Ferill 376. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1414 – 376. mál.Nefndarálitum till. til þál. um framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna.

Frá félagsmálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Sigríði Lillý Baldursdóttur frá félagsmálaráðuneyti. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Sjómannasambandi Íslands, félagsmálaráði Seltjarnarness, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Skólastjórafélagi Íslands, Hagstofu Íslands, jafnréttis- og fræðslufulltrúa Akureyrar, Bandalagi háskólamanna, fjár málaráðuneytinu, Egilsstaðabæ, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Biskupsstofu, félags málaráði Selfoss, Kópavogsbæ, UNIFEM á Íslandi, Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, Kennarasambandi Íslands, karlanefnd Jafnréttisráðs, Bændasamtökum Íslands, Mosfellsbæ, Kynjaverum, Kvenfélagasambandi Íslands, Skrifstofu jafnréttismála og Stígamótum.
    Í tillögunni er kveðið á um að Alþingi álykti skv. 17. gr. laga nr. 28/1991, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, að samþykkja framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar, fyrir tímabilið frá upphafi árs 1998 til loka árs 2001, um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynj anna.
    Margar góðar ábendingar komu fram í umsögnum sem nefndinni bárust og finnst henni rétt að koma þeim á framfæri þótt þær komist ekki allar inn í framkvæmdaáætlunina að þessu sinni.
    Seltjarnarnesbær taldi að kveða þyrfti nánar á um skyldur fjölmiðla í jafnréttismálum, leggja áherslu á nauðsyn þess að efla íþróttauppeldi stúlkna og auka fræðslu til æðstu ráða manna um jafnréttismál. Egilsstaðabær vildi að fastar yrði tekið á tilnefningum í ráð og nefndir þannig að öllum væri gert skylt að tilnefna tvo einstaklinga, bæði karl og konu þann ig að hægt yrði að velja á milli, að starfsmannahald á stofnunum fyrir aldraða yrði kannað út frá skiptingu milli kynja og launa og að haldin væru jafnréttisnámskeið fyrir kennara og skólastjórnendur. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja vildi að í hvert sinn sem ný fram kvæmdaáætlun væri lögð fram fylgdi með úttekt á hinni fyrri. Þá telur bandalagið orðalag í framkvæmdaáætluninni víða of máttlaust, að tryggja þurfi hlutleysi í starfslýsingum, sjá til þess að sveigjanlegur vinnutími komi ekki niður á launum og tryggja að hlutlægt, mælanlegt og skýrt mat liggi fyrir við launaákvarðanir. Að mati Kennarasambands Íslands þarf að vinna að því að fjölga körlum í kennarastétt, flétta þurfi jafnréttissjónarmið og jafnréttis fræðslu inn í kennaramenntunina og endurskoða námsefni út frá jafnréttissjónarmiðum. UNIFEM á Íslandi taldi að orðalag í framkvæmdaáætluninni væri víða of almennt, að skylda þurfi ofbeldismenn í meðferð, taka rækilega á íþróttauppeldi stúlkna, hafa jafnréttissjónar mið að leiðarljósi í starfi utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunarinnar og halda jafnréttisnámskeið fyrir fólk sem fer til starfa í þróunarlöndum eða vinnur að slíkum verkefn um. Karlanefnd Jafnréttisráðs taldi að Hagstofan ætti að gera könnun á því hvernig konur og karlar verji tíma sínum en menntamálaráðuneytið ætti að kanna framkvæmd og reynslu annarra þjóða af sérstökum umhyggjunámskeiðum í skólum, að könnun á heimilisofbeldi skuli endurtekin innan þriggja til fjögurra ára til að meta árangur aðgerða, að halda ætti sjónvarpsfund um framkvæmdaáætlunina á miðju tímabilinu þar sem ráðamenn sætu fyrir svörum og mat yrði lagt á árangur, að ríkisskattstjóri eða Hagstofan ætti að gera skýrslu um hlutföll milli fjölskyldna þar sem heildartekjur karla eru hærri en kvenna eða öfugt, að halda ætti sér stök námskeið fyrir dómara og lögmenn um orsakir, eðli og birtingarmyndir heimilisofbeldis og að lokum taldi karlanefndin að stofna þyrfti stöðu prófessors í kynjafræðum (gender studies). Kynjaverur voru þeirrar skoðunar að breyta þyrfti hugtakinu „fórnarlömb“ í þol endur, að feður utan hjónabands ættu að fá fæðingarorlof, að útbúa þurfi kennsluefni fyrir kennara og skólastjórnendur, gera samanburð á launum kvenna og karla í fiskvinnslu með tilliti til menntunar og að banna ætti vinnuveitendum að spyrja fólk um áætlanir um barneign ir eða fæðingarorlof. Að mati Jafnréttisráðs þarf að endurskoða og styrkja 12. gr. jafnréttis laganna, gera athugun á starfsmannahaldi ráðuneyta og ríkisstofnana með 25 starfsmenn eða fleiri, þ.e. kanna ráðningar, launamun o.fl., semja leiðbeinandi reglur um ráðningu starfs manna ríkisstofnana og um beitingu 9. gr. laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, þ.e. um viðbótargreiðslur, semja starfslýsingar fyrir opinberar stofnanir, skipuleggja jafn réttisfræðslu fyrir yfirmenn stofnana, endurskoða öll eyðublöð ríkisstofnana með tilliti til kynjanna, gera könnun á vaxandi launamun verkakvenna og verkakarla og benda á tillögur til úrbóta. Stígamót telja að hrinda þurfi í framkvæmd tillögum nefnda dómsmálaráðuneytis ins um ofbeldismál, skoða umgengnisrétt „ofbeldisfeðra“ við börn sín með tilliti til öryggis barnanna, efna til skipulagðrar fræðslu um kynferðisofbeldi og að öll ráðuneyti þurfi að stuðla að afnámi alls kynferðisofbeldis í samfélaginu. Að mati Skólastjórafélags Íslands þarf að bæta menntun kennaraefna hvað varðar jafnréttismál. Jafnréttisfulltrúi Akureyrar telur vanta tímasetningar í aðgerðaráætlunina, einnig skorti ákvæði um skipanir í ráð og nefndir hjá nokkrum ráðuneytum og að benda mætti nokkrum ráðuneytum á að efna til átaks til að fá konur til að sækja um hefðbundin karlastörf, t.d. á sviði samgönguráðuneytisins. Bandalag háskólamanna telur að endurmeta þurfi hefðbundin kvennastörf hjá ríkinu, launakerfisbreyt ingar megi ekki verða til þess að auka launamun kynjanna, efla þurfi kerfisbundnar kjara rannsóknir og fræðslu til ráðamanna um jafnréttismál, hafa jafnréttissjónarmið í huga við allar túlkanir á lögum og reglum sem snerta réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, lög leiða tilskipanir ESB sem bæta stöðu vinnandi fólks og fjölskyldna, bæta vinnuvernd (sbr. ESB), t.d. hvað varðar aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni, kanna þurfi orsakir atvinnuleysis meðal kvenna, einkum hvort hefðbundin sjónarmið varðandi ráðningu starfsmanna með fag menntun ráði þar um of og breyta þurfi hefðbundnu starfs- og námsvali pilta og stúlkna.
    Nefndin tekur undir það sjónarmið Jafnréttisráðs að ráðuneytin verði að vera tilbúin til að fylgja áætluninni eftir og því miðast breytingartillögur við það.
     Nefndin leggur áherslu á að kannað verði sérstaklega hvaða áhrif atvinnu- og þjóðfélags breytingar á undanförnum árum hafi haft á stöðu kvenna á landsbyggðinni og þar með á möguleika þeirra til náms og atvinnu. Niðurstöður verði notaðar til að styrkja stöðu kvenna. Þá leggur nefndin til að kveðið verði á um skipan í ráð og nefndir í öllum ráðuneytum og að þeim verði gert skylt að gera úttekt á stöðu jafnréttismála innan sinna veggja og hjá þeim stofnunum sem undir þau heyra. Einnig verði kveðið skýrar á um fræðslu til ráðamanna og yfirmanna stofnana.
    Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar með breytingum sem gerð er grein fyrir í sérstöku þingskjali.

Alþingi, 8. maí 1998.Kristín Ástgeirsdóttir,


form., frsm.


Siv Friðleifsdóttir.Einar K. Guðfinnsson.
Kristján Pálsson.Pétur H. Blöndal.Magnús Stefánsson.Arnbjörg Sveinsdóttir.Rannveig Guðmundsdóttir.Ögmundur Jónasson.