Ferill 507. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1389 – 507. mál.Nefndarálitum frv. til l. um húsnæðismál.

Frá minni hluta félagsmálanefndar.Inngangur.
    Frá því að fyrstu lögin um byggingu félagslegs húsnæðis voru sett árið 1929 hefur þróast hér öflugt félagslegt húsnæðiskerfi sem þjónað hefur láglaunafólki. Fátt hefur eins mikil áhrif á kjör fjölskyldna og það hvernig búið er að möguleikum þeirra til að eignast þak yfir höfuðið. Frá upphafi hafa húsnæðismál verið meðal helstu baráttumála verkalýðshreyfingar innar og má þar minnast bygginga verkamannabústaðanna í vesturbæ Reykjavíkur sem samið var um á fjórða áratugnum, en þeir gjörbreyttu lífi tuga barnafjölskyldna. Verkalýðshreyf ingin hefur síðan haft mikil áhrif á byggingu félagslegs húsnæðis og hefur iðulega samið um ný verkefni til að afla húsnæðis fyrir hina lægst launuðu. Árið 1965 var samið um byggingu hundraða íbúða í Breiðholtinu sem hluta af því verkefni að útrýma braggabyggð og heilsu spillandi húsnæði í höfuðborginni, auk þess að tryggja verkafólki góðar íbúðir.
     Félagslega húsnæðiskerfið hefur tekið töluverðum breytingum í áranna rás, m.a. með vaxandi þátttöku sveitarfélaganna. Nú teljast 10.600 íbúðir til félagslegs húsnæðis og það er ekki nokkur vafi að þessi gamalgróna félagslega aðstoð hefur tryggt miklum fjölda fjöl skyldna öryggi og stórbætt kjör þeirra. Félagslega húsnæðiskerfið þarf að þróast og breytast í takt við breytt samfélag og nýjar þarfir, en það er grundvallaratriði að standa við það upp haflega markmið að útvega því fólki húsnæði á viðráðanlegum kjörum sem mest þarf á því að halda og að líta á slíka félagslega aðstoð sem hluta af aðgerðum samfélagsins til að jafna launa- og aðstöðumun.
    Nú bregður svo við að ríkisstjórnin hefur ákveðið að gjörbylta húsnæðiskerfinu, ekki síst félagslega hlutanum, með þeim rökum að kerfið sé komið í þrot, það hafi valdið sveitarfélög um miklum vanda, of margir reisi sér hurðarás um öxl, húsnæði standi autt o.s.frv. Þegar bet ur er skoðað standast þessi rök ekki. Byggingarsjóður verkamanna á að vísu í miklum vanda og stefnir í þrot upp úr aldamótum verði ekki gripið í taumana, en vandinn stafar fyrst og fremst af því að framlög til hans hafa verið skorin niður jafnt og þétt og honum gert að taka lán á mun hærri vöxtum en hann lánar á. Þess eru dæmi að sveitarfélög standi uppi með fé lagslegt húsnæði sem ekki er þörf fyrir, m.a. vegna búferlaflutninga, og að þau eigi í vand ræðum vegna reglna um kaupskyldu, en sá vandi réttlætir engan veginn að kerfinu sé umbylt. Þá kemur það fyrir í öllum sveitarfélögum að íbúðir standa auðar um sinn, en miðað við kerf ið í heild (10.600 íbúðir) er þar um svo lítinn hluta íbúða að ræða (um 1%) að það dugir eng an veginn sem rök til þess að gjörbreyta kerfi sem í flestu hefur reynst vel. Nær hefði verið að gera nauðsynlegar breytingar á núverandi skipan og halda í meginkostina sem eru m.a. niðurgreiddir vextir og skipulegt framboð félagslegra íbúða, en það krefst auðvitað framlaga úr opinberum sjóðum. Það gera vaxtabæturnar líka, en nú stendur til að þeir sem áður fengu lán á niðurgreiddum vöxtum færist yfir í vaxtabótakerfið. Að mati fjárlagaskrifstofu fjár málaráðuneytisins má gera ráð fyrir að um 1.000 einstaklingar komi árlega inn í vaxtabótakerfið og er áætlað að vaxtabæturnar muni hækka árlega um 120 millj. kr. að jafnaði næstu tíu árin vegna þeirra sem áður fengu lán á niðurgreiddum vöxtum.

