Ferill 700. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1510 – 700. mál.



Svar



umhverfisráðherra við fyrirspurn Hjörleifs Guttormssonar um magnesíumverksmiðju á Reykjanesi.

     1.      Hver er staða umhverfisathugana vegna áforma um byggingu magnesíumverksmiðju á Reykjanesi:
       a.      á vegum Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum,
       b.      á vegum Hollustuverndar ríkisins vegna starfsleyfis,
       c.      á vegum Náttúruverndar ríkisins,
       d.      vegna raforkuvirkja,
       e.      vegna efnistöku úr sjó?

    a. Hinn 20. júní 1997 bárust Skipulagi ríkisins drög að frummatsskýrslu um mat á um hverfisáhrifum magnesíumverksmiðju við Sandhöfn á Suðurnesjum. Stofnunin gerði athuga semdir við drögin 5. ágúst 1997. Áður hafði stofnunin sent ábendingar um rannsóknir sem þurfa að fara fram að sumarlagi vegna mats á umhverfisáhrifum.
    Hinn 4. nóvember 1997 bárust Skipulagi ríkisins drög að frummatsskýrslu um mat á um hverfisáhrifum 220 kV háspennulína frá Strandarheiði og Vogshóli til Sandhafnar á Suður nesjum. Stofnunin gerði athugasemdir við drögin 12. nóvember 1997.
    Hinn 16. september 1997 bárust Skipulagi ríkisins drög að frummatsskýrslu um mat á um hverfisáhrifum magnesíumverksmiðju við Sandhöfn á Suðurnesjum. Stofnunin gerði athuga semdir við drögin 25. september 1997. Hinn 17. desember 1997 bárust Skipulagi ríkisins önnur drög að frummatsskýrslu Hafnasamlags Suðurnesja um mat á umhverfisáhrifum bygg ingar Sandhafnar á Suðurnesjum. Í bréfi Skipulagsstofnunar til ráðgjafarfyrirtækisins sem vann skýrsluna, dags. 7. janúar 1998, var ekki gerð krafa um frekari umfjöllun efnisatriða.
    b. Umsókn um starfsleyfi barst Hollustuvernd ríkisins 22. desember 1997. Með þeirri um sókn barst skýrsla frá apríl 1997 og ráðgert að endanleg skýrsla lægi fyrir í febrúar 1998. Sú skýrsla hefur ekki borist og nýverið hafa borist þær fréttir að ástralskt fyrirtæki hafi fjár fest í Íslenska magnesíumfélaginu. Þetta ástralska fyrirtæki er að þróa aðra útfærslu á fram leiðsluferlinu og Hollustuvernd ríkisins hefur ekki upplýsingar um áhrif breytts framleiðslu ferlis á umhverfisþætti. Vinna við starfsleyfisgerð fyrir magnesíumverksmiðju hefst ekki formlega fyrr en mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir.
    Hollustuvernd ríkisins hefur ekki látið framkvæma á sínum vegum sérstakar umhverfis athuganir vegna vinnu við veitingu starfsleyfis fyrir magnesíumverksmiðju á Reykjanesi. Stofnunin hefur hins vegar bent framkvæmdaaðila við undirbúning frummatsskýrslu um um hverfisáhrif á þætti sem þyrfti að taka til sérstakrar skoðunar. Stofnunin hefur auk þess svar að fyrirspurnum framkvæmdaaðila um einstök mál. Í sambandi við losun gróðurhúsaloftteg unda var bent á að SF6 væri mjög öflug gróðurhúsalofttegund. Í framhaldi af því hættu fram kvæmdaaðilar við að nota SF6 og fyrirhuga nú að nota annað hlífðargas. Bent hefur verið á að gera þurfi dreifingarspár og meta loftgæði, vatnsgæði og meðhöndlun úrgangs.
    c. Hinn 13. ágúst 1996 kynnti Íslenska magnesíumfélagið hf. Náttúruverndarráði áform félagsins um að reisa magnesíumverksmiðju á Reykjanesi og fór félagið þess óformlega á leit við Náttúruverndarráð að það léti í té leiðbeiningar með tilliti til mats á umhverfisáhrifum. Nokkrar hugsanlegar staðsetningar verksmiðjunnar voru einnig kynntar og fóru starfs menn og hluti Náttúruverndarráðs í vettvangsferð til að kynna sér aðstæður. Náttúruverndar ráð fjallaði um málið á fundum 15. ágúst og 13. september 1996. Hinn 26. september 1996 ritaði Náttúruverndarráð Íslenska magnesíumfélaginu hf. bréf varðandi leiðbeiningar um mat á umhverfisáhrifum vegna byggingar magnesíumverksmiðju á Reykjanesi. Hinn 26. ágúst sl. skrifaði ráðgjafarfyrirtækið sem vann matsskýrslu Náttúruvernd ríkisins bréf þar sem óskað var eftir áliti stofnunarinnar á byggingu á fyrirhugaðri magnesíumverksmiðju og efni með fylgjandi matsskýrslu þar að lútandi. Náttúruvernd ríkisins svaraði bréfinu 25. september sl. og benti sérstaklega á að stofnunin væri umsagnaraðili um mat á umhverfisáhrifum og teldi því ekki rétt að gefa álit sitt á framkvæmdinni sem slíkri fyrr en endanleg skýrsla um mat á umhverfisáhrifum færi til formlegrar meðferðar. Hinn 16. september sl. óskaði ráð gjafarfyrirtækið eftir áliti Náttúruverndar ríkisins vegna vinnu við mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar hafnar fyrir magnesíumverksmiðjuna við Sandhafnartanga. Stofnunin svaraði fyrirspurninni 13. október sl. Einnig hefur stofnunin veitt leiðbeiningar og gefið álit vegna vinnu við mat á umhverfisáhrifum raflína (magnesíumlína 1 og 2) sem leggja þarf vegna magnesíumverksmiðjunnar.
    Að öðru leyti hefur Náttúruvernd ríkisins ekki komið að vinnu við byggingu á hugsanlegri magnesíumverksmiðju á Reykjanesi.
    d. Samkvæmt kafla 2.7.6 í drögum að frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum magnesíumverksmiðju við Sandhöfn á Suðurnesjum kemur fram að rafaflsþörf verksmiðjunn ar er um 113 MW, þ.e. 976 GWst. Gert er ráð fyrir að raforkuþörf verksmiðjunnar verði fullnægt með raforku frá Vatnsfellsvirkjun, Svartsengi og frá jarðgufuvirkjun staðsettri á verksmiðjulóðinni. Í kafla 5.4 í drögum að frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum 220 kV háspennulína frá Strandarheiði og Vogshóli til Sandhafnar á Suðurnesjum kemur fram að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvar raforka til verksmiðjunnar verði framleidd. Samkvæmt yfirliti yfir orkujöfnuð Landsvirkjunar þarf að nýta hluta af Sultartangavirkjun sem er 120 MW, fyrri áfanga Vatnsfellsvirkjunar sem er 70 MW og 20 MW jarðgufustöð. Þess er getið að þetta séu einungis mögulegar leiðir til að mæta raforkuþörf magnesíumverksmiðjunnar og hún sé engan veginn bindandi.
    Samkvæmt lögum nr. 63/1993 féllst skipulagsstjóri ríkisins á byggingu 125 MW Sultar tangavirkjunar með skilyrðum 16. janúar 1997 og á byggingu 140 MW Vatnsfellsvirkjunar 8. maí 1998. Ekki liggur fyrir heimild, sbr. 2. gr. laga um raforkuver, nr. 60/1981, til bygg ingar Vatnsfellsvirkjunar.
    e. Samkvæmt drögum að frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum magnesíumverk smiðju við Sandhöfn verða notuð um 350 þús. tonn af skeljasandi á ári við framleiðslu magnesíums. Þetta er rúmlega þrefalt það magn sem Sementsverksmiðjan notar nú. Skv. 5. gr. laga nr. 63/1993, um mat á umhverfisáhrifum, er efnistaka úr sjó ekki matsskyld fram kvæmd. Í ábendingum og athugasemdum Skipulags ríkisins varðandi umfjöllun um skelja sandstöku í frummatsskýrslu kemur fram að upplýsingar og umfjöllun skorti um magn og gæði skeljasands í matsskýrslunni.
    Einu upplýsingarnar sem Hollustuvernd ríkisins hefur um fyrirhugað efnisnám í sjó er að verið sé að kanna mögulega efnistökustaði í sjó. Hins vegar telur stofnunin að breytt vinnslu ferli geti haft áhrif á efnistöku í sjó og hugsanlegt sé að hráefni til magnesíumvinnslu verði flutt erlendis frá.

     2.      Af hvaða mengunarþáttum þessa iðnaðar þarf einkum að hafa áhyggjur:
       a.      við losun í sjó,
       b.      við losun í andrúmsloft,
       c.      af öðrum ástæðum?

    a. Varðandi losun í sjó má nefna efnainnihald í notuðum sjó, svo sem svifagnir, lífræn þrá virk klórsambönd og viss snefilefni.
    b. Varðandi losun í andrúmsloft má nefna ryk, saltsýru, klórgas, brennisteinsvetni, brenni steinsdíoxíð og lífræn þrávirk klórsambönd.
    c. Varðandi losun af öðrum ástæðum má nefna fastan úrgang. Að stærstum hluta er um að ræða möl, sand, ólífræn oxíð, ólífræn hýdroxíð og önnur ólífræn efnasambönd, sem ekki eru talin skaðleg umhverfinu, auk kerbrota. Í úrganginum geta einnig verið lífræn þrávirk klórsambönd og viss snefilefni sem þarf að skoða sérstaklega.

     3.      Telur ráðherra að svigrúm sé til þess að heimila viðbótarlosun gróðurhúsalofttegunda frá orkufrekum iðnaði eins og magnesíumframleiðslu hérlendis miðað við væntanlegar skuldbindingar Íslands samkvæmt Kyoto-bókuninni?
    Fyrirhuguð magnesíumverksmiðja á Reykjanesi með kalkbrennslu mun auka losun gróður húsalofttegunda frá Íslandi um 12–13% miðað við grunnár 1990. Losun gróðurhúsaloftteg unda árið 1998 er áætluð 10% umfram losun þessara lofttegunda árið 1990. Samkvæmt Kyoto-bókuninni eru losunarmörk fyrir Ísland á fyrsta losunartímbili árin 2008–2012 5,5 sinnum heildarlosun gróðurhúsalofttegundanna sex sem Kyoto-bókunin tekur til, eins og hún var árið 1990. Sé þessu jafnað á hvert ár er það 10% meiri losun á hverju ári losunartíma bilsins en var á árinu 1990. Á þessu stigi er ólokið samningum um ýmis atriði Kyoto-sam komulagsins sem ráða mun miklu um það hvernig einstök ríki munu geta fullnægt skuldbind ingum sínum. Í því sambandi má nefna bindingu kolefnis í gróðri, þ.e. bæði vegna skógrækt ar og landgræðslu, reglur um viðskipti með losunarkvóta og þátttöku þjóða í verkefnum sem minnka losun gróðurhúsalofttegunda í öðrum ríkjum í viðauka I við bókunina og þróunarríkj um. Auk þess er óráðið hvernig metin verða til losunarbókhalds einstök stórverkefni sem hafa hlutfallslega mikil áhrif á heildarlosun einstakra þjóða, sbr. 5. gr. d) í lokasamþykkt Kyoto-ráðstefnunnar. Öll þessi atriði gera það að verkum að erfitt er að meta á þessu stigi, ef til byggingar verksmiðjunnar kemur, hvaða áhrif það mun hafa á aðgerðir Íslands vegna Kyoto-samkomulagsins.