Ferill 359. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1427 – 359. mál.



Breytingartillögur


við frv. til l. um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu.

Frá minni hluta iðnaðarnefndar (SvG, GE, JóhS).



     1.      Við 3. gr. Greinin orðist svo:
             Eignarlandi fylgir eignarréttur á auðlindum í jörðu, enda séu auðlindirnar þekktar og vinnanlegar þegar lög þessi eru samþykkt. Í þjóðlendum eru auðlindir í jörðu eign íslenska ríkisins, nema aðrir geti sannað eignarrétt sinn til þeirra þegar lög þessi eru sett.
     2.      Við 4. gr.
       a.      Fyrri málsliður 1. mgr. orðist svo: Iðnaðarráðherra er heimilt að höfðu samráði við stjórnvöld umhverfismála að hafa frumkvæði að og láta rannsaka og leita að auðlindum í jörðu enda sé ekki með því gengið gegn staðfestu skipulagi eða ráðstöfun lands sam kvæmt náttúruverndarlögum og skiptir þá ekki máli þó að landeigandi hafi sjálfur hafið slíka rannsókn eða leit eða heimilað það öðrum, nema viðkomandi aðili hafi gilt rann sóknarleyfi samkvæmt lögum þessum.
       b.      Á eftir orðinu „Orkustofnun“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: og Náttúruvernd ríkisins.
       c.      Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                 Þá skal iðnaðarráðuneytið tryggja að Náttúruvernd ríkisins fái nauðsynlegar upplýsingar um áætlanir samkvæmt þessari grein og að stofnunin geti komið athugasemdum á framfæri og sett skilyrði sem iðnaðarráðuneytið tryggir að farið verði eftir á sama hátt og þau skilyrði sem Orkustofnun kann að setja.
                   Náttúrufræðistofnun ríkisins þarf ekki rannsóknarleyfi samkvæmt þessari grein.
     3.      Við 5. gr. Á eftir orðinu „Orkustofnunar“ í 3. mgr. komi: Náttúruverndar ríkisins og Náttúrufræðistofnunar.
     4.      Við 6. gr. Fyrri málsliður 1. mgr. orðist svo: Nýting auðlinda úr jörðu er háð því að hún sé heimil samkvæmt lögum um skipulags- og byggingamál og að fyrir liggi leyfi iðnaðar ráðherra hvort sem það er til nýtingar auðlinda í eignarlöndum eða í þjóðlendum með þeim undantekningum sem greinir í lögum þessum.
     5.      Við 8. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Áður en efnistaka hefst samkvæmt þessari grein skal landeigandi eða sá sem hann hefur fengið til verksins tilkynna áform sín til Náttúrufræðistofnunar og Náttúruverndarráðs og hefjist framkvæmdir ekki fyrr en þessar stofnanir hafa gefið samþykki sitt.
     6.      Við 10. gr. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Jafnframt skal Orkustofnun óska eftir mati Náttúruverndar ríkisins og ekki gefa út leyfi sitt fyrr en stofnunin hefur veitt samþykki fyrir sitt leyti.
     7.      Við 14. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Landeigandi eða Orkustofnun tilkynni Náttúruvernd ríkisins um fyrirhugaðar jarð boranir og aðrar meiriháttar framkvæmdir með hliðsjón af eftirlitshlutverki Náttúru verndarráðs, sbr. lög nr. 93/1996, um Náttúruvernd ríkisins.

Prentað upp.


     8.      Við 17. gr. Á eftir orðunum „skal þess gætt“ í 1. málsl. komi: að fyrirhugað leyfi sé í samræmi við staðfest skipulag og.
     9.      Við 21. gr. Við 2. málsl. bætist: sbr. lög nr. 93/1996, um Náttúruvernd ríkisins.
     10.      Við 23. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
              Náttúrufræðistofnun getur fengið aðgang að þeim rannsóknargögnum sem Orkustofnun hefur með höndum samkvæmt þessum kafla laganna.
     11.      Við 28. gr. 2. málsl. falli brott.
     12.      Við 30. gr. Greinin orðist svo:
             Við ákvörðun bóta skv. 28. gr. skal aðeins tekið tillit til tjóns vegna verðrýrnunar á landareign og spjalla á henni, afnotamissis af landgæðum eða hlunnindum og umferðar eða átroðnings á landareign. Valdi aðgerðir leyfishafa því að landeigandi geti ekki nýtt auðlindir sem fylgja landareign eða þær spillist á landeigandi einnig rétt til bóta vegna tjóns síns af því.
     13.      Við 34. gr. Í stað orðanna „fenginni umsögn“ í 3. málsl. 1. mgr. komi: fengnu samþykki.
     14.      Við 36. gr. 3. mgr. orðist svo:
             34. gr. laganna, um örverur, nýtingu þeirra og rannsóknir, fellur úr gildi 31. desember 2000.
     15.      Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
              Alþingi kýs fimm manna nefnd sem skili fyrir haustið 1998 tillögum um breytingar á lögum þessum um takmarkanir á auðlindarétti í jörðu skv. 3. gr. þessara laga. Ríkis stjórnin ákveður þá hvort og í hvaða formi málið verður lagt fyrir Alþingi á næsta löggjafarþingi.