Ferill 620. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1522 – 620. mál.



Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 63/1970, um skipan opinberra framkvæmda, og lögum nr. 52/1987, um opinber innkaup, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 4. júní.)



I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 63/1970, um skipan opinberra framkvæmda,
með síðari breytingum.

1. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 22. gr. laganna:
a.    1. mgr. orðast svo:
         Skylt er að bjóða út á Evrópska efnahagssvæðinu verk sem áætlað er að nemi a.m.k. því verðmæti án virðisaukaskatts sem getið er um í 1. og 2. tölul. þessarar málsgreinar.
    1.    5.150.548 evrópskra mynteininga (ECU), enda er ekki um að ræða verk sem falla undir 2. tölul.
    2.    5.000.000 ECU þegar um verk er að ræða sem falla undir viðauka við lög þessi og þau eru boðin út af aðila sem fellur undir 2. málsl. 1. mgr. 21. gr. Sama gildir þegar þessir aðilar bjóða út verk sem tengjast byggingarframkvæmdum fyrir sjúkrahús, mann virkjum til íþrótta- og tómstundaiðkunar, byggingarframkvæmdum við skóla og háskóla og byggingarframvæmdum fyrir stjórnsýslu.
b.    2. mgr. orðast svo:
         Við mat á verðmæti innkaupa skal miða við það gengi sem auglýst hefur verið af Eftir litsstofnun EFTA og í gildi var þann dag sem auglýsing skv. 24. gr. var send til birtingar.
c.    Við bætist ný málsgrein sem verður 3. mgr. og orðast svo:
         Fjárhæð viðmiðunarmarka í ECU skv. 1. tölul. 1. mgr. breytist til hækkunar eða lækkunar í samræmi við breytingar á gengi ECU gagnvart SDR, í fyrsta skipti 1. janúar 2000.


2. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 1. mgr. 23. gr. laganna:
a.    2. málsl. orðast svo: Nái áætlað heildarverðmæti verksins þeirri fjárhæð sem tilgreind er í 22. gr. er skylt að bjóða út einstaka verkáfanga á Evrópska efnahagssvæðinu.
b.    Við bætist nýr málsliður sem orðast svo: Ekki þarf þó að bjóða út einstaka áfanga sem að verðmæti nema allt að 1 milljón ECU án virðisaukaskatts, enda nái verðmæti þessara áfanga ekki 20% af áætluðu heildarverðmæti verksins.

3. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 24. gr. laganna:
a.     Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein sem orðast svo:
         Aðili skv. 1. gr. skal tilkynna með auglýsingu þá ákvörðun sína að gera sérleyfissamning um verkframkvæmdir þegar slíkir samningar ná þeirri fjárhæð sem tilgreind er í 2. tölul. 1. mgr. 22. gr. Sama skylda hvílir á sérleyfishafa samkvæmt slíkum samningum þótt hann falli hvorki undir ákvæði 1. gr. né 2. eða 3. málsl. 1. mgr. 21. gr.
b.     Í stað orðanna „1. mgr.“ í 2. mgr. kemur: 1. og 2. mgr.

4. gr.

    35. gr. laganna fellur brott og breytist töluröð annarra greina samkvæmt því.

5. gr.

    Við lögin bætist viðauki sem orðast svo:
    Í þessum viðauka eru tilgreindar þær tegundir verka sem vísað er til í 2. tölul. 1. mgr. 22. gr. laga þessara. Viðaukinn er byggður á XI. viðauka, flokki 50, hópi 502, við tilskipun ráðsins nr. 93/37/EBE frá 14. júní 1993.
          Tegundir verka:
         Almenn mannvirkjagerð.
         Jarðvegsvinna.
         Smíði brúa, ganga og stokka; borun.
         Vatnsvirkjun (ár, skurðir, hafnir, stíflur, flóðgáttir og -garðar).
         Vegagerð (þar með talin sérhæfð lagning flugvalla og flugbrauta).
                  Sérhæfð byggingarvinna við vatnsmannvirki (þ.e. við áveitur, framræslu, vatnsveitu, hreinsun og losun fráveituvatns o.s.frv.).
         Sérhæfð starfsemi á öðrum sviðum mannvirkjagerðar.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 52/1987, um opinber innkaup, með síðari breytingum.
6. gr.

