Ferill 560. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1524 – 560. mál.



Frumvarp til laga



um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

(Eftir 2. umr., 4. júní.)



I. KAFLI
Markmið og gildissvið.
1. gr.
Markmið og skilgreiningar.

    Markmið laga þessara er að stuðla að því að fjármálastarfsemi sem lög þessi taka til sé í samræmi við lög, reglugerðir, reglur og samþykktir sem hverju sinni gilda um starfsemina.
    Með fjármálastarfsemi er í lögum þessum átt við hvers konar starfsemi fyrirtækja, stofn ana og annarra aðila sem tilgreindir eru í 2. gr.
    Með eftirlitsskyldum aðilum er í lögum þessum átt við aðila sem eftirlit Fjármálaeftirlits tekur til skv. 2. gr.

2. gr.
Eftirlitsskyld starfsemi.

    Eftirlit samkvæmt þessum lögum tekur til starfsemi eftirtalinna aðila:
     1.      viðskiptabanka og sparisjóða,
     2.      lánastofnana annarra en viðskiptabanka og sparisjóða,
     3.      vátryggingafélaga,
     4.      félaga og einstaklinga sem stunda vátryggingamiðlun,
     5.      fyrirtækja í verðbréfaþjónustu,
     6.      verðbréfasjóða og rekstrarfélaga verðbréfasjóða,
     7.      kauphalla og annarra skipulegra tilboðsmarkaða,
     8.      verðbréfamiðstöðva,
     9.      lífeyrissjóða,
     10.      aðila, annarra en greinir í 1. tölul., sem heimild hafa lögum samkvæmt til þess að taka við innlánum.
    Lögin taka einnig til eftirlits með annarri starfsemi en greinir í 1. mgr. sem Fjármálaeftir litinu er falið samkvæmt sérstökum lögum.
    Um eftirlit með starfsemi innlendra aðila erlendis og erlendra aðila hér á landi fer sam kvæmt ákvæðum sérlaga og alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að.
    Þegar vafi leikur á um hvort starfsemi fellur undir þessa grein sker stjórn Fjármálaeftir litsins úr.

II. KAFLI
Stjórnsýsla.
3. gr.
Stofnun.

    Með eftirlit samkvæmt lögum þessum fer sérstök stofnun er nefnist Fjármálaeftirlitið. Fjármálaeftirlitið er ríkisstofnun og lýtur sérstakri stjórn. Stofnunin heyrir undir viðskipta ráðherra.

4. gr.
Stjórn.

    Með yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins fer þriggja manna stjórn sem viðskiptaráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Einn stjórnarmaður skal skipaður eftir tilnefningu frá Seðlabanka Ís lands. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Ráðherra skipar formann stjórnar og ákveð ur þóknun stjórnarmanna.
    Hlutverk stjórnar er að móta áherslur í starfi og fylgjast með starfsemi og rekstri Fjár málaeftirlitsins. Meiri háttar ákvarðanir skal bera undir stjórnina til samþykktar eða synj unar.

5. gr.
Forstjóri. Starfsmenn.

    Forstjóri Fjármálaeftirlitsins er ráðinn af stjórn stofnunarinnar. Forstjóri annast daglega stjórnun á starfsemi og rekstri stofnunarinnar. Stjórn stofnunarinnar ákveður starfskjör for stjóra.
    Forstjóri ræður starfsmenn til stofnunarinnar.

6. gr.
Hæfi.

    Stjórnarmenn skulu búa yfir þekkingu á fjármagnsmarkaði og hafa haldgóða menntun sem nýtist á þessu sviði. Gæta skal þess við skipun stjórnar að starfsreynsla og menntun stjórnar manna sé sem fjölbreyttust.
    Forstjóri skal hafa menntun á háskólastigi og búa yfir víðtækri þekkingu og starfsreynslu á fjármagnsmarkaði.
    Stjórnarmenn og forstjóri skulu vera lögráða og mega aldrei hafa verið sviptir forræði á búi sínu. Þeir skulu hafa óflekkað mannorð og mega ekki í tengslum við atvinnurekstur hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum eða lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrot eða þeim sérlögum sem gilda um eftirlitsskylda aðila.
    Stjórnarmenn, forstjóri og starfsmenn mega ekki vera stjórnendur, starfsmenn, endurskoð endur, lögmenn eða tryggingastærðfræðingar eftirlitsskyldra aðila.
    Stjórnarmenn, forstjóri og starfsmenn skulu ekki taka þátt í meðferð máls er varðar við skipti þeirra sjálfra eða fyrirtækja sem þeir eiga hlut í, sitja í stjórn hjá, eru fyrirsvarsmenn fyrir eða eiga að öðru leyti verulegra hagsmuna að gæta í og snerta hina eftirlitsskyldu aðila. Sama gildir um þátttöku í meðferð máls er varðar aðila sem eru þeim tengdir persónulega eða fjárhagslega.
    Ráðherra setur reglur um viðskipti stjórnarmanna, forstjóra og starfsmanna við eftirlits skylda aðila. Þar skal meðal annars kveðið á um takmarkanir á heimildum til að vera í fjár hagslegum skuldbindingum gagnvart eftirlitsskyldum aðilum eða eiga hlut í þeim.

7. gr.

Samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila.

    Sérstök samráðsnefnd sem skipuð er fulltrúum eftirlitsskyldra aðila skal starfa í tengslum við stofnunina.
    Stjórnendur Fjármálaeftirlitsins skulu eiga reglulega fundi með samráðsnefndinni. Sam ráðsnefndin hefur ekki ákvörðunarvald í málefnum Fjármálaeftirlitsins.
    Nánar skal kveðið á um samráðsnefndina í reglugerð, meðal annars um skipan hennar.

III. KAFLI
Starfsemi.
8. gr.
Eftirlit.

    Fjármálaeftirlitið skal fylgjast með að starfsemi eftirlitsskyldra aðila sé í samræmi við lög, reglugerðir, reglur eða samþykktir sem um starfsemina gilda og að starfsemin sé að öðru leyti í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti.
    Um starfsheimildir Fjármálaeftirlitsins fer að öðru leyti eftir ákvæðum sérlaga.

9. gr.

Athugun og aðgangur.


    Fjármálaeftirlitið skal athuga rekstur eftirlitsskyldra aðila svo oft sem þurfa þykir. Þeim er skylt að veita Fjármálaeftirlitinu aðgang að öllu bókhaldi sínu, fundargerðum, skjölum, verðmætum og öðrum gögnum í