins en er í meginatriðum samhæft öðru framhalds- og háskólanámi. Tengsl við menntamálaráðu neytið eru tryggð með setu fulltrúa þess í búfræðslunefnd. Búfræðinámið er ekki skilgreint í aðalnámskrá framhaldsskóla. Námsvísar skólanna eru staðfestir af landbúnaðarráðherra. Þeir eru byggðir upp á sambærilegan hátt og námsvísar framhaldsskóla, t.d. er varðar skil greiningu námsáfanga. Inntökuskilyrði skólanna er að umsækjandi hafi lokið tilteknum ein ingafjölda í framhaldsskóla og í tilteknum áföngum.
    Háskólanám búvísindadeildar Bændaskólans á Hvanneyri er samhæft öðru háskólanámi til BS-gráðu með samstarfi búnaðar- og dýralæknaháskóla Norðurlanda (NOVA) annars vegar og hins vegar með samstarfssamningi skólans, Háskóla Íslands og RALA. Samstarfs samningurinn felur m.a. í sér að koma á verkaskiptingu og gagnkvæmri viðurkenningu á námskeiðum til BS-prófs og MS-náms í búvísindum. Þessu til viðbótar er í gildi viljayfir lýsing milli Háskólans á Akureyri og Bændaskólans á Hólum, en tilgangur hennar er að auka samvinnu milli þessara aðila. Í því felst m.a. samstarf um eflingu náms og kennslu á sviði ferðaþjónustu.
    Í áliti nefnar sem skipuð var af landbúnaðarráðherra til að skoða framtíðarverkefni Bændaskólans á Hvanneyri og þátt hans í búnaðarmenntun á komandi árum kemur fram að tengja þurfi betur landbúnaðarnám á framhaldsskóla- og háskólastigi við annað nám á við komandi skólastigum. Nefndin leggur til að þetta verði m.a. gert með því:
     .      að búfræðinám við Bændaskólann á Hvanneyri miðist við námsgreinar sem lítið eða ekkert eru kenndar í almennum framhaldsskólum;
     .      að nemendur hafi lokið a.m.k. ársnámi í almennum framhaldsskóla með áherslu á kjarnagreinar áður en þeir hefja nám í búnaðarskóla;
     .      að námseiningar í búfræðinámi fáist viðurkenndar í almennu framhaldsskólanámi:
     .      að tengsl við aðrar háskólastofnanir, innlendar sem erlendar, verði aukin m.a. með frekari viðurkenningu námsáfanga og gagnkvæmri samvinnu um einstaka námsáfanga eða námshluta;
     .      að hafinn verði undirbúningur að formlegri stofnun landbúnaðarháskóla á Hvanneyri.
    Hinn 3. mars sl. ritaði landbúnaðarráðherra menntamálaráðherra eftirfarandi bréf varðandi tengsl búnaðarnáms við annað nám á framhaldsskólastigi:
    „Á vegum landbúnaðarráðuneytisins og búnaðarskólanna hefur að undanförnu verið unnið að endurskipulagningu búnaðarmenntunar í landinu. Eitt af þeim atriðum sem þar hafa komið til skoðunar eru tengsl búnaðarnáms við annað framhaldsnám.
    Nám til búfræðiprófs og annað nám á vegum búnaðarfræðslunnar er samkvæmt lögum í verkahring landbúnaðarráðuneytisins og eru tengslin við annað nám á framhaldsskólastigi fyrst og fremst í gegnum fulltrúa menntamálaráðuneytisins í búfræðslunefnd. Nemendur sem lokið hafa búfræðiprófi og óska að halda áfram námi til stúdentsprófs eiga ekki, á sama hátt og nemendur sem lokið hafa iðnmenntun, víst mat á námi sínu. Í ljós hefur komið að fram haldsskólarnir meta búfræðiprófið mjög misjafnlega.
    Í 16. gr. laga um framhaldsskóla segir að „af öllum námsbrautum skulu vera leiðir til frekara náms, annaðhvort beinar eða með skilgreindri viðbót,“ einnig að „nemendur á starfs námsbrautum skulu einnig eiga kost á viðbótarnámi til undirbúnings að námi á háskólastigi“.
    Framangreindar tilvitnanir í 16. gr. laga um framhaldsskóla hljóta að teljast almenn ákvæði um að allar starfsmenntabrautir skuli eiga sér skilgreint framhald til undirbúnings náms á háskólastigi, þ.e. stúdentsprófi, og þar sé ekki einungis átt við námsbrautir sem menntamálaráðuneytið er ábyrgt fyrir heldur gildi þetta um allt starfsmenntanám.
    Námsskrá til búfræðiprófs er nú í endurskoðun með það að markmiði að auðvelda nem endum sem lokið hafa öðru framhaldsskólanámi áður en þeir hefja búfræðinám að nýta það nám enn frekar en nú er í búfræðinámi sínu.
    Með vísan til þess að nú er unnið að samningu aðalnámsskrár er mjög mikilvægt að bú fræðinám verði tekið með þegar fjallað er um hvernig viðbótarnám starfsmenntabrauta til undirbúnings að námi á háskólastigi er skilgreint. Því beinir landbúnaðarráðuneytið því til menntamálaráðuneytisins að athugað verði hvort ekki sé unnt að bjóða upp á 100 eininga námsbraut fyrir þá sem lokið hafa búfræðiprófi, sambærilega núverandi tæknibraut sem ætluð er þeim nemendum sem lokið hafa iðnnámi. Slík námsbraut þyrfti að leggja áherslu á náttúrufræði eða líffræði.
    Þar sem núverandi námsskrá býður ekki upp á þessa lausn vill landbúnaðarráðuneytið einnig spyrjast fyrir um það hvort unnt væri að semja sérstaklega við einhverja fjölbrauta skóla um að bjóða slíka braut sem tilraun þar til endurskoðuð aðalnámsskrá liggur fyrir.“
    Í svarbréfi menntamálaráðherra dags. 18. mars kemur m.a. eftirfarandi fram:
    „Ráðuneytið vill taka fram að nú er unnið að gerð aðalnámsskrár bæði fyrir grunn- og framhaldsskóla og gert er ráð fyrir að námsskráin liggi að mestu leyti fyrir næsta haust og að hún taki gildi frá og með skólaárinu l999–2000. Ráðuneytið telur eðlilegt að þegar skil greint verður viðbótarnám fyrir nemendur af starfsmenntabrautum til undirbúnings að námi á háskólastigi verði hugað að námi fyrir nemendur með búfræðipróf. Erindinu hefur því verið vísað til verkefnisstjórnar námsskrárinnar og mun hún sjá um að koma því í framkvæmd.“