    1. málsl. 3. gr. laganna orðast svo: Á vegum ríkisins skal rekin innkaupastofnun (Ríkis kaup) sem starfar samkvæmt ákvæðum 1. gr.

7. gr.

     1. málsl. 5. gr. laganna orðast svo: Ríkiskaup annast innkaup á vörum og þjónustu fyrir ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki, rannsaka sameiginlegar þarfir á vörum og þjónustu og beita sér fyrir samræmdum innkaupum á vörum til þarfa ríkisins.

8. gr.

     Í stað orðanna „Innkaupastofnunin skal viðhafa“ í 1. málsl. 6. gr. laganna kemur: Ríkiskaup skulu viðhafa.

9. gr.

    Í stað orðanna „Innkaupastofnunin selur eða útvegar“ í fyrri málslið 7. gr. laganna kemur: Ríkiskaup selja eða útvega.

10. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 10. gr. laganna:
a.     Á eftir orðinu „vörum“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: og þjónustu.
b.     Á eftir orðinu „innkaupum“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: á vörum.
c.     Í stað upphæðarinnar „200.000“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 206.020.
d.    2. tölul.1. mgr. orðast svo: 133.914 ECU vegna innkaupa á vegum Ríkiskaupa eða annarra stofnana í eigu ríkisins sem fengið hafa heimild skv. 3. gr. til að bjóða út enda sé ekki um að ræða stofnanir eða fyrirtæki sem falla undir 3. og 4. tölul. eða kaup á þjónustu sem fellur undir viðauka I við lög þessi.
e.    4. tölul. 1. mgr. orðast svo: 600.000 ECU ef innkaupin eru gerð af fyrirtækjum eða stofnunum sem reka fjarskiptakerfi eða veita almenna fjarskiptaþjónustu.
f.    Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein sem orðast svo:
         Fjárhæð viðmiðunarmarka í ECU skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. breytist til hækkunar eða lækkunar í samræmi við breytingar á gengi ECU gagnvart SDR, í fyrsta skipti 1. janúar 2000.
g.     3. mgr., er verður 4. mgr., orðast svo:
         Við mat á verðmæti innkaupa skal miða við það gengi sem auglýst hefur verið af Eftir litsstofnun EFTA og í gildi er þann dag sem auglýsing skv. 12. gr. er send til birtingar.

11. gr.

     Í stað orðanna „Innkaupastofnunar ríkisins“ í 14. gr. laganna kemur: Ríkiskaupa.

12. gr.

    15. gr. laganna orðast svo:
    Fjármálaráðherra skal í reglugerð kveða nánar á um framkvæmd laga þessara, svo sem um efni auglýsinga, útboðsgögn, útboðsaðferðir, tilboðsfresti, hæfi bjóðenda, val á tilboðum og starfsemi Ríkiskaupa.

13. gr.

    17. gr. laganna fellur brott.

14. gr.

    Viðauki I við lögin orðast svo:
    Í þessum viðauka eru tilgreindar þær tegundir þjónustu sem vísað er til í 2. tölul.1. mgr. 10. gr. laga þessara. Viðaukinn er byggður á viðauka IB og flokkum 5 og 8 í viðauka IA við tilskipun ráðsins nr. 92/50/EBE frá 18. júní 1992.
     Tegund þjónustu     CPC-flokkunarnúmer
    Hótel- og veitingaþjónusta     64
    Járnbrautarflutningar     711
    Flutningar á sjó- eða vatnaleiðum     72
    Auka- eða viðbótarflutningaþjónusta     74
    Lögfræðiþjónusta     861
    Ráðningarþjónusta     872
    Öryggis- og eftirlitsþjónusta, að undanskildum
         flutningum með brynvörðum bifreiðum     873 (þó ekki 87304)
    Kennsla og starfsmenntunarþjónusta     92
    Heilbrigðis- og félagsmálaþjónusta     93
    Tómstunda-, menningar- og íþróttaþjónusta     96
    Viðhalds- og viðgerðarþjónusta     6612, 6122, 633, 886
    Þjónusta við rannsóknir og þróun     85
    Þjónusta vegna dagskrárútsendinga     7524
    Samtengingarþjónusta     7525
    Samþætt fjarskiptaþjónusta     7526

III. KAFLI
Gildistaka.
15. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.