Ferill 691. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1376 – 691. mál.



Svar



umhverfisráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur um mælingar á mengun frá stóriðju og sorpbrennslu.

     1.      Eru viðhafðar mælingar á útstreymi á díoxínum og furönum frá stóriðju og sorpbrennslu hér á landi?
    Engar mælingar hafa hingað til verið framkvæmdar á losun díoxína/furana frá stóriðjufyr irtækjum eða sorpbrennslum hér á landi. Slík krafa mun hins vegar koma fram fljótlega í tengslum við endurskoðun starfsleyfa fyrir fyrirtæki sem leyfi hafa til brennslu spilliefna. Þessi krafa verður í fyrstu aðeins takmörkuð við brennslu spilliefna og kemur fram vegna þess að Evrópusambandið hefur sett mörk á leyfilega losun díoxína/furana frá slíkri starf semi. Drög að nýrri tilskipun um brennslu almenns úrgangs liggja einnig fyrir, þar sem svip aðar kröfur koma fram. Á þessu stigi er þó ekkert hægt að segja fyrir um það hvenær tilskip unin verður samþykkt, í hvaða formi hún verður og hvenær hún verður hluti af EES-samn ingnum.

     2.      Hvernig hefur mælingum verið háttað í íslenskum stóriðju- og sorpbrennslufyrirtækjum frá upphafi, sundurliðað eftir fyrirtækjum?
    Sjá svar við 1. lið.

     3.      Hverjum ber að framkvæma slíkar mælingar?
    Engin krafa hefur verið gerð um slíkar mælingar til þessa. Því má segja að hingað til hafi engum borið að sjá um þær. Þegar að því kemur að slíkar mælingar verði gerðar mun við komandi starfsemi bera ábyrgð á framkvæmd þeirra. Hollustuvernd ríkisins mun þurfa að samþykkja aðferðirnar, framkvæmdaraðila og e.t.v. gera samanburðarmælingar.

     4.      Ef mælingar á útstreymi eru viðhafðar, hversu oft fara slíkar mælingar fram:
       a.      í mánuði,
       b.      á ári?
    Svar óskast sundurliðað eftir fyrirtækjum.

    Sjá svar við 1. lið.

     5.      Hver er kostnaður við eina mælingu?
    Samkvæmt upplýsingum frá Hollustuvernd ríkisins eru slíkar mælingar kostnaðarsamar. Reikna má með að greiningarkostnaður eins sýnis sé um 100.000 kr. Við þetta bætist sýna tökukostnaður og getur hann verið töluverður.
    Sérfræðiþekking á þessu sviði er ekki til í landinu nú. Meðan svo er þarf að fá sérhæft starfslið erlendis frá til að framkvæma sýnatökuna. Það eykur væntanlega kostnaðinn um talsvert.

     6.      Eru niðurstöður mælinga innan leyfilegra marka m.a. miðað við alþjóðlega staðla? — Svar óskast sundurliðað eftir fyrirtækjum.
    Sjá svar við 1. lið.

     7.      Benda niðurstöður mælinganna til aukningar á mengun frá stóriðju og sorpbrennslu? — Svar óskast sundurliðað eftir fyrirtækjum.
    Sjá svar við 1. lið.

     8.      Er hægt að setja skilyrði um slíkar mælingar inn í starfsleyfi nýrra stóriðja eða sorpbrennslufyrirtækja? Ef svo er, hefur það verið gert? Ef það hefur ekki verið gert, mun það verða gert í framtíðinni?
    Þótt það hafi ekki verið gert er ekkert því til fyrirstöðu að setja slíka kröfu í starfsleyfi stóriðju- eða sorpbrennslufyrirtækja þar sem vitað er um tilurð þessara efna. Benda má á að aðeins á allra síðustu árum hafa komið fram stöðugt ákveðnari vísbendingar um skaðsemi þessara efna í lífríkinu og á heilsu fólks. Með vísan til 1. liðar hér að framan liggur þegar fyrir að hægt er að gera þessa kröfu til fyrirtækja sem brenna spilliefnum.
    Ef krafa um díoxín-/furanmælingu kemur fram í starfsleyfistillögum annarra fyrirtækja og starfsleyfisumsækjandi sættir sig ekki við hana getur hann leitað úrskurðar í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, og ákvæði mengunarvarna reglugerðar. Fyrst þegar því ferli er lokið liggur endanlega fyrir hvort hægt er að gera þessa kröfu til þess atvinnurekstrar sem um ræðir hverju sinni.