5. Endurmenntun og skipulag endurmenntunar.
    
Samkvæmt lögum um búnaðarfræðslu, nr. 55/1978, skal markmið búnaðarfræðslu m.a. vera að stuðla að aukinni fræðslu og endurmenntun þeirra er við og fyrir landbúnað starfa. Þessi fræðsla skal fara fram við búnaðarskóla eða við aðra framhaldsskóla, með námskeiða haldi og á hvern þann hátt annan sem hagkvæmt þykir. Samkvæmt reglugerð um búnaðar fræðslu, nr. 462/1984, skulu búnaðarskólarnir halda námskeið fyrir bændur og starfsmenn landbúnaðarins á skólasetrunum eða annars staðar þar sem henta þykir. Við Bændaskólana á Hvanneyri og Hólum og Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum hefur á undanförnum árum verið rekið umfangsmikið starf á sviði endurmenntunar. Þessi starfsemi felst einkum í öflugu námskeiðahaldi þar sem leitast er við að koma til móts við óskir bænda og samtaka þeirra, svo og stofnana landbúnaðarins, um námskeiðahald. Náið samstarf er milli skólanna á þessum vettvangi og námskeiðin gjarnan kynnt sameiginlega.
    Árið l996 voru haldin 145 endurmenntunarnámskeið á vegum búnaðarskólanna og voru þátttakendur í þeim 1.671 talsins. Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrkir þátttakendur í námskeiðunum eftir ákvörðun sjóðstjórnar hverju sinni. Til viðbótar greiða þátttakendur námskeiðsgjöld. Sjóðurinn hefur dregið verulega úr framlögum sínum til námskeiðahaldsins og því er þessi mikilvægi þáttur í starfsemi búnaðarskólanna í nokkurri óvissu. Rekstur endurmenntunarnámskeiðanna er aðskilinn frá öðrum rekstri skólanna.
    Í Garðyrkjuskólanum er sérstakur endurmenntunarstjóri í hálfu starfi sem sér um skipu lagningu og rekstur endurmenntunar skólans. Námskeiðunum hefur fjölgað mikið á sl. árum. Flest námskeiðin tengjast skóg- og trjárækt, skjólbeltarækt og blómaskreytingum. Sérstakar endurmenntunarnefndir eru starfandi við hverja námsbraut skólans með fulltrúum úr atvinnu lífinu og frá fyrirtækjum og stofnunum tengdum viðkomandi starfsgrein. Námskeiðin eru frá einum upp í þrjá daga og eru ýmist haldin í skólanum eða utan hans.
    Við Bændaskólann á Hólum er boðið upp á margvísleg námskeið tengd námsbrautum skólans. Fyrirferðarmest er námskeiðahald á sviði hagfræði, rekstrar, skattskila, fiskeldis og ferðaþjónustu, svo og á sviði hrossaræktar og hestamennsku sem er umfangsmesta braut skólans. Námskeiðin eru með ýmsu sniði, verkleg og bókleg, eins til fimm daga námskeið og síðan framhaldsnámskeið á tveggja ára tímabili (6–8 skipti/180–200 klst.). Dæmi um slíkt er námskeið í rekstri hrossaræktarbús.
     Við Bændaskólann á Hvanneyri eru einnig í boði fjölbreytt námskeið, tveggja til þriggja daga löng, flest haldin á Hvanneyri en sum annars staðar á landinu, þá í samvinnu við bún aðarsambönd og aðra aðila í viðkomandi héraði. Námskeið eru m.a. á sviði sauðfjárræktar, nautgriparæktar, hrossaræktar, bútækni, jarðræktar, heyöflunar og handverks,. Námskeiðin eru bæði fyrir bændur og starfsfólk þeirra, en einnig aðra starfsmenn í landbúnaði t.d. ráðu nauta og mjólkureftirlitsmenn.
    Á töflu 7 kemur fram hlutfall bænda sem sótt hafa námskeið á vegum Bændaskólans á Hvanneyri eða önnur námskeið fyrir bændur. Fram kemur að tæpur helmingur bænda hefur sótt slík námskeið. Áberandi er að hlutfall þeirra sem ekki hafa sótt námskeið hækkar með vaxandi aldri.

Tafla 7. Námskeiðasókn bænda eftir aldri.
Heild Aldursdreifing
Undir 40 40–49 50–59 60 og eldri
Hefur sótt námskeið 48,5 63,5 64,1 46,5 26,8
Hefur ekki sótt námskeið 51,5 36,5 35,9 53,5 73,2
Samtals 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0
     Taflan byggist á Gallup-könnun 1996. Miðað er við þá sem tóku afstöðu. Spurt var: „Hefur þú sótt námskeið á vegum Bændaskólans á Hvanneyri eða önnur námskeið fyrir bændur?“

    Þeir sem sækja námskeiðin virðast vera hlutfallslega fleiri með próf frá búnaðarskóla. Tekjuhærri bændur virðast í meira mæli sækja námskeið. Einnig virðist vera samband milli bústærðar og þess hvort viðkomandi sækir námskeið. Námskeiðin nýttust mjög vel eða fremur vel að mati tæplega ¾ hluta svarenda.

6. Viðhorf til framtíðarskipulags búnaðarfræðslu.
    Á töflu 8 koma fram svör bænda í fyrrnefndri Gallup-könnun við spurningunni hvort þeir teldu mikilvægara fyrir bændur framtíðarinnar að njóta góðrar endurmenntunar í búfræðum eða góðrar grunnmenntunar í búfræðum. Um 35% telja endurmenntun vera mikilvægari en 28% grunnmenntun. Flestir eða 38% telja hvort tveggja jafnmikilvægt. Hlutföllin breytast nokkuð með aldri. Eldri bændur leggja meiri áherslu á þátt grunnmenntunar en yngri bændur á endurmenntun.

Tafla 8. Hvort er mikilvægara – endurmenntun eða grunnmenntun?
Heild Undir 40 40–49 50–59 60 og eldri
Grunnmenntun 27,5 26,1 19,2 24,9 35,5
Endurmenntun 34,9 42,0 36,7 37,6 28,2
Jafnþýðingarmikið/lítið 37,6 37,6 44,1 37,6 36,3
Samtals 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0
    Taflan byggist á Gallup-könnun 1996. Miðað er við þá sem tóku afstöðu. Spurt var: „Hvort telur þú mikilvægara fyrir bændur framtíðarinnar að njóta góðrar endurmenntunar í búfræðum eða góðrar grunnmenntunar í búfræðum?“

    Í sömu könnun var spurt hvort bændur teldu heppilegra fyrir íslenskan landbúnað í framtíðinni að grunnfræðsla í búfræðum væri í almennum framhaldsskólum eða sérstökum bændaskólum. Niðurstöður koma fram í töflu 9. Um . telja að grunnfræðsla í búfræðum eigi að vera áfram í bændaskólum, en tæpur þriðjungur í framhaldsskólum.

Tafla 9. Hvar á grunnfræðsla í búfræðum að vera?
Fjöldi Hlutfall
Í bændaskólum 636 64,6
Í framhaldsskólum 275 27,9
Skiptir ekki máli 32 3,3
Í báðum 31 3,2
Önnur svör 10 1,0
Samtals 984 100,0
     Taflan byggist á Gallup-könnun 1996. Miðað er við þá sem tóku afstöðu. Spurt var „Hvort er heppilegra fyrir íslenskan landbúnað í framtíðinni að grunnfræðsla í búfræðum sé í almennum framhaldsskólum eða sér stökum bændaskólum?“

    Spurt var hvert af upptöldum atriðum bændur teldu mikilvægast að kunna í framtíðinni og hvað næstmikilvægast. Niðurstöður koma fram á töflu 10. Tæplega . bænda telja mikilvægt að kunna búfjárrækt eða hafa góða almenna menntun. Hlutfallslega fleiri yngri bændur telja mikilvægt að hafa vald á markaðsmálum og rekstrarmálum. Eldri bændur leggja í meiri mæli en þeir yngri áherslu á mikilvægi góðrar almennrar menntunar.

