Ferill 359. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1399 – 359. mál.



Frumvarp til laga


         
um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu.

(Eftir 2. umr., 13. maí.)



I. KAFLI


Gildissvið og skilgreiningar.


1. gr.


    Lög þessi taka til auðlinda í jörðu í landi, í botni vatnsfalla og stöðuvatna og í sjávar botni innan netlaga.
    Með auðlindum er í lögum þessum átt við hvers konar frumefni, efnasambönd og orku sem vinna má úr jörðu, hvort heldur í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi og án tillits til hitastigs sem þau kunna að finnast við.

2. gr.


     Eignarland merkir í lögum þessum landsvæði, þar með talið innan netlaga í stöðuvötnum og sjó, sem er háð einkaeignarrétti þannig að eigandi landsins fer með öll venjuleg eignarráð þess innan þeirra marka sem lög segja til um á hverjum tíma.
     Þjóðlendur merkja í lögum þessum landsvæði utan eignarlanda þótt einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi.
     Netlög merkir í lögum þessum vatnsbotn 115 metra út frá bakka stöðuvatns sem landareign liggur að, svo og sjávarbotn 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði landareignar.
    Jarðefni
merkir í lögum þessum öll gosefni og önnur steinefni, málma, málmblendinga og málmsteindir, kol, jarðolíu, jarðgas og önnur nýtanleg efni sem finnast kunna í jörðu.
     Jarðhiti merkir í lögum þessum annars vegar jarðvarmaforða í bergi í jarðskorpunni og hins vegar stöðugan straum varma úr iðrum jarðar sem ekki telst grunnvatn.
     Grunnvatn merkir í lögum þessum vatn sem er neðan jarðar í samfelldu lagi, kyrrstætt eða rennandi, og fyllir að jafnaði allt samtengt holrúm í viðkomandi jarðlagi og sem unnið er í öðrum tilgangi en að flytja varma til yfirborðs jarðar eða nýta staðarorku þess.

II. KAFLI


Eignarréttur að auðlindum.


3. gr.


    Eignarlandi fylgir eignarréttur að auðlindum í jörðu, en í þjóðlendum eru auðlindir í jörðu eign íslenska ríkisins, nema aðrir geti sannað eignarrétt sinn til þeirra.

III. KAFLI


Rannsóknir og leit.


4. gr.


    Iðnaðarráðherra er heimilt að hafa frumkvæði að og láta rannsaka og leita að auðlindum í jörðu hvar sem er á landinu og skiptir þá ekki máli þó að landeigandi hafi sjálfur hafið slíka rannsókn eða leit eða heimilað það öðrum, nema viðkomandi aðili hafi gilt rannsóknarleyfi samkvæmt lögum þessum. Með sama hætti getur ráðherra heimilað öðrum rannsóknir og leit og skal þá gefa út rannsóknarleyfi til viðkomandi.
    Nú fer leit eða rannsókn fram á vegum landeiganda og þarf þá ekki til þess leyfi ráðherra. Þó ber landeiganda að senda Orkustofnun áætlun og lýsingu á fyrirhuguðum borunum, sprengingum, gerð námuganga eða öðrum verulegum framkvæmdum í þessu skyni. Orku stofnun er heimilt að fengnu samþykki ráðherra að setja landeiganda þau skilyrði sem nauð synleg eru talin vegna öryggis eða af tæknilegum ástæðum eða ef ætla má að leit eða rann sóknir geti spillt vinnslu sem fram fer á svæðinu eða möguleikum til vinnslu síðar.

5. gr.


    Rannsóknarleyfi samkvæmt lögum þessum felur í sér heimild til þess að leita að viðkom andi auðlind á tilteknu svæði á leyfistímanum, rannsaka umfang, magn og afkastagetu henn ar og fylgja að öðru leyti þeim skilmálum sem tilgreindir eru í lögum þessum og ráðherra telur nauðsynlega. Um veitingu leyfis, efni þess og afturköllun fer skv. VIII. kafla laga þess ara.
    Ráðherra er heimilt í rannsóknarleyfi að veita fyrirheit um forgang leyfishafa að nýting arleyfi í allt að tvö ár eftir að gildistíma rannsóknarleyfis er lokið og að öðrum aðila verði ekki veitt rannsóknarleyfi á þeim tíma.
    Áður en leyfi er veitt skal leita umsagnar Orkustofnunar.

IV. KAFLI


Nýting auðlinda.


6. gr.


