Ferill 453. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


122. löggjafarþing 1997–1998.
Nr. 25/122.

Þingskjal 1503  —  453. mál.


Þingsályktun

um ritun sögu heimastjórnartímabilsins 1904–18.


    Alþingi ályktar að fela forsætisráðherra að láta rita sögu heimastjórnartímabilsins 1904– 18. Ritið fjalli um aðdraganda þess að Íslendingar fengu heimastjórn, hugmyndir sem að baki lágu, helstu forvígismenn sjálfstæðisbaráttunnar um aldamótin, bæði karla og konur, aðgerðir stjórnvalda á tímabilinu og umræður og átök sem þá urðu. Einnig verði fjallað um þau áhrif sem atburðir úti í heimi höfðu á líf landsmanna og loks þróun samfélagsins á þessum tíma sem lagði að stórum hluta grunn að því atvinnulífi, stjórnkerfi og mannlífi sem hér þrífst nú. Stefnt sé að því að ritið verði tilbúið til útgáfu á 100 ára afmæli heimastjórnarinnar árið 2004.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 1998.