Tafla 10. Hvað er mikilvægt fyrir bændur að kunna í framtíðinni?
Heild Aldursdreifing
Undir 40 40–49 50–59 60 og eldri
Búfjárrækt 63,6 68,0 57,8 60,5 63,9
Notkun vélbúnaðar og tölvutækni 35,8 35,0 35,4 40,1 33,6
Markaðsmál og rekstrarfræði 26,3 33,5 37,3 25,4 17,0
Hafa góða almenna menntun 62,7 53,8 60,1 66,1 68,5
     Taflan byggir á Gallup-könnun 1996. Miðað er við þá sem tóku afstöðu. Spurt var „Hvert af eftirfarandi atriðum telur þú mikilvægast fyrir bændur að kunna í framtíðinni og hvað er næst mikilvægast?“ Búið er að sameina liðina „mikilvægast“ og „næstmikilvægast“.

Lokaorð.
    Skýrsla þessi er tekin saman í samræmi við ályktun Alþingis frá 15. maí l997. Tilgangur hennar er jafnframt að gefa Alþingi kost á að fylgjast með þeirri vinnu sem fram fer á vegum landbúnaðarráðuneytisins varðandi framtíðarskipan búnaðarfræðslunnar og samþættingu rannsókna, leiðbeininga og fræðslu í landbúnaði. Stefnt er að því að frumvarp þar að lútandi verði lagt fyrir Alþingi á komandi hausti.


Fylgiskjal I.


Tillögur að stefnumótun um framtíðarverkefni


Bændaskólans á Hvanneyri.


Skýrsla nefndar á vegum landbúnaðarráðherra um
framtíðarverkefni skólans og þátt hans í búnaðarmenntun á komandi árum.

(Febrúar 1997.)





(39 síður.)




Fylgiskjal II.


Skýrsla starfshóps um samþættingu rannsókna,
leiðbeininga og fagmenntunar í landbúnaði.
(Desember l997.)


Inngangur.
    1.     Þann 10. júní l997 skipaði landbúnaðarráðherra starfshóp til þess að móta tillögur um samþættingu rannsókna, leiðbeininga og fræðslu í landbúnaði með það að markmiði að bæta afkomu í atvinnugreininni. Starfshópnum var falið að taka mið af niðurstöðum nefndarálits frá 21. febrúar l997 um framtíð Bændaskólans á Hvanneyri, tillögum búnaðarþings 1997 um þessi málefni og tillögum nefndar um rannsóknastarfsemi í þágu landbúnaðarins frá því í maí 1996 og gera tillögur að lagabreytingum þættu ástæður til. Starfshópinn skipa Hákon Sigur grímsson, deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, formaður, Haukur Ingibergsson, for stöðumaður Hagsýslu ríkisins, Jóhannes Torfason bóndi Torfalæk, Jón Sigurðsson, fram kvæmdastjóri Vinnumálasambandsins, og Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaður Mann eldisráðs.
    2.     Starfshópurinn kynnti sér starf flestra stofnana landbúnaðarins til að glöggva sig á starfsemi þeirra. Eftirtaldar stofnanir voru heimsóttar og rætt við forstöðumenn þeirra og starfsfólk: Bændaskólinn á Hólum, Bændaskólinn á Hvanneyri, Garðyrkjuskóli ríkisins á Reykjum, Rannsóknastofnun landbúnaðarins á Keldnaholti, Tilraunastöð Háskólans í meina fræði að Keldum, bútæknideild RALA á Hvanneyri, útibú RALA á Akureyri, Tilraunastöðin á Hesti í Borgarfirði, Tilraunastöðin á Möðruvöllum, Tilraunastöðin á Stóra-Ármóti, Rann sóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá og Landgræðsla ríkisins í Gunnarsholti. Þá var rætt við stjórn Bændasamtaka Íslands, landsráðunauta bændasamtakanna, stjórn Hagsmunafélags héraðsráðunauta, yfirdýralækni, framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins, for mann og framkvæmdastjóra Hagþjónustu landbúnaðarins, rektor Háskóla Íslands, kennslu stjóra Háskóla Íslands, forstöðumann Aðfangaeftirlits ríkisins, veiðimálastjóra, forstöðu mann Veiðimálastofnunar, skógræktarstjóra, kjötmatsformann og formann og framkvæmda stjóra Félags íslenskra náttúrufræðinga.
    3.     Starfshópurinn skilar hér með skýrslu. Í henni eru mótaðar tillögur sem byggjast á heildarsýn um þörf á endurskipulagningu á stofnunum landbúnaðarins og á hvern hátt endur skipulagt stofnanakerfi stuðlar að því að efla atvinnugreinina og bæta afkomu þeirra sem hana stunda.

Aðdragandi.
     4.     Miklar breytingar hafa orðið í landbúnaði á síðustu árum. Framleiðslustýring hefur komið í stað óheftrar framleiðsluaukningar, alþjóðamarkaður með landbúnaðarafurðir hefur höggvið skörð í verndarmúra innanlandsframleiðslu einstakra ríkja, samkeppni framleiðenda hefur aukist á kostnað einkasölufyrirkomulags, tæknibreytingar aukið framleiðni auk þess sem breytingar á samgöngum, búskaparháttum, umhverfismálum, fjármálamarkaði og neyt endavitund hafa haft breytingar í för með sér, að ógleymdum grundvallarbreytingum á félagskerfi bænda. Breytingar á markaðsstöðu, neysluvenjum, viðskiptaháttum, opinberum stuðningi og viðhorfum til landnýtingar hafa gert nýjar kröfur til starfshæfni bænda, sem og þeirra er vinna við fagstofnanir landbúnaðarins. Á þessum tíma hefur rekstrareiningum fækkað og þær stækkað, en efnahagsleg afkoma bænda stórversnað, auk þess sem nýliðun í bændastétt er mjög hæg og of lítil fjárfesting í framleiðsluaðstöðu í greininni er framleiðniletjandi. Nýjar og hertar kröfur um vöruhreinleika, sjálfbærni og rekjanleika (vottun) í fram leiðsluferlum eru að taka gildi eða eru á næsta leiti. Þetta kallar á gjörbreytta starfshætti og starfshæfni þeirra stofnana sem sinna stjórnsýslu og eftirliti í atvinnugreininni, svo og þeirra stofnana sem annast fagmenntun, rannsóknir og leiðbeiningar í landbúnaði, nýtingu land gæða í ám, vötnum og við strendur landsins.