    Nýting auðlinda úr jörðu er háð leyfi iðnaðarráðherra hvort sem það er til nýtingar auð linda í eignarlöndum eða í þjóðlendum með þeim undantekningum sem greinir í lögum þess um. Landeigandi hefur ekki forgang að nýtingarleyfi vegna auðlindar í eignarlandi sínu, nema hann hafi áður fengið útgefið rannsóknarleyfi.
    Nýtingarleyfi samkvæmt lögum þessum felur í sér heimild til handa leyfishafa til að vinna úr og nýta viðkomandi auðlind á leyfistímanum í því magni og með þeim skilmálum öðrum sem tilgreindir eru í lögum þessum og ráðherra telur nauðsynlega. Um veitingu leyfis, efni þess og afturköllun fer skv. VIII. kafla laga þessara.
    Áður en leyfi er veitt skal leita umsagnar Orkustofnunar og viðkomandi sveitarstjórnar.

7. gr.


    Áður en nýtingarleyfishafi hefur vinnslu í eignarlandi þarf hann að hafa náð samkomulagi við landeiganda um endurgjald fyrir auðlindina eða fengið heimild til eignarnáms og óskað eftir mati samkvæmt ákvæðum 29. gr. Hafi hvorki náðst samkomulag um endurgjaldið né eignarnáms verið óskað innan 60 daga frá útgáfu nýtingarleyfis fellur það niður. Sama gildir ef nýting á grundvelli leyfisins er ekki hafin innan þriggja ára frá útgáfu leyfisins. Ákvæði þetta á einnig við um nýtingu auðlinda í þjóðlendum.
    Hafi landeigandi sjálfur látið rannsaka auðlindir á eignarlandi sínu eða heimilað það öðr um en ekki hefur verið veitt nýtingarleyfi til nýtingar á viðkomandi auðlind í landi hans get ur landeigandi eða sá sem rannsóknirnar annaðist krafið nýtingarleyfishafa um sannanlegan kostnað vegna nýtanlegra rannsókna gegn afhendingu á niðurstöðum þeirra. Rísi ágreiningur um greiðsluna skal skorið úr því með mati skv. 29. gr.

V. KAFLI


Jarðefni.


8. gr.


    Þrátt fyrir ákvæði III. og IV. kafla er heimilt án leyfis að rannsaka og hagnýta á eignar landi berg, grjót, möl, leir, sand, vikur, gjall og önnur slík gos- og steinefni, svo og mold, mó og surtarbrand.

9. gr.


    Landeigandi má ekki undanskilja eignarlandi sínu rétt til jarðefna, nema með sérstöku leyfi ráðherra.

VI. KAFLI


Jarðhiti.


10. gr.


    Þrátt fyrir ákvæði 6. og 7. gr. er landeiganda heimilt án leyfis að hagnýta jarðhita í eignarlandi sínu til heimilis- og búsþarfa, þar með talið til ylræktar, iðnaðar og iðju, allt að 3,5 MW miðað við vermi sem tekið er úr jörðu alls innan eignarlands. Landeiganda ber þó að tilkynna Orkustofnun um fyrirhugaðar jarðboranir og aðrar meiri háttar framkvæmdir vegna þessa. Orkustofnun er heimilt að fengnu samþykki ráðherra að setja landeiganda þau skilyrði sem nauðsynleg eru talin vegna öryggis eða af tæknilegum ástæðum.
    Um heimild til nýtingar á jarðhita til raforkuvinnslu fer samkvæmt ákvæðum orkulaga.

11. gr.


    Nú vill landeigandi ekki standa að hagnýtingu jarðhita sem hann ræður yfir, og er þá ábú anda heimilt að nýta jarðhita í eigin þágu á sinn kostnað, enda verði ekki af því spjöll á öðr um landsgæðum.
    Ábúandi má ekki hefja aðgerðir til hagnýtingar á jarðhita skv. 1. mgr. fyrr en úttektar menn hafa staðfest að spjöll verði ekki af þeim og hann hefur eftir atvikum tilkynnt um ráða gerðir sínar skv. 2. mgr. 4. gr., 1. mgr. 10. gr. og 14. gr.
    Hafi ábúandi nýtt sér heimild skv. 1. mgr. er landeiganda ekki skylt við brottför hans að leysa til sín mannvirki sem hafa verið gerð til að hagnýta jarðhita í öðru skyni en til heimil is- og búsþarfa. Um mat á innlausnarverði skal fara samkvæmt ábúðarlögum.