Hverju er verið að breyta?
    Þær breytingar sem ríkisstjórnin leggur nú til eru í megindráttum þær að Húsnæðisstofnun ríkisins verður lögð niður en í stað hennar er sett á fót ný opinber stofnun, Íbúðalánasjóður. Því er haldið fram að starfsfólki muni fækka nokkuð og því er framtíð þess í algjörri óvissu. Byggingarsjóðirnir tveir, Byggingarsjóður ríkisins og Byggingarsjóður verkamanna, verða sameinaðir. Í stað 90–100% lána á 1–2,4% vöxtum til kaupa á félagslegu húsnæði verða veitt húsbréfalán eða almenn lán allt að 65–70% og síðan viðbótarlán allt að 20–25% sem verða á ábyrgð sveitarfélaganna. Þessum lánum má verja til kaupa á íbúðum hvar sem er á markaðnum, en þó mega sveitarfélögin skylda þá sem fá viðbótarlán til að kaupa íbúðir inn an hins núverandi félagslega kerfis næstu tvö árin.
    Samkvæmt frumvarpinu er einn meginkostur þeirra breytinga sem verið er að gera sá að tekin eru upp einstaklingslán og að nú fær fólk að velja sér íbúð úti á markaðnum í stað þess að vera úthlutað félagslegri íbúð á ákveðnum stað. Þetta frelsi kemst þó ekki á fyrr en eftir tvö ár því að sveitarfélögin geta skilyrt viðbótarlánin. Skýringin er sú að sveitarfélögin, einkum á höfuðborgarsvæðinu, óttast að standa uppi með illseljanlegar íbúðir í einstökum hverfum og þar með að þau þurfi að leysa til sín íbúðir sem getur kostað þau stórfé. Þá verða veitt allt að 90% lán til öflunar leiguhúsnæðis á vegum sveitarfélaga, félaga eða félagasam taka, en allt er óljóst um fjölda þeirra lána, hvað þá á hvaða kjörum þau verða. Öll hugsun frumvarpsins gengur út frá því að hin nýja ríkisstofnun standi undir rekstri sínum og þar af leiðandi hljóta markaðsvextir að ráða för. Vaxtabætur munu koma í stað niðurgreiddra vaxta og verða greiddar út fjórum sinnum á ári.

Afstaða minni hlutans.
    Minni hluti félagsmálanefndar mótmælir því harðlega að ríkisstjórnin skuli ætla að knýja húsnæðisfrumvarpið í gegnum þingið á þessu vori. Hér er um mál að ræða sem snertir hags muni þúsunda fjölskyldna og hefði þurft miklu nánari skoðun. Ekkert er vitað um áhrif boð aðra breytinga á húsnæðismarkaðinn eða verðbréfamarkaðinn en slíkar kúvendingar geta haft mikil og snögg áhrif. Ekkert mat liggur fyrir um þann kostnað sem frumvarpið hefur í för með sér fyrir sveitarfélögin bregðist þau við vaxandi þörf íbúanna fyrir leiguhúsnæði. Nái frumvarpið fram að ganga kallar það eitt og sér á byggingu eða kaup á leiguhúsnæði vegna þess hóps sem ekki mun ráða við þau kjör sem boðið verður upp á í hinu nýja kerfi. Þar við bætast stöðugir búferlaflutningar til höfuðborgarsvæðisins og óuppfyllt þörf t.d. námsmanna sem einnig kallar á aukið framboð á leiguhúsnæði. Síðast en ekki síst eru áhrifin á kjör bæði kaupenda og væntanlegra leigjenda í hinu nýja kerfi algjörlega óljós og greinir töluvert á milli þeirra útreikninga á greiðslubyrði sem fyrir liggja hjá félagsmálaráðuneytinu annars vegar og hjá ASÍ og BSRB hins vegar. Þá liggur svo mikið á að afgreiða húsnæðis frumvarpið að frumvarp um húsnæðissamvinnufélög er skilið eftir en það gerir lagalega stöðu og rétt félaga eins og t.d. Búseta óljósa.
    Minni hlutinn gerir mjög alvarlegar athugasemdir við þær breytingar sem verið er að boða á félagslega húsnæðiskerfinu og mótmælir harðlega þeirri atlögu sem gerð er að kjörum lág launafólks með þessu frumvarpi. Nái frumvarpið fram að ganga mun það fyrst og fremst bitna á tekjulitlu fólki, einstæðum mæðrum, barnmörgum fjölskyldum, námsmönnum og fötl uðum. Verði frumvarpið að lögum er verið að vísa því fólki sem áður átti kost á 100% lánum út á leigumarkað sem er afar vanþróaður enda mikill skortur á leiguhúsnæði um land allt. Þá getur nýtt greiðslumat haft þær afleiðingar að allstór hópur sem áður féll undir reglur félagslega kerfisins falli utan eða milli kerfa, en engar áætlanir liggja fyrir um það. Í umsögn hús næðisnefndar Kópavogs kemur fram að þar var gerð könnun á greiðslumati 122 fjölskyldna sem hafa keypt íbúðir í félagslega kerfinu að undanförnu. Þessar fjölskyldur voru metnar miðað við 18% greiðslubyrði (sem er sú viðmiðun sem stuðst er við í húsbréfakerfinu). Kom þá í ljós að aðeins 11 fjölskyldur af 122 eða 9% hefðu staðist greiðslumat samkvæmt frum varpinu. Þessar tölur gefa nokkra hugmynd um það sem koma skal.
    Í því kerfi sem á að taka upp er eina „félagslega aðgerðin“ sú að boðið er upp á viðbótar lán. Enginn veit hve mörg þau verða eða á hvaða kjörum. Í b-lið 14. tölul. í breytingartillög um meiri hlutans segir: „Vextir af viðbótarlánum skulu taka mið af þeim lánskjörum sem Íbúðalánasjóði bjóðast hverju sinni.“ Það er því alveg ljóst hvert stefnir, markaðsvextir munu ráða, en síðan er vísað til ábyrgðar sveitarfélaganna á því að útvega því fólki húsnæði sem hallast stendur fæti. Skylda sveitarfélaganna til að aðstoða fólk í húsnæðismálum er studd vægast sagt veikum lagabókstaf í þessu frumvarpi sem og í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga þar sem segir í 45. gr.: „Sveitarstjórnir skulu, eftir því sem kostur er og þörf er á, tryggja framboð af leiguhúsnæði, félagslegu kaupleiguhúsnæði og/eða félagslegum eignaríbúðum handa þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félags legra aðstæðna.“ Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram komu í félagsmálanefnd verða lög in um félagsþjónustu sveitarfélaga endurskoðuð, en það er eins með það mál og önnur sem snerta efni þessa frumvarps, enginn veit hver útkoman verður. Reynslan sýnir að vilji sveitar félaganna til að koma upp leiguhúsnæði hefur verið afar takmarkaður hingað til og því er ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af framtíð þess fólks sem hingað til hefur fengið inni í félagslega húsnæðiskerfinu. Allt er málið sama markinu brennt, áhrif þess eru óljós að flestu leyti. Núverandi kerfi, sem hefur lengi verið í föstum skorðum með ákveðinn fjölda nýrra íbúða og svipaðan fjölda endursöluíbúða ár hvert, tryggir réttindi og skyldur til öflunar félagslegs húsnæðis þótt það hafi engan veginn getað annað eftirspurn, t.d. á höfuðborgar svæðinu. Félagslega kerfið hefur haldið niðri verði á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að byggðar hafa verið ódýrari íbúðir en almennt gerist (um 16% lægra verð í Reykja vík), en hér eftir mun markaðsverð ráða. Verði hið nýja kerfi að veruleika verða möguleikar fólks til að kaupa húsnæði á félagslegum kjörum eða til að komast inn í leiguíbúðir sveitar félaga algjörlega háðar vilja og framtaki sveitarfélaganna, hvað þau treysta sér til að ábyrgj ast mörg viðbótarlán og hve mikla áherslu þau leggja á leiguhúsnæði.
    Minni hlutinn gerir eftirfarandi efnislegar athugasemdir við frumvarpið:

Tengslin við aðila vinnumarkaðarins.
     Verið er að klippa endanlega á áratuga tengsl aðila vinnumarkaðarins við húsnæðismálin, en þeir hafa hvað besta yfirsýn yfir þarfir félagsmanna sinna. Hvorki verkalýðshreyfingin né þau félagasamtök sem eiga hvað mestra hagsmuna að gæta komu að samningu frumvarps ins enda hafa þau mótmælt innihaldi þess harðlega.

Reglugerðir og ráðherravald.
    Frumvarpið einkennist af miklu valdi ráðherra og því að setja þarf mikinn fjölda reglugerða, eða alls 28 reglugerðir. Þetta tvennt gerir alla framkvæmd afar óljósa. Ráðherrann mun einn skipa stjórn hinnar nýju ríkisstofnunar sem verður síðan sjálfstæð stofnun. Enn einu sinni er lögð niður ein af þeim stjórnum ríkisstofnana sem Alþingi hefur kosið án þess að um ræður hafi farið fram um það hvað æskilegt er í þeim efnum. Hin nýja stofnun, Íbúðalánasjóður, verður mun sjálfstæðari en Húsnæðisstofnun er nú og hún á að vera sjálfbær í rekstri sínum. Það þýðir að markaðsvextir munu verða ráðandi.

Engin trygging fyrir byggingu leiguhúsnæðis.
    Rétt er að ítreka að í frumvarpinu er ekkert sem tryggir að sveitarfélögin svari vaxandi þörf fyrir leiguhúsnæði. Svo dæmi sé tekið má nefna að í umsögn Kópavogsbæjar kemur fram að reikna má með að þar verði þörf fyrir 75 nýjar leiguíbúðir á ári næstu fjögur árin sem þýðir verulegan kostnað fyrir sveitarfélagið. Í umsögn húsnæðisnefndar Akureyrarbæjar kemur fram að búast megi við að þar verði þörf fyrir 60 nýjar leiguíbúðir á ári miðað við þann hóp sem mun ekki standast greiðslumat og ekki eiga fyrir 10% útborgun. Hjá Félags málastofnun Reykjavíkur liggur fyrir 381 gild umsókn um húsnæði en forgangshópur telur 197 umsóknir. Hér er átt við þá sem eru 66 ára og yngri.

Verða byggðar fleiri námsmannaíbúðir?
    Algjör óvissa ríkir um kjör lántakenda þegar til lengri tíma er litið. Hver veit hvernig markaðsvextir munu þróast? Það gefur auga leið að mikill munur er á því að greiða 1% vexti eða 5%, en með því að taka upp almenna vexti verður óhjákvæmilega erfiðara fyrir félaga samtök að byggja, hvað þá að koma íbúðunum út. Gagnvart þeim félagasamtökum sem t.d. hafa byggt námsmannaíbúðir þýðir það verulega hækkun á leigu eigi þau nú að fara að standa undir markaðsvöxtum og bankalánum til framkvæmda af því að nú verða ekki lengur veitt framkvæmdalán. Byggingaraðilum verður að hluta til vísað út á almennan lánamarkað. Mikill skortur er á námsmannahúsnæði hér á höfuðborgarsvæðinu og t.d. á Félagsstofnun stúdenta við Háskóla Íslands langt í land með að uppfylla lágmarksþörf fyrir námsmanna íbúðir. Það er mjög alvarlegt mál ef nú dregur úr byggingu námsmannahúsnæðis því að ljóst má vera að námsmenn hafa afar takmarkaða möguleika til að greiða hærri leigu en þeir gera nú. Verði hækkun á leigu námsmannaíbúða hefur það áhrif á þann kostnaðargrunn sem geng ið er út frá hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og þar með kröfur um hærri námslán. Það sem kann að sparast á einum stað í ríkiskerfinu verður tekið aftur á öðrum, nema ætlunin sé að skerða kjör námsmanna. Hið sama gildir að sjálfsögðu um íbúðir fatlaðra sem flestir búa við afar kröpp kjör. Þeir mega engan veginn við hækkun leigu!

Aukinn kostnaður sveitarfélaga.
    
Nái frumvarpið fram að ganga mun það hafa í för með sér verulega aukinn kostnað fyrir sveitarfélögin, ekki síst ef þau bregðast við þeim afleiðingum sem frumvarpið mun hafa í för með sér og byggja eða kaupa leiguhúsnæði. Aukinn kostnaður felst í því að sveitarfélögin munu þurfa að fjármagna byggingu eða kaup á leiguhúsnæði að hluta til á markaðsvöxtum eða á þeim vöxtum sem verða á húsbréfum hverju sinni, sbr. 1. tölul. 15. gr. og breytingartil lögu við hana, auk annarra lána sem þau kunna að þurfa að taka vegna framkvæmda. Þá verður sveitarfélögunum gert að greiða 5% af hverju viðbótarláni í sérstakan varasjóð sem einnig getur numið verulegum fjárhæðum. Þá hefur aukinn fjöldi leigjenda í för með sér auk in útgjöld sveitarfélaganna vegna húsaleigubóta. Ekkert mat liggur fyrir á þessum aukna kostnaði sveitarfélaganna.

Húsnæðisnefndir sveitarfélaga.
    Minni hlutinn bendir á að hlutverk húsnæðisnefnda sveitarfélaganna breytist þótt býsna óljóst sé hvaða áhrif frumvarpið hefur á störf þeirra, einkum á meðan núverandi kerfi rennur sitt skeið á enda og hið nýja tekur við. Nú hverfa fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar út úr nefndunum og hlutverk þeirra breytist, en við það er hætta á að tengslin við það fólk sem verst stendur að vígi minnki. Húsnæðisnefndirnar munu fjalla um þörf fyrir viðbótarlán og meta slíkar umsóknir, auk þess sem þær eiga að gera árlegar áætlanir um þörf á íbúðarhús næði. Slík markmið hafa lengi verið í lögum en hafa ekki virkað sem skyldi. Verði lögð meiri áhersla á leiguhúsnæði munu verkefni húsnæðisnefnda og félagsmálanefnda skarast meira en verið hefur, sem eflaust kallar á uppstokkun í starfi nefnda sveitarfélaganna. Vert er að benda á að t.d. í Reykjavík mun húsnæðisnefndin áfram annast núverandi félagslegt hús næðiskerfi meðan það er að ljúka hlutverki sínu, félagsmálanefnd metur þörf fólks fyrir leiguhúsnæði á vegum sveitarfélagsins, meðan Félagsbústaðir hf. annast rekstur leiguíbúða Reykjavíkurborgar. Þetta er að verða býsna flókið kerfi og umfangsmikið.

Sérstakir lánaflokkar.
    Í 11. gr. núgildandi laga er kveðið á um nokkra lánaflokka, t.d. lán til einstaklinga með sérþarfir. Í frumvarpi til laga um húsnæðismál er þess getið í 16. gr. að stjórn Íbúðalánasjóðs geti að fengnu samþykki ráðherra stofnað til nýrra lánaflokka. Í skýringum er vísað til þess að slíkt geti gerst ef það samræmist fjárhagsáætlun sjóðsins og eru nefndir þeir lánaflokkar sem er að finna í núgildandi lögum. Það er hins vegar engin trygging fyrir því að slík lán verði veitt og rétt að minna á að sjóðurinn á að vera sjálfbær stofnun. Enn einu sinni kemur upp sú spurning á hvaða kjörum lán til íbúða aldraðra, til einstaklinga með sérþarfir og ann arra verða.
    
Greiðslumat og greiðslubyrði.
    Greiðslumatið sem beitt verður við ákvörðun þess hverjir hljóta viðbótarlán mun hafa mikil áhrif á fjölda lánanna og það hverjir verða skildir eftir utan dyra. Allt er í óvissu um áhrif greiðslumatsins. Þá er rétt að minna á í þessu samhengi að þeir sem fá viðbótarlán og fara út á almenna íbúðamarkaðinn til kaupa á íbúð verða að leggja fram 10% íbúðarverðsins, en auk þess bætist við annar kostnaður, svo sem stimpilgjöld vegna almenna lánsins, gjald taka húsnæðisnefndarinnar og sölulaun til fasteignasala. Þetta þýðir að kjör þeirra sem hing að til hafa átt inni í félagslega kerfinu munu versna. Þeim útreikningum sem félagsmálanefnd hefur fengið um samanburð á greiðslubyrðinni í nýja og gamla kerfinu ber hreint ekki saman, en þar skipta þær forsendur sem menn gefa sér mestu. ASÍ og BSRB segja í umsögn sinni: „þak á hámarksupphæð vaxtabóta hefur í för með sér að svigrúm fólks í nýja kerfinu til að kaupa íbúðir yfir ákveðnum mörkum er verulega takmarkað ef greiðslubyrði á ekki að auk ast.“ Margt láglaunafólk mun fljótlega reka sig upp í þak vaxtabótakerfisins og mun því ein göngu geta keypt sér litlar og ódýrar íbúðir. Skyldu það verða jafn góðar íbúðir og hingað til hefur verið boðið upp á í félagslega kerfinu?

Vaxtabætur.
    Ein af stóru breytingunum sem boðaðar eru í frumvarpinu er að í stað niðurgreiddra vaxta verða greiddar vaxtabætur fjórum sinnum á ári. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 1998 er áætl að að vaxtabætur verði 3,8 milljarðar kr. á árinu. Hér er um verulegar fjárhæðir að ræða og ljóst að þær munu hækka nokkuð við það að þeir sem áður fengu niðurgreidda vexti koma nú inn í vaxtabótakerfið, eða um 120 millj. kr. á ári samkvæmt áætlun fjármálaráðuneytisins. Frá því að vaxtabótakerfið var tekið upp fyrir áratug hefur fjórum sinnum verið krukkað í það af stjórnvöldum, fyrst og fremst til skerðingar. Niðurgreiddir vextir eru mun öruggari aðstoð fyrir láglaunafólk en vaxtabótakerfið miðað við reynslu undanfarinna ára. Það er ekki að ástæðulausu að sú aðferð hefur verið viðhöfð í félagslega húsnæðiskerfinu um áratuga skeið, enda hefur hún reynst láglaunafólki vel. Það er hápólitísk spurning hvernig aðstoð vegna húsnæðismála af hálfu opinberra aðila skuli háttað og hverjir skuli njóta hennar. Minni hlutinn leggur áherslu á að þær fjölskyldur sem þurfa á aðstoð að halda við öflun hús næðis mega alls ekki við kjaraskerðingu.

Stimpilgjöld.
    
Í fjölmörgum umsögnum um frumvarpið kemur fram hörð gagnrýni á að nú verða tekin upp stimpilgjöld á lán til þeirra sem hingað til hafa fallið undir félagslega húsnæðiskerfið. Samkvæmt breytingartillögum meiri hlutans verða hvorki lögð stimpilgjöld á viðbótarlánin né heldur á lán vegna byggingar eða kaupa á leiguhúsnæði. Þetta þýðir að þeir sem fá al mennt lán og viðbótarlán verða að greiða stimpilgjald af almenna hlutanum sem hefur í för með sér aukinn kostnað fyrir lántakendur frá því sem nú er. Þetta þýðir einnig að stimpil gjöld verða greidd af öðrum lánum sem kunna að verða veitt samkvæmt heimild til að taka upp aðra lánaflokka, sbr. 16. gr. frumvarpsins. Minni hlutinn mótmælir því að aukinn kostn aður skuli lagður á þá sem fá viðbótarlán og er þarna enn eitt dæmið um það hvernig verið er að úthýsa félagslegri aðstoð úr íslensku velferðarkerfi.

Niðurgreidd lán næstu tvö árin.
    Í frumvarpinu kemur fram að áætlað er að veita áfram lán á niðurgreiddum vöxtum næstu tvö árin til byggingar leiguhúsnæðis, alls til 50 íbúða, ef marka má umsögn fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Á meðan verði gerðir samningar við sveitarfélögin um framhaldið. Nú leggur meiri hlutinn til breytingu á þann veg að ákveðið verði á fjárlögum hve hárri fjár hæð verður varið til niðurgreiðslu á vöxtum, meðan nefnd sem í sitja fulltrúar sveitarfélag anna, annarra byggingaraðila félagslegra íbúða og verkalýðshreyfingarinnar kannar þörf fyr ir leiguhúsnæði og gerir framkvæmdaáætlun sem framlög ríkisins og sveitarfélaga taki mið af í framtíðinni. Hvað þýðir þetta? Fyrirheit um áframhaldandi lán á niðurgreiddum vöxtum eða hvað? Reynslan af fjárframlögum til Byggingarsjóðs verkamanna lofar ekki góðu hvað varðar slík loforð, en skemmst er frá að segja að ríkið hefur skorið framlög sín jafnt og þétt niður þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir Ríkisendurskoðunar um alvarlegt ástand sjóðsins. Um hvað á að semja við sveitarfélögin? Er það hugmyndin að þau leggi fram fjármagn til bygg ingar leiguhúsnæðis umfram það sem verið hefur? Hér ber allt að sama brunni, enginn veit hvað framtíðin ber í skauti.
    Ástæðan fyrir því að fyrrnefnd breyting er gerð er auðvitað sú að félagasamtök og sveitarfélögin hafa bent á að þörfin fyrir leiguíbúðir sé miklu meiri en nemur 50 íbúðum næstu tvö árin. Þrátt fyrir að opnað sé á fleiri lán með niðurgreiddum vöxtum, verði það ákveðið í fjárlögum, er rétt að leggja áherlsu á það enn einu sinni að allt er í óvissu um fram boð á leiguhúsnæði og þá leigu sem fólki verður gert að greiða. Samband íslenskra sveitar félaga gerir kröfu um að áfram verði boðið upp á lán á niðurgreiddum vöxtum eftir að marg umræddu tveggja ára tímabili lýkur. Minni hlutinn fær engan veginn séð að krafa sveitar félaganna komi heim og saman við þær breytingar sem verið er að gera á Húsnæðisstofnun ríkisins sem á að verða sjálfbær stofnun eftir breytinguna. Það þýðir að tekjur og gjöld eiga að standast á. Án nokkurra skuldbindinga er verið að vísa þeim þætti frumvarpsins sem snýr að leiguhúsnæði inn í viðræður sem enginn veit hvað kann að koma út úr. Framtíðin er svo óljós að minni hlutinn getur engan veginn borið ábyrgð á þessari ferð án fyrirheits.

Hvað verður um hlutareign og kaupleigu?
    Í breytingartillögu við 40. gr. (sem verður 37. gr.) er kveðið nánar á um rétt aðila sem byggja eða kaupa leiguíbúðir til að selja leigjendum eignarhlut. Hér er átt við þá sem hingað til hafa fallið undir félagslega kaupleigu, en alls er óljóst með þetta atriði eins og svo fjölda mörg önnur hvort heimildin kemur að nokkru gagni. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur gerir alvar legar athugasemdir við 3. mgr. í breytingartillögum meiri hlutans og vill að húsnæðisnefndir hafi lagalega heimild til að ráðstafa íbúðum til skammtímaleigu meðan væntanlegum kaup anda er veitt svigrúm til að afla sér fjár til útborgunar. Hvað verður um þá sem hingað til hafa keypt eignarhlut samkvæmt ákvæðum um almenna kaupleigu er óljóst. Frumvarp til laga um byggingar- og húsnæðissamvinnufélög verður skilið eftir nú á þessu vori verði frumvarp til laga um húsnæðismál knúið í gegnum þingið.

Framtíð starfsfólks Húsnæðisstofnunar.
    
Sú tillaga ríkisstjórnarinnar að leggja Húsnæðisstofnun ríkisins niður og stofna nýja ríkisstofnun hefur að sjálfsögðu valdið miklum óróa innan stofnunarinnar. Framtíð starfsfólksins er í uppnámi og enginn veit hverjir verða endurráðnir. Á undanförnum árum hafa verið gerð ar miklar breytingar á fjölda ríkisstofnana með lögum og hefur alls staðar verið kveðið á um réttindi starfsfólks með einum eða öðrum hætti eftir því hvers konar breytingu hefur verið um að ræða. Meiri hluti félagsmálanefndar hefur verið ófáanlegur til að setja eitthvert slíkt ákvæði inn í frumvarpið, ekki einu sinni ákvæði þess efnis að starfsfólk hefði forgang að störfum í hinni nýju stofnun eftir því sem störfin gefa tilefni til. Ríkið á að tryggja fólki störf að nýju þegar ríkisstofnun er lögð niður, að ekki sé nú talað um þegar önnur ríkisstofnun er sett á laggir í staðinn.

Niðurstaða.
     Minni hlutinn leggur til að frumvarpið verði endurskoðað með þátttöku þeirra aðila sem málið snertir, svo sem samtaka launafólks, sveitarfélaganna, námsmannasamtakanna, Búseta o.fl. Allt of margir þættir eru óljósir og ekkert er tekið á ýmsum vandamálum sem einkennt hafa núgildandi kerfi, svo sem reglur um endursölu, sbr. álit lögmanns húsnæðisnefndar Reykjavíkur. Verði þetta frumvarp að lögum mun það kalla á stóraukinn kostnað fyrir sveitarfélögin og verða til þess að vísa fjölda fjölskyldna út á leigumarkað sem ekki er til! Breytingarnar munu leiða til þess að dýrara verður fyrir láglaunafjölskyldur að eignast eigið húsnæði. Áhrifin á verðbréfamarkaðinn og húsnæðismarkaðinn eru óljós. Búast má við að íbúðaverð hækki, í það minnsta fyrst um sinn vegna aukinnar eftirspurnar á almennum mark aði þegar kerfið verður opnað og því fólki sem fær viðbótarlán verður gefinn kostur á að kaupa íbúð hvar sem er. Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins gerir ráð fyrir að um 1.000 manns bætist við í vaxtabótakerfinu. Sú tala gefur hugmynd um þann fjölda sem mun leita sér að húsnæði á almennum markaði, nái fyrirhugaðar breytingar fram að ganga. Þá hverfur það aðhald við íbúðarverð sem framkvæmdir húsnæðisnefndanna, einkum á höfuðborgar svæðinu, hafa veitt almenna markaðnum og mun það eflaust valda einhverri hækkun á íbúða verði.
    Ekkert kerfi er gallalaust og breyttar aðstæður og þarfir kalla á breytingar. Það eru eink um lítil sveitarfélög úti á landi sem lent hafa í erfiðleikum með félagslega húsnæðiskerfið eins og það er nú, meðan það hefur að mestu leyti gengið vel á höfuðborgarsvæðinu. Vanda litlu sveitarfélaganna þarf að leysa á annan hátt en þann að gjörbreyta húsnæðiskerfinu og kippa þar með grunninum undan öryggi hundraða fjölskyldna sem fengið hafa fyrirgreiðslu í félagslega húsnæðiskerfinu á undanförnum árum og áratugum.
    Þá er það algjörlega óviðunandi hvernig starfsfólk Húsnæðisstofnunar er skilið eftir í óvissu um framtíð sína. Minni hlutinn mótmælir harðlega slíkri framkomu við starfsfólkið.
    Í ljósi alls þess er að framan greinir leggur minni hlutinn til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 6. maí 1998.Kristín Ástgeirsdóttir,


form., frsm.


Rannveig Guðmundsdóttir.

Ögmundur Jónasson.


    Eftirfarandi fylgiskjölum er útbýtt með nefndarálitinu:

    I.     Áskorun til félagsmálaráðherra frá starfsmannafélagi Húsnæðisstofnunar ríkisins.
    II.     Umsögn húsnæðisnefndar Hafnarfjarðar.
    III.     Umsögn húsnæðisnefndar Kópavogs.
    IV.     Umsögn húsnæðisnefndar Reykjavíkur.
    V.     Athugasemdir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    VI.     Umsögn Þroskahjálpar.
    VII.     Umsögn Þaks yfir höfuðið.
    VIII.     Umsögn Félagsstofnunar stúdenta.
    IX.     Umsögn Alþýðusambands Íslands og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja.
    X.     Umsögn Öryrkjabandalags Íslands.
    XI.     Viðbótarathugasemd frá Öryrkjabandalagi Íslands.
    XII.     Umsögn frá húsnæðisnefnd Akureyrar.
    XIII.     Umsögn frá Bandalagi íslenskra sérskólanema (BÍSN) og Byggingarfélagi námsmanna (BN).
    XIV.     Umsögn Vinnuveitendasambands Íslands og Samtaka iðnaðarins.
    XV.     Umsögn Seðlabanka Íslands.
    XVI.     Umsögn Ríkisendurskoðunar.
    XVII.     Umsögn frá Kennaraháskóla Íslands.
    XVIII.     Umsögn borgarritara.
    XIX.     Athugasemdir og ályktun frá stúdentaráði Háskóla Íslands.
    XX.     Upplýsingar frá Húsnæðisstofnun ríkisins.
    XXI.     Umsögn Búseta.