Fyrra nefndarstarf.     
    5.     Á síðustu árum hafa nokkrar nefndir verið skipaðar til þess að yfirfara skipulag rannsókna í landbúnaði og gera tillögur um úrbætur. Einnig hefur skipulag leiðbeininga og búnaðarmenntunar verið til umræðu og tengsl þessara þátta við rannsóknarstarfsemina. Lög gjöf um þessa starfsemi er nokkuð komin til ára sinna og hefur ekki fylgt þeim miklu breyt ingum sem orðið hafa í landbúnaðinum og starfsumhverfi hans. Lög um rannsóknir í þágu atvinnuveganna eru frá árinu l965. Lög um búnaðarnám, búfræðslulögin, sem m.a. marka starfsemi Bændaskólanna á Hvanneyri og Hólum, eru frá árinu l978 og lögin um Garðyrkju skóla ríkisins voru sett árið l936.
     6.     Í maí l995 skilaði nefnd sem landbúnaðarráðherra skipaði til þess að gera tillögur um endurskipulagningu rannsókna í landbúnaði áfangaskýrslu. Í áliti nefndarinnar kemur fram að hún hafði eftirfarandi markmið að leiðarljósi:
     1.      Að gera rannsóknir í landbúnaði markvissari og auka tengsl milli rannsókna, fræðslu og leiðbeiningaþjónustu.
     2.      Að ná fram betri nýtingu fjármuna, mannafla, tækja, húsnæðis og aðstöðu til rannsókna.
     3.      Að auka tengsl og færa saman þann hóp vísindamanna sem stundar rannsóknir fyrir landbúnaðinn.
     4.      Að styrkja uppbyggingu miðstöðva sem hýsa saman ýmsa ráðgjöf og þjónustu fyrir dreifbýlið með því að efla þar rannsóknir eins og hagkvæmt þykir.
     5.      Að auka samvinnu rannsókna í landbúnaði við aðrar rannsóknir í landinu.
     6.      Að auka áhrif atvinnuvegarins við forgangsröðun rannsókna í landbúnaði.
     Í skýrslu nefndarinnar komu fram tillögur um eftirfarandi meginleiðir:
     1.      Samruni stofnana. Fækka stjórnunareiningum með því að færa rannsóknirnar undir færri stjórnir og fagráð.
     2.      Samtenging rannsókna og leiðbeininga. Tengja betur saman rannsóknir og leiðbeiningar með því að hvetja Bændasamtök Íslands og búnaðarsamböndin til þess að ráðu nautar hafi aðsetur sem næst rannsóknum.
     3.      Samvinna rannsókna og fræðslu. Efla samvinnu búnaðarskólanna og þeirra stofnana sem stunda rannsóknir í landbúnaði með sameiginlegum fagráðum og tilflutningi rann sókna til skólanna.
     4.      Samrekstur þjónustu við dreifbýlið. Hvetja og stuðla að samrekstri á skrifstofum og annarri aðstöðu með annarri rannsóknastarfsemi, leiðbeiningum og atvinnuráðgjöf, í hæfilega mörgum landsmiðstöðvum.
    8.     Í september l996 skipaði landbúnaðarráðherra nefnd til að fjalla um málefni Bændaskólans á Hvanneyri. Nefndin skilaði áliti 21. febrúar l997. Megináherslur í tillögum nefnd arinnar, sem m.a. byggðu á viðamikilli viðhorfskönnun meðal bænda, voru efling endur menntunarstarfs fyrir bændur, bætt tengsl búnaðarnáms á framhaldsskólastigi og búvísinda náms á háskólastigi við annað nám á viðkomandi skólastigum og bætt tengsl búvísinda námsins við rannsóknir í þágu landbúnaðarins, auk þess sem nefndin lagði áherslu á að rann sóknir í landbúnaði væru skipulagðar á heildstæðan hátt. Þá lét nefndin þá skoðun í ljós að tengja bæri leiðbeiningar fyrir bændur rannsóknum og kennslu í landbúnaði. Tillögur nefnd arinnar um rannsóknir mörkuðust af þeirri skoðun að tengja þyrfti búvísindamenntunina enn betur við þær rannsóknir sem fram færu í þágu atvinnugreinarinnar og stórauka samvinnu á þessu sviði. Því gerði nefndin þá tillögu að rannsóknir Bændaskólans á Hvanneyri, Rann sóknastofnunar landbúnaðarins og Hagþjónustu landbúnaðarins yrðu samþættar og skipu lagðar sem ein heild, auk þess sem tengsl við rannsóknir annarra stofnana landbúnaðarins verði aukin. Loks lagði nefndin til að hafinn verði undirbúningur að formlegri stofnun land búnaðarháskóla á Hvanneyri.
    9.     Til þess að tryggja framkvæmd þessara tillagna lagði nefndin til að sett yrði samræmd yfirstjórn yfir Bændaskólann á Hvanneyri, Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Hagþjón ustu landbúnaðarins. Hlutverk þeirrar stjórnar yrði að hafa yfirumsjón með rekstri stofnan anna og auka samvinnu og samþætta verkefni þeirra. Nefndin benti á að mikilsverð rök hnigju í þá átt að sameina yfirstjórn þessara þriggja stofnana: Í fyrsta lagi sé slík aðgerð ein föld í framkvæmd þar sem stofnanirnar falla allar undir sama ráðherra. Í öðru lagi séu stofn anirnar þrjár sem ein stjórnunarheild líklegri til að gagnast landbúnaðinum betur en ella, þar sem slíkt leyfi aukna sérhæfingu, auki möguleika á að leysa stór verkefni á skemmri tíma og að dreifa niðurstöðum rannsókna á skjótari hátt til bænda. Í þriðja lagi eigi háskólamenntun í landbúnaði mun greiðari aðgang að mannauði stofnananna þriggja undir einni yfirstjórn. Í fjórða lagi sé stjórnunarheild af þessu tagi til þess fallin að nýta betur fjárfestingar ríkisins í starfsfólki, fasteignum, tækjum og búnaði sem hafi í för með sér fjárhagslega hagkvæmari rekstur.
    10.     Á búnaðarþingi sem haldið var í mars 1997 var fjallað um tillögur Hvanneyrarnefndarinnar og samþykkti þingið eftirfarandi ályktun:
    „Búnaðarþing 1997 fagnar þeirri vinnu sem fram hefur farið um framtíðarverkefni Bændaskólans á Hvanneyri. Þar er tekið á eftirfarandi: Endurmenntun, starfsmenntun, há skólamenntun og rannsóknum.
    Það er álit þingsins að stilla þurfi saman strengi rannsókna, leiðbeininga og fræðslu í íslenskum landbúnaði. Takmarkið er að bæta ofangreinda starfsemi án aukins tilkostnaðar.
    Búnaðarþing telur endurmenntun mjög mikilvæga og leggur þar áherslu á samvinnu við búnaðarsamböndin. Tekið er sérstaklega undir að búfræðinámið verði betur tengt við annað nám á sama skólastigi og er þar aðallega átt við fjölbrautaskólana. Einnig er eðlilegt að auka tengsl og samhæfni búvísindadeildarinnar við aðrar háskólastofnanir.
    Þingið er sammála því að landbúnaðarrannsóknir á Íslandi verði samþættar og skipu lagðar sem ein heild og ætlar fagráðum búgreina stórt hlutverk í forgangsröðun verkefna.
Í tillögum stjórnskipaðrar nefndar um málefni Bændaskólans á Hvanneyri er lagt til að landbúnaðarráðherra skipi nefnd til að undirbúa framkvæmd breytinganna. Búnaðarþing telur að fulltrúar bænda eigi að taka mjög ákveðið þátt í því starfi.”