12. gr.


    Landeigandi má ekki undanskilja eignarlandi sínu jarðhitaréttindi, nema með sérstöku leyfi ráðherra. Um sölu ríkisjarða eða jarða í eigu opinberra stofnana eða sjóða gilda þó ákvæði jarðalaga.
    Um sölu jarða, er jarðhitaréttindi fylgja, fer eftir ákvæðum jarðalaga, þó þannig að ríkis sjóður skal hafa forkaupsrétt að þeim aðilum frágengnum sem hann er veittur með þeim lög um eða við sölu jarðar frá sveitarfélagi.

13. gr.


    Sveitarfélag skal hafa forgangsrétt til nýtingarleyfa vegna jarðhita innan marka sveitarfé lagsins vegna þarfa hitaveitu sem rekin er í sveitarfélaginu.

VII. KAFLI


Grunnvatn.


14. gr.


    Þrátt fyrir ákvæði 6. og 7. gr. er landeiganda heimilt án leyfis að hagnýta grunnvatn í eignarlandi sínu til heimilis- og búsþarfa, þar með talið til fiskeldis, iðnaðar og iðju, allt að 70 ltr./sek. Landeiganda ber þó að tilkynna Orkustofnun um fyrirhugaðar jarðboranir og aðrar meiri háttar framkvæmdir vegna þessa. Orkustofnun er heimilt að fengnu samþykki ráðherra að setja landeiganda þau skilyrði sem nauðsynleg eru talin vegna öryggis eða af tæknilegum ástæðum eða ef ætla má að boranir geti spillt nýtingu sem fram fer á svæðinu eða möguleikum til nýtingar síðar.

15. gr.


    Sveitarfélag skal hafa forgangsrétt til nýtingarleyfa vegna grunnvatns innan marka sveit arfélagsins vegna þarfa vatnsveitu sem rekin er þar.

VIII. KAFLI


Skilyrði við veitingu leyfa, efni þeirra og afturköllun.


16. gr.


    Í umsóknum um rannsóknar- og nýtingarleyfi skal koma skýrt fram hver tilgangur sé með öflun leyfis ásamt ítarlegum upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir umsækjanda eftir nánari ákvörðun ráðherra.
    Við meðferð umsókna um leyfi og veitingu þeirra skal gætt náttúruverndarlaga, skipu lags- og byggingarlaga og annarra laga sem varða rannsóknir og nýtingu lands og lands gæða.

17. gr.


    Við veitingu nýtingarleyfa skal þess gætt að nýting auðlinda í jörðu sé með þeim hætti að tekið sé tillit til umhverfissjónarmiða, nýting auðlindanna sé hagkvæm frá þjóðhagslegu sjónarmiði og tekið sé tillit til nýtingar sem þegar er hafin í næsta nágrenni. Telji ráðherra að umsækjandi um nýtingarleyfi uppfylli ekki þessar kröfur getur hann synjað um nýtingar leyfi eða sett sérstök skilyrði í nýtingarleyfi af þessu tilefni.

18. gr.


    Í rannsóknar- og/eða nýtingarleyfi skal m.a. tilgreina:
     1.     Að samþykktir leyfishafa, ef um félag er að ræða, séu viðurkenndar af ráðherra.
     2.     Tímalengd leyfis, sérákvæði um hvenær starfsemi skuli hefjast í síðasta lagi og hvenær henni skuli vera lokið.
     3.     Staðarmörk svæðis.
     4.     Til hvaða auðlinda samkvæmt lögum þessum leyfið tekur, ákvæði um magn og nýtingarhraða.
     5.     Að Orkustofnun samþykki frumdrætti að fyrirhuguðum mannvirkjum.
     6.     Upplýsinga- og tilkynningarskyldu leyfishafa, þar með talda skyldu til afhendingar á sýnum og gögnum og hvernig hún skuli innt af hendi.
     7.     Öryggis- og umhverfisverndarráðstafanir.
     8.     Kaup vátrygginga vegna hugsanlegrar skaðabótaábyrgðar leyfishafa.
     9.     Eftirlit og greiðslu kostnaðar af eftirliti.
     10.     Greiðslu leyfisgjalds til að mæta kostnaði við undirbúning og útgáfu leyfis.
     11.     Hvernig skuli ráðstafa vinnslumannvirkjum og vinnslutækjum að leyfistíma loknum.
     12.     Frágang á starfsstöðvum og landi sem breytt hefur verið við rannsókn eða nýtingu.