Samstaða um meginmarkmið:
    Af framangreindu er ljóst að í samþykktum búnaðarþings l997 og ályktunum þeirra nefnda sem á síðustu 2–3 árum hafa fjallað um skipulag rannsókna, leiðbeininga og fag menntunar í landbúnaði hefur ríkt víðtæk samstaða um þau meginmarkmið að:
     *      samþætta þurfi fagmenntun, rannsóknir og leiðbeiningar í landbúnaði,
     *      efla skuli landbúnaðarmenntun á háskólastigi,
     *      auka þurfi endurmenntun bænda og fagfólks sem vinnur við landbúnað.
    Starfshópurinn tekur undir þessi markmið og hefur sterka hliðsjón af þeim við mótun á tillögum sínum.

Staða og horfur.
    11.     Af framanrituðu er ljóst að í samþykktum Búnaðarþings og starfi þeirra nefnda sem á síðustu árum hafa fjallað um skipulag rannsókna, leiðbeininga og fræðslu í landbúnaði hefur ríkt víðtæk samstaða um það meginmarkmið að auka þurfi samþættingu og samræm ingu í rannsóknum, leiðbeiningum og fagmenntun í landbúnaði. Starfshópurinn tekur undir þessi sjónarmið, enda er það í fullu samræmi við þá sameiningu og samþættingu sem á sér stað á flestum öðrum sviðum landbúnaðarins og raunar þjóðfélagsins alls. Stofnanir land búnaðarins eru margar og smáar, enda stofnaðar á löngu tímabili við allt aðrar aðstæður en nú ríkja. Það er skoðun starfshópsins að efla megi landbúnaðinn, auka samkeppnishæfni hans og bæta afkomu þeirra sem starfa í atvinnugreininni með því að endurskipuleggja stofnana kerfið. Meginrökin fyrir þessari skoðun byggjast m.a. á eftirgreindri sýn á umhverfi og við fangsefni landbúnaðarins og líklegri framtíðarþróun atvinnugreinarinnar.
     *      Vel skipulagt stofnanakerfi, m.a á sviði menntunar, rannsókna, stjórnsýslu og eftirlits, styrkir að mati OECD samkeppnisstöðu atvinnugreinar á innlendum og erlendum mörkuðum. Skipulag hins opinbera er því einn þeirra þátta sem áhrif hafa á hagvöxt, þróun og afkomu þjóðfélagsins, þar á meðal í landbúnaði.
     *      Atvinnugrein sem er að aðlagast breyttum viðhorfum og aðstæðum hvað stærð og afkomu varðar þarf að leita nýrra leiða til að nýta sér þá möguleika sem í breytingunum felast. Erlendar kannanir benda til að rannsóknir, menntun og gagnrýnin skoðun ríkjandi aðstæðna, ásamt einbeittri stefnumótun og framkvæmd breytinga, séu mikilvægustu áhersluatriðin í þessu efni.
     *      Félagskerfi bænda er í endurmótun. Óhjákvæmilegt er að taka framkvæmd ýmissa þeirra verkefna sem stofnanir landbúnaðarins hafa unnið fyrir stjórnvöld til endurskoðunar vegna skýrari lagaákvæða um stjórnsýslu. Stjórnsýslulög, upplýsingalög og þær kröfur og sá réttur sem þar er markaður m.a. til jafnræðis, málskotsréttar, fyrirkomulags stjórn sýslu og aðgangs að upplýsingum gera endurskoðun á stjórnsýslu- og eftirlitskerfi land búnaðarins óhjákvæmilega.
     *      Miklar breytingar á viðskiptaumhverfi landbúnaðarins, framleiðslustýringu, breytingar á fjármagnsmarkaði, útflutningi og innflutningi búvöru kalla á nýjar áherslur í atvinnu greininni auk þess sem sífellt auknar kröfur til að tryggja gæði og heilbrigði búvara kalla á ný vinnubrögð á því sviði hjá framleiðendum, úrvinnsluiðnaðinum, stjórn sýslunni og eftirlitsaðilum.
     *      Matvælaframleiðsla er sífellt að verða flóknari og tæknivæddari. Sífellt skiptir minna máli hvað framleiðsluna áhrærir hvort hráefnið er unnið úr landbúnaðarafurðum, sjávar afurðum eða öðrum afurðalindum. Þetta kann m.a. að útheimta breytt eftirlit og breytta stjórnsýslu í landbúnaði.
     *      Vægi umhverfismála eykst stöðugt. Bændur og landbúnaðurinn sem heild eru einir mikilvægustu vörsluaðilar landgæða. Þetta gerir nýjar kröfur til landbúnaðarins um nýtingu auðlindarinnar og færir honum meiri ábyrgð á vörslu hennar og þróun. Þetta út heimtir breytta áherslu í rannsóknum, framleiðslu, menntun og eftirliti.
     *      Á síðustu áratugum hefur menntakerfið tekið miklum breytingum. Þetta gerir nýjar kröfur til menntakerfis landbúnaðarins á framhaldsskóla- og háskólastigi auk þess sem endurmenntun og leiðbeiningar verða sífellt mikilvægari þáttur fræðslukerfisins.
     *      Ný tækni hefur breytt miklu í landbúnaði og sú þróun mun halda áfram. Þar breytir mestu upplýsinga- og tölvutækni sem skapar nýja möguleika og kröfur í öllum greinum landbúnaðar, þar á meðal í vinnuvélum, verklagi, rannsóknum, leiðbeiningum, fræðslu, stjórnsýslu og eftirliti.
     *      Aukin alþjóðavæðing á öllum sviðum einkum þó í viðskiptum, tækni og rannsóknum hefur óhjákvæmilega áhrif í landbúnaðinum og gerir þá kröfu að hann vinni í auknum mæli með erlendum samstarfsaðilum.
     *      Alþjóðleg samkeppni er um vinnuafl einkum þó í viðskiptum, vísindum og ýmsum sérfræðistörfum. Ef landbúnaðurinn ætlar að laða til sín starfsmenn í fremstu röð verður hann að bjóða samkeppnishæft vinnuumhverfi.

Samanburður við aðra atvinnuvegi.
    
12.     Landbúnaðurinn og sjávarútvegurinn hafa um langan aldur þróast samhliða sem aðalatvinnuvegir þjóðarinnar. Núverandi skipan á stofnanakerfi þessara atvinnugreina hefur þróast á mismunandi hátt. Innan sjávarútvegsins eru þrjár sterkar stofnanir sem sinna rann sóknum, auðlindavörslu og eftirliti, en á landbúnaðarsviðinu er um margar litlar stofnanir að ræða. Afleiðingarnar eru tvenns konar innan landbúnaðarins. Annars vegar er skortur á samhæfingu, deilur á milli stofnana, skörun verkefna og skipulagslítil samskipti við atvinnu veginn og hins vegar vanmáttur til að takast á við stór og vandasöm viðfangsefni í síbreyti legu starfsumhverfi sem landbúnaðurinn býr nú við og sem flýtt geta þróun og eflt atvinnu greinina. Stofnanir iðnaðarins eru skipulagðar á svipaðan hátt og í sjávarútvegi, þrjár stórar stofnanir starfa á þessu sviði. Í sjávarútvegi og iðnaði fellur þó skólastarf vegna atvinnu greinanna utan þessara stofnana og heyrir undir menntamálaráðherra. Verkaskipting stofnana þessara tveggja atvinnugreina er svipuð og kemur fram hér á eftir:

„Þróunarstofnanir     „Varsla     „Stjórnsýsla
atvinnugreinarinnar“     auðlindanna“     og eftirlit“


Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins     Hafrannsóknastofnun     Fiskistofa
Iðntæknistofnun Íslands     Orkustofnun
Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins

    
13.     Stofnanaskipan landbúnaðarins samkvæmt þessari skiptingu er sem hér segir:

„Þróunarstofnanir    „Varsla     „Stjórnsýsla
atvinnugreinarinnar“     auðlindanna“     og eftirlit“


Rannsóknastofnun landbúnaðarins     Skógrækt ríkisins    Yfirdýralæknir
Bændaskólinn á Hvanneyri     Landgræðsla ríkisins     Veiðimálastjóri
Bændaskólinn á Hólum     Héraðsbundnar aðgerðir     Aðfangaeftirlit
Garðyrkjuskólinn á Reykjum         Yfirkjötmat
Tilraunastöðin á Keldum          Forðagæsla
Veiðimálastofnun         Aðrir aðilar
Hagþjónusta landbúnaðarins
Rannsóknastöðin á Mógilsá
Rannsóknir Landgræðslu ríkisins

    Þessar stofnanir heyra allar undir landbúnaðarráðherra nema Rannsóknastofnunin á Keldum sem heyrir undir menntamálaráðherra og er hluti af Háskóla Íslands. Einnig hafa „stofnanir“ sem ekki eru í eigu ríkisins hlutverk á þessu sviði svo sem landsráðunautar, héraðsráðunautar, Framleiðsluráð landbúnaðarins, dýralæknar og ýmis samtök og félög bænda.

Tillögur.
    14.     Starfshópurinn telur ekki mögulegt að móta tillögur um samþættingu stofnana á einu sviði landbúnaðarins án þess að hafa heildarmynd af stofnanaskipulagi landbúnaðarins í huga.
    Starfshópurinn leggur til að stofnanakerfi landbúnaðarins verði skipulagt í þremur stofnunum á svipaðan hátt og í sjávarútvegi og iðnaði hvað hlutverk varðar; „Búnaðarhá skólinn“ verði þróunarstofnun atvinnugreinarinnar, „Landrækt Íslands“ annist vörslu auðlindanna og „Búnaðarstofa“ sinni stjórnsýslu og eftirliti. Líta ber á framangreind nöfn stofnana sem vinnuheiti.

„Þróunarstofnanir     „Varsla     „Stjórnsýsla
atvinnugreinarinnar“     auðlindanna“     og eftirlit“

„Búnaðarháskólinn“     „Landrækt Íslands“     „Búnaðarstofa“

    15.     Verkefni núverandi stofnana landbúnaðarins verði í meginatriðum vistuð í hinum nýju stofnunum sem hér segir:

„Búnaðarháskólinn.“
    Hann sinni meginhluta núverandi verkefna Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Bænda skólans á Hvanneyri, Bændaskólans á Hólum, Garðyrkjuskólans á Reykjum, landsráðunauta Bændasamtaka Íslands, Veiðimálastofnunar, Hagþjónustu landbúnaðarins, Rannsókna stöðvarinnar á Mógilsá, rannsókna Landgræðslu ríkisins og þess hluta Tilraunastöðvarinnar á Keldum sem heyrir undir yfirdýralækni. Stofnunin verði ríkisstofnun eða sjálfseignar stofnun.

„Landrækt Íslands.“
    Hún sinni meginhluta núverandi verkefna Landgræðslu ríkisins, Skógræktar ríkisins auk héraðabundinna landgræðslu- og skógræktarverkefna. Stofnunin verði ríkisstofnun.

„Búnaðarstofa.“
    Hún sinni meginhluta núverandi verkefna embættis yfirdýralæknis, veiðimálastjóra, yfir kjötmats, Aðfangaeftirlits, auk stjórnsýsluverkefna frá Framleiðsluráði landbúnaðarins, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Bændasamtökum Íslands og e.t.v. fleiri aðilum. Stofn unin verði ríkisstofnun.

    16.     Hugmyndir um fjórar til fimm héraðamiðstöðvar sem verði aðalstöðvar leiðbeiningaþjónustu fyrir bændur falla vel að tillögum starfshópsins. Þessar miðstöðvar yrðu undir stjórn búnaðarsambanda á aðliggjandi svæðum og e.t.v. einnig með stjórnaraðild Bændasam taka Íslands. Þeir landsráðunautar sem ekki flyttust undir „Búnaðarháskólann“ kæmu eftir atvikum til starfa í þessum miðstöðvum. Þær hefðu þannig faglegan styrk til að rækja krefjandi og gagnkvæm samskipti við „Búnaðarháskólann“.
    Það er skoðun starfshópsins að með framangreindum breytingum á stofnanakerfi landbúnaðarins verði til stofnanir sem færar eru um að leiða atvinnuveginn inn í nýja öld, efla samkeppnishæfni hans og bæta afkomu bænda, auk þess sem slík nýskipan stofnana kerfisins hefur mikla byggðalega þýðingu.

„Búnaðarháskólinn.“
    17.     Búnaðarháskóli eins og nefndin leggur til að myndaður verði með samruna þeirra stofnana sem nú sinna menntun, rannsóknum og leiðbeiningum á sviði landbúnaðar og nýt ingar náttúruauðlinda, hefði burði til að vera faglega og fjárhagslega sterk og heildstæð stofnun. Miðað við fjárlagafrumvarp l998 má ætla að rekstrarkostnaður stofnunarinnar yrði rúmar 800 m.kr. Gert er ráð fyrir deildaskiptingu og verkefnastýringu eftir því sem hentar hverju verksviði. Starfshópurinn gerir ráð fyrir að Búnaðarháskólinn annist alla fræðslu, rannsóknir og leiðbeiningar í landbúnaði og um nýtingu landgæða. Hlutverk stofnunarinnar er að þjóna landbúnaðinum þannig að afkoma þeirra sem atvinnugreinina stunda batni jafn framt því að fjölga sóknarfærum í nýtingu landgæða og náttúruauðlinda og auka almennan hagvöxt. Þrennt markar skólanum mikla sérstöðu. Í fyrsta lagi mun skólinn starfrækja starfs menntadeild á framhaldsskólastigi og endurmenntunardeild. Hliðstætt fyrirkomulag má finna í Bændaskólanum á Hvanneyri samkvæmt núverandi skipulagi skólans, í Tækniskólanum og Samvinnuháskólanum á Bifröst. Einnig er slíkt fyrirkomulag þekkt í háskólum erlendis. Í öðru lagi er rannsóknahlutverk skólans mjög umfangsmikið og víðfeðmt og í þriðja lagi er skólanum ætlað það meginhlutverk að sinna þörfum heillar atvinnugreinar, fyrir fagþekkingu og þróun.
    18.     Skólinn starfi á þeim stöðum sem núverandi stofnanir eru nú á og því mun þessi samruni ekki krefjast búferlaflutninga starfsmanna stofnananna en gefa þeim á hinn bóginn möguleika á tilflutningi í störfum á milli starfsstöðva. Nýlegur samstarfssamningur RALA og Hvanneyrar gerir ráð fyrir gagnkvæmum vinnurétti/skyldu á þessum stofnunum. Í tímans rás gætu áherslur í vali starfsstöðva þó breyst, enda þarf stofnunin að breytast í takt við sam félagsþróun og kröfur atvinnuvegarins. Miklu skiptir að stofnunin verði í nánu og gagnvirku samstarfi við bændur. Virðist heppilegt að starfsstöðvar stofnunarinnar verði í nánum tengsl um við leiðbeiningamiðstöðvar í landbúnaði enda gefur það henni gott tækifæri til að hafa náin tengsl við bændur. Starfshópurinn gerir ráð fyrir að höfuðstöðvar hinnar nýju stofnunar verði á Hvanneyri.
    19.     Mikilvægt er að „Búnaðarháskólinn“ hafi öflugt og virkt stjórnkerfi sem geti forgangsraðað verkefnum í samræmi við þarfir atvinnugreinarinnar, nýsköpun og þróun. Vegna þess þarf að tryggja aðild stjórnvalda og landbúnaðarins að stjórnkerfi stofnunarinnar. Einnig þarf aðkoma fagráða búgreinanna og/eða fagsviða að vinnu við stefnumörkun að vera tryggð. Á sama hátt þarf skipulag stofnunarinnar og verklag að vera á þann veg að ábyrgð sé skýrt mörkuð, boðleiðir stuttar og frumkvæði starfsmanna og starfsdeilda fái að njóta sín.
    20.     Starfshópurinn telur að „Búnaðarháskólinn“ hafi meiri burði til þess að rækja hlutverk sitt á sviði rannsókna og keppa um innlent og erlent rannsóknafé og hæfustu starfskrafta en þær stofnanir sem nú starfa fyrir landbúnaðinn á þessu sviði. Auknir möguleikar skapast til að sinna stærri rannsóknarverkefnum, bregðast á virkari hátt við rannsóknakröfum atvinnugreinarinnar og eiga virkt samstarf við aðrar innlendar og erlendar vísinda- og há skólastofnanir.
    21.     Með breyttum inntökuskilyrðum sem væru samræmd inntökuskilyrðum annarra háskóla í landinu og auknu samstarfi við aðrar háskólastofnanir, innlendar og erlendar, ætti bú vísindanemum að geta fjölgað umtalsvert frá því sem nú er. Sú samræming námseininga sem frumvarp til laga um háskóla kveður á um eykur möguleika á þessu sviði. Hin nýja stofnun getur í slíku samstarfi lagt á borð með sér aðstöðu til rannsókna og kennslu ásamt sérfræði þekkingu sem aðrar háskólastofnanir hafa þörf fyrir og yrði því eftirsóknarverður samstarfs aðili fyrir aðrar háskóla- og vísindastofnanir.
    22.     Starfshópnum er ljóst að með því að Hagþjónusta landbúnaðarins verði hluti af „Búnaðarháskólanum“ kunni hluti af núverandi verkefnum hennar að flytjast til Þjóðhagsstofnunar og Hagstofu Íslands, enda annast þær almenna skráningu upplýsinga um aðrar atvinnugreinar. Hins vegar telur starfshópurinn að mun þyngra vegi þörf landbúnaðarins fyrir framsækna kennslu, leiðbeiningar og rannsóknir á sviði rekstrar og hagfræða sem geti aðstoðað bændur og afurðasölufyrirtækin við að fóta sig í því gjörbreytta rekstrarumhverfi sem m.a. mun fylgja í kjölfar frjálsrar verðlagningar á búvörum, aukins innflutnings búvara og auknum möguleikum til útflutnings íslenskra búvara.

„Landrækt Íslands.“
    
23.     Starfshópurinn leggur til að „Landrækt Íslands“ hafi það hlutverk að annast vörslu og þróun þeirrar auðlindar sem gróðurþekjan og landið er, þannig að þessi auðlind nýtist landbúnaðinum og landsmönnum öllum eins vel og kostur er í bráð og lengd. Landgræðsla, skógrækt og önnur gróðurþróunar- og gróðurnýtingarverkefni séu viðfangsefni þessarar stofnunar sem taki við þeim meginverkefnum sem Skógrækt ríkisins og Landgræðsla ríkisins hafa sinnt, auk nýrra viðfangsefna og ýmissa héraðs- og staðbundinna verkefna á þessu sviði.
    24.     Starfshópurinn lítur svo á að sú stefna að landbúnaðurinn hafi eina stofnun til að sinna „vörslu auðlindarinnar“ sé líkleg til þess að skila góðum árangri. Miðað við frumvarp til fjárlaga 1998 yrði hér um allstóra stofnun að ræða sem veltir rúmlega 500 m.kr. og hefði getu og burði til þess að sinna hlutverki sínu á öflugan hátt. Þessi stofnun yrði einnig verð ugur þátttakandi í fjölþjóðlegum gróðurverndarverkefnum og gæti stuðlað að aukinni þátt töku Íslands á því sviði. Starfshópurinn leggst gegn hugmyndum um að landgræðsla og skóg rækt falli undir umhverfisráðuneyti í stað landbúnaðarráðuneytis þar sem bændur og land búnaðurinn í heild sinni eru einn mikilvægasti gæsluaðili lands og gróðurs. Þetta gerir nýjar kröfur til landbúnaðarins um nýtingu auðlindarinnar sem færir honum meiri ábyrgð á vörslu hennar og þróun. Starfshópurinn telur farsælt að nýting og ábyrgð á auðlindinni fari saman eins og er t.d. í sjávarútvegi.
    25.     Starfshópurinn telur að þau verkefni sem unnin eru í rannsóknum að Mógilsá og í rannsóknaaðstöðu Landgræðslu ríkisins sé betur fyrir komið í „Búnaðarháskólanum“ en í „Landrækt Íslands“. Þar fari rannsóknir fram og verði stofnunin kaupandi þessara rannsókna og rannsókna sem aðrir aðilar vinna, eftir því sem rannsóknamarkaðurinn bíður upp á, frekar en að reka eigin rannsóknaaðstöðu. Starfshópurinn tekur ekki afstöðu til þess hvar höfuð stöðvar þessarar stofnunar verði. Mestu skiptir að hún starfi á árangursríkan og samhæfðan hátt um land allt að verkefnum sínum þannig að þeir fjármunir sem varið er til þessa verk efnis nýtist eins vel og kostur er.

„Búnaðarstofa.“
    26.     Einkenni á stjórnsýslu- og eftirlitskerfi landbúnaðarins er hve það er dreift og á höndum margra aðila sem ekki eru allir hluti af ríkisvaldinu. Eftirlitsstofnanir eru litlar, jafn vel aðeins með einn starfsmann, sem gerir það að verkum að þær eru vanmáttugar og ein angraðar og hafa harla litla möguleika til þróunar í starfi. Starfshópurinn telur að mikilvægt sé að endurskipuleggja stjórnsýslu og eftirlit í landbúnaði og taka til endurskoðunar fram kvæmd verkefna sem stofnanir landbúnaðarins hafa unnið fyrir stjórnvöld, vegna breyttra viðhorfa og lagaákvæða um stjórnsýslu. Stjórnsýslulög, upplýsingalög og þær kröfur og sá réttur sem þar er markaður, m.a. til jafnræðis, málskotsréttar, fyrirkomulags stjórnsýslu og aðgangs að upplýsingum, gera endurskoðun á stjórnsýslu- og eftirlitskerfi landbúnaðarins óhjákvæmilega.
    27.     Ráðherraráð OECD beindi á ársfundi sínum 1997 þeim tilmælum til aðildarríkjanna að þau endurskoðuðu eftirlitskerfi sín með einföldun og skilvirkni í huga. Var sú samþykkt gerð í kjölfar viðamikillar rannóknar á áhrifum eftirlitskerfa á atvinnulíf og hagvöxt. Megin niðurstaða úttektarinnar var sú að þau ríki sem hafa einfalt og skilvirkt eftirlitskerfi hefðu samkeppnisforskot á þau ríki sem byggju við flóknara og margþættara fyrirkomulag. Voru dæmi um það frá ýmsum aðildarríkjanna að endurskipulagning og einföldun eftirlitskerfa hefði verið uppspretta hagvaxtar og athafnavilja.
    28.     Starfshópurinn telur að taka þurfi skipulag eftirlits og stjórnsýslu í landbúnaði til nákvæmrar endurskoðunar með það að markmiði að sameina það í einni stofnun, „Bún aðarstofu“. Í slíkri skoðun þarf jafnframt að meta hvort þörf er á því eftirliti sem nú fer fram, hvort hafa þurfi eftirlit með einhverju sem nú er ekki litið eftir og hvort mögulegt er að haga með öðrum hætti því eftirliti sem nú er viðhaft og samþætta það öðrum eftirlitskerfum þjóðfélagsins. Slík endurskoðun á stjórnsýslu- og eftirlitskerfi landbúnaðarins hefur aldrei farið fram og því er fyrsta skref í stofnun „Búnaðarstofu“ fólgið í að gera nákvæma úttekt á núverandi fyrirkomulagi.

Framkvæmd.
    
29.     Starfshópurinn leggur ekki fram neinar tillögur um stjórnskipulag eða tilhögun í hinum nýju stofnunum. Það er verkefni síðari tíma, hljóti meginhugmyndin um þrjár stofnanir í landbúnaði brautargengi. Þó verður að ganga út frá því sem meginreglu að eignir og réttindi núverandi stofnana gangi til hinna nýju stofnana. Á sama hátt er mikilvægt að sinna hags munum starfsmanna vel á slíkum breytingatímum sem endranær. Þar telur starfshópurinn rétt að gengið verði út frá þeirri meginreglu að starfsmönnum núverandi stofnana verði boðið starf á hinum nýju stofnunum þótt ekki verði hjá því komist að breyting geti orðið á viðfangs efnum manna og stöðu starfs þeirra í nýju skipulagi.
    30.     Afdráttarlaus pólitísk stefnumörkun og tryggur pólitískur stuðningur meðan á breytingum stendur er forsenda þess að svo veigamiklum breytingum verði hrundið í framkvæmd. Fallist landbúnaðarráðherra á þessa tillögur um þrjár meginstofnanir í landbúnaðinum fer í hönd mikið verk við að koma tillögunum í framkvæmd. Fram þarf að fara ýtarleg greining á verkefnum núverandi stofnana, og hvernig þeim er sinnt, kanna ýmsa framkvæmdaþætti, útfæra þá, fella saman og marka nýjum stofnunum lagagrundvöll, skipulag og aðstæður. Til að þessi breyting takist virðist heppilegt að skilgreina hana sem sérstakt verkefni sem unnið yrði fyrir landbúnaðarráðherra og stýrt af sérstakri verkefnisstjórn. Verkefnisstjórnin þarf að hafa fjármuni til að láta vinna ýmsa sérfræðivinnu en auk þess er mikilvægt að fá eins mikla aðstoð þeirra sem vinna í núverandi stofnunum og unnt er við framkvæmd breytingar innar sem ætla má að geti tekið 3–5 ár áður en henni er að fullu lokið.
    31.     Ef landbúnaðarráðherra fellst á framangreindar tillögur leggur starfshópurinn til að verkefnisstjórn verði skipuð sem fyrst til að annast framkvæmd þeirra. Hafist verði handa á tveimur sviðum samtímis; annars vegar verði hafinn undirbúningur að stofnun „Búnaðar háskólans“ og verði stefnt að lagasetningu um stofnunina á yfirstandandi þingi. Hins vegar verði hafin úttekt á fyrirkomulagi stjórnsýslu og eftirlits í landbúnaði og frumvarp um „Bún aðarstofu“ lagt fyrir Alþingi haustið 1998. Báðar þessar stofnanir taki til starfa fyrir alda mót.

Reykjavík, 1. desember l997



Hákon Sigurgrímsson


Haukur Ingibergsson


Jóhannes Torfason


Jón Sigurðsson


Laufey Steingrímsdóttir



Fylgiskjal III.


Samþætting rannsókna, leiðbeininga og     fræðslu í landbúnaði.


(Búnaðarþing 1998, mál nr. 07, þingskjal nr. 07-3.)



    Búnaðarþingi 1998 hefur borist til umsagnar skýrsla starfshóps um samþættingu rann sókna, leiðbeininga og fagmenntunar í landbúnaði. Þingið vísar til ályktunar búnaðarþings 1997 og ítrekar nauðsyn þess að auka tengsl á milli rannsókna, fræðslu og leiðbeininga, efla búfræðimenntum og endurmenntun bænda og gera Hvanneyri að traustari miðstöð þróunar í íslenskum landbúnaði.
    Þingið telur mikilvægt að styrkja háskólanám í landbúnaði á Hvanneyri með nánu sam starfi við aðrar háskólastofnanir. Háskólanámið verði enn fremur tengt með samstarfssamn ingum við aðrar fagstofnanir í landbúnaði.
    Sem fyrsta skref telur þingið að setja eigi á stofn rannsókna- og fræðsluráð sem heyri undir landbúnaðarráðuneytið. Ráðið samanstandi af fulltrúum allra þeirra stofnana sem stunda rannsóknir, fræðslu- og leiðbeiningar í landbúnaði, auk þess sem bændur eigi þar trygga aðild.
    Þingið telur mikilvægt að leiðbeiningastarf verði á ábyrgð Bændasamtaka Íslands og stefnt verði að fjórum til sex leiðbeiningamiðstöðvum í héruðum.
    Þingið telur áríðandi að fræðslu- og þróunarstofnanir landbúnaðarins verði áfram vistaðar undir landbúnaðarráðuneytinu.