19. gr.


    Iðnaðarráðherra er heimilt að auglýsa í einu lagi eftir umsóknum um rannsóknarleyfi skv. 4. gr. á tilteknu landsvæði. Á sama hátt er ráðherra heimilt að auglýsa eftir umsóknum um nýtingarleyfi skv. 6. gr.

20. gr.


    Ráðherra getur afturkallað leyfi samkvæmt lögum þessum ef skilyrðum þeirra er ekki fullnægt. Nú hlítir leyfishafi ekki skilyrðum þeim sem sett eru í leyfinu eða samningum sem tengjast leyfinu og skal þá ráðherra veita honum skriflega aðvörun og frest til úrbóta. Sinni leyfishafi ekki slíkri aðvörun skal afturkalla leyfið.
    Heimilt er að afturkalla leyfi ef bú leyfishafa er tekið til gjaldþrotaskipta eða hann leitar nauðasamninga.

IX. KAFLI


Vernd og eftirlit með vinnslusvæðum, upplýsingagjöf,


meðferð upplýsinga o.fl.


21. gr.


    Orkustofnun annast eftirlit með leitar- og vinnslusvæðum jarðefna og jarðhitasvæðum, svo og vinnslusvæðum grunnvatns þar sem leyfi skv. 4. eða 6. gr. hefur verið veitt. Orku stofnun gefur iðnaðarráðherra skýrslu um framkvæmd leitar, rannsókna og vinnslu sam kvæmt nánari fyrirmælum sem ráðherra setur með reglugerð.

22. gr.


    Handhafi rannsóknar- eða nýtingarleyfis skal eigi sjaldnar en árlega og við lok leyfistíma senda Orkustofnun skýrslu þar sem fram koma upplýsingar um niðurstöður leitar og rann sókna, upplýsingar um eðli og umfang auðlinda, heildarmagn og mat á verðmæti auðlindar sem nýtt hefur verið og fleiri atriði samkvæmt nánari ákvæðum í viðkomandi leyfi. Þá skal leyfishafi senda sýni af jarðfræðilegum efnum óski Orkustofnun þess.
    Við jarðboranir, sem framkvæmdar eru samkvæmt lögum þessum, þar með taldar jarð boranir landeiganda, skal færa dagbók er gefi upplýsingar um staðsetningu holunnar, jarð lög, gerð þeirra og dýpi, hvenær vatn eða gufa kemur í holuna, hitastig og önnur atriði sem nánar skal ákveða í reglum sem ráðherra setur að fengnum tillögum Orkustofnunar. Skylt er að láta Orkustofnun í té afrit af dagbókinni eigi síðar en einum mánuði eftir að borun er lokið. Orkustofnun getur krafist þess að berg- og jarðvegssýnishorn séu varðveitt. Ef Orku stofnun mælir svo fyrir er leyfishafa jarðborunar skylt að tilkynna henni þegar í stað er heitt vatn eða gufa kemur upp eða eykst í borholu. Ef verðmæt jarðefni finnast við jarðborun skal þegar í stað tilkynna það til Orkustofnunar.

23. gr.


    Upplýsingar, sem veittar eru Orkustofnun eða öðrum opinberum aðilum samkvæmt lögum þessum, svo og niðurstöður rannsókna á innsendum sýnum, skulu bundnar trúnaði á gildis tíma leyfis og framlengingar þess og forgangsréttartíma eins og hann er ákveðinn í 2. mgr. 5. gr., svo og á gildistíma nýtingarleyfis sem veitt er rannsóknarleyfishafa í kjölfar rann sóknarleyfis, nema annað sé sérstaklega ákveðið í leyfinu.
    Upplýsingar, sem leyfishafi veitir Orkustofnun samkvæmt lögum þessum, skulu vera í vörslu stofnunarinnar. Nú er trúnaðarskylda skv. 1. mgr. fallin niður, og er Orkustofnun þá heimilt að láta umræddar upplýsingar í té eða nýta þær í þágu frekari leyfisveitingar.

24. gr.


    Óheimilt er að spilla jarðhitasvæðum eða grunnvatni hvort sem það er með ofaníburði, framræslu eða með öðrum hætti. Ekki má breyta farvegi þess vatns er frá jarðhitasvæði rennur, nema talið sé nauðsynlegt til varnar landi eða landsnytjum eða til þeirrar hagnýting ar jarðhita sem heimil er að lögum. Verði ágreiningur um þetta atriði skal afla mats dóm kvaddra manna um það.
    Mannvirki öll til hagnýtingar á auðlindum skulu þannig úr garði gerð að af þeim stafi hvorki hætta né veruleg óþægindi fyrir umferð eða spjöll á eign annars manns, nema honum sé skylt að hlíta því samkvæmt lögum eða samningum.
    Þegar notkun borhola er hætt skal leyfishafi eða eigandi þeirra loka þeim og merkja.

25. gr.


    Aðilar, sem vinna jarðhita eða grunnvatn úr jörðu, skulu haga vinnslu sinni með þeim hætti að nýting verði sem best þegar til lengri tíma er litið. Í því sambandi skal m.a. ekki tekinn meiri jarðvarmi eða vatn en þörf er. Borunum skal hagað þannig að þær takmarki sem minnst frekari nýtingu síðar.

26. gr.


    Landeiganda eða umráðamanni lands er skylt að veita rannsóknarleyfishöfum samkvæmt lögum þessum óhindraðan aðgang að eignarlandi því sem í hlut á. Þá er landeiganda og um ráðamanni lands skylt að veita nýtingarleyfishöfum aðgang að því landi sem nýtingarleyfið tekur til, en þó ekki fyrr en leyfishafi hefur náð samkomulagi við landeiganda um endurgjald fyrir auðlindir eða eignarnám farið fram og umráðataka samkvæmt því.
    Ber landeiganda eða umráðamanni skv. 1. mgr. að hlíta hvers konar afnotum af landi, takmörkun á umráðarétti og óþægindum sem nauðsynleg eru vegna rannsóknar eða nýtingar á auðlind í samræmi við viðkomandi leyfi.
    Við nýtingu eða rannsóknir á auðlindum í jörðu skulu landeigendur og leyfishafar sam kvæmt lögum þessum gæta þess að framkvæmdir valdi hvorki mönnum, munum né búpeningi hættu eða skaða. Jafnframt skulu landeigendur og leyfishafar gæta þess að valda ekki meng un og spjöllum á lífríki. Sama gildir um frágang nýtingarsvæðis ef nýting leggst af.

27. gr.


    Komi upp ágreiningur milli rétthafa um nýtingu auðlindar, sem ekki fæst jafnaður, t.d. ef landamerki tveggja eða fleiri rétthafa liggja þannig að nýting auðlindar verður ekki að skilin, skal afla mats dómkvaddra matsmanna um hvernig hagkvæmast er að hagnýta auð lindina og hver sé hlutfallslegur réttur hvers og eins til nýtingar.

X. KAFLI


Eignarnáms- og bótaákvæði.


28. gr.


    Nú veitir iðnaðarráðherra öðrum en landeiganda leyfi til að leita að og rannsaka auðlind innan eignarlands, og getur landeigandi þá krafist bóta vegna tjóns sem hann verður sannan lega fyrir af þeim sökum vegna röskunar eða skemmda á landi og mannvirkjum. Náist ekki samkomulag um bætur skal ákveða þær með eignarnámsmati.

29. gr.


    Nú hefur iðnaðarráðherra veitt aðila nýtingarleyfi vegna auðlinda í eignarlandi, en leyfis hafi nær ekki samkomulagi við landeiganda um þau atriði sem nýtingarleyfið tekur til, þar með talið um endurgjald fyrir auðlind, og getur iðnaðarráðherra þá tekið þær auðlindir eign arnámi ásamt nauðsynlegu landi, mannvirkjum, aðstöðu til vinnslu auðlindanna og öðrum réttindum landeiganda að því leyti sem nauðsyn ber til svo að leyfið geti komið að notum. Ráðherra afhendir leyfishafa þau verðmæti sem tekin eru eignarnámi. Leyfishafi ber allan kostnað af eignarnáminu.
    Ráðherra er heimilt að ákveða að ríkið taki eignarnámi auðlindir í jörðu sem fylgja eign arlandi, ásamt nauðsynlegu landi og mannvirkjum, ef þess reynist þörf til að koma við nýt ingu þeirra eða koma í veg fyrir að nýting þeirra spilli fyrir hagnýtingu sömu auðlindar utan landareignarinnar.
    Ráðherra getur heimilað sveitarfélagi að taka eignarnámi auðlindir sem fylgja eignar landi, ásamt nauðsynlegu landi og mannvirkjum, ef brýna nauðsyn ber til vegna almanna hagsmuna í sveitarfélaginu.
    Ef eignarnám skv. 1.–3. mgr. á hluta af eignarlandi hefur í för með sér verulega rýrnun þess að öðru leyti á landeigandi rétt á að eignarnámið verði látið ná til þess í heild sinni.

30. gr.


    Þegar ákvörðun um eignarnám skv. 29. gr. liggur fyrir skal landeigandi segja til um það innan 45 daga hvort hann óskar eftir að endurgjald fyrir auðlindirnar verði metið sem bætur sem greiðast í einu lagi eða sem árleg greiðsla meðan vinnsla auðlindar samkvæmt nýtingar leyfi stendur yfir. Meta skal sérstaklega bætur vegna annars en endurgjalds fyrir auðlindina.
    Óski landeigandi eftir því að fá bætur greiddar sem árlega greiðslu skal sú greiðsla ákveðin með eignarnámsmati og vera ákveðinn hundraðshluti eða önnur fast ákveðin eining miðað við verðmæti á tilteknu vinnslustigi. Heimilt er að tengja endurgjald að nokkru eða öllu leyti við afkomu viðkomandi vinnslu. Ákveða skal í matinu gjalddaga greiðslunnar, hvort og þá hvernig hún skuli breytast eða endurskoðuð. Landeigandi getur krafist þess að sett sé trygging fyrir hinni árlegu greiðslu og skal úrskurða um þá kröfu í matinu og form tryggingar.
    Framkvæmd eignarnáms á grundvelli þessara laga fer eftir almennum reglum. Við ákvörðun eignarnámsbóta skal taka sérstakt tillit til óvissu um auðlindina og kostnaðar af leit og vinnslu.


XI. KAFLI


Ýmis ákvæði.


     31. gr.


    Iðnaðarráðherra hefur heimild til að semja við nýtingarleyfishafa um endurgjald fyrir auðlindir í eignarlöndum ríkisins að höfðu samráði við þann aðila sem fer með forræði eign arinnar.
    Til nýtingar á auðlindum í þjóðlendum þarf auk leyfis samkvæmt þessum lögum leyfi samkvæmt ákvæðum laga um þjóðlendur o.fl. Um samninga um endurgjald fyrir auðlindir í þjóðlendum og leigu fyrir nauðsynlegt land og önnur réttindi sem leyfishafi þarf til að hag nýta auðlind í þjóðlendum sem leyfið tekur til fer eftir reglum laga um þjóðlendur o.fl.

32. gr.


    Leyfi samkvæmt lögum þessum eru ekki framseljanleg né má setja þau til tryggingar fjár skuldbindingum nema með leyfi ráðherra.
                             

33. gr.


    Iðnaðarráðherra er heimilt að setja með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara.

34. gr.

    Lög þessi taka eftir því sem við á til rannsókna og nýtingar á örverum sem vinna má á jarðhitasvæðum. Rannsóknir og nýting örvera á jarðhitasvæðum er óheimil án leyfis iðn aðarráðherra samkvæmt lögum þessum. Leyfi samkvæmt þessari grein skal veitt að fenginni umsögn umhverfisráðherra. Náttúruvernd ríkisins fer með eftirlit með rannsókn og nýtingu samkvæmt þessari grein.
    Iðnaðarráðherra setur nánari reglur um framkvæmd þessarar greinar í samráði við um hverfisráðherra.
    Með örverum er átt við örverufræðilega einingu, myndaða af frumum eður ei, sem fær er um eftirmyndun eða yfirfærslu erfðaefnis.

35. gr.


    Brot gegn lögum þessum varða sektum, nema þyngri refsingu varði samkvæmt öðrum lögum. Dæma má jafnt lögaðila sem einstakling til greiðslu sekta vegna brota á lögum þess um. Lögaðila má ákvarða sekt án tillits til þess hvort sök verði sönnuð á starfsmann lögaðil ans.

36. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi. Um leið falla úr gildi námulög, nr. 24/1973, og III. og VII. kafli orkulaga, nr. 58/1967.
    Leyfi, sem veitt eru samkvæmt lögum nr. 24/1973 og eru í gildi við gildistöku laga þess ara, halda gildi sínu. Samningar um gjaldtöku vegna nýtingar á auðlindum, sem gerðir eru fyrir gildistöku laga þessara, halda gildi sínu.
    Endurskoða skal ákvæði 34. gr. laganna fyrir 1. janúar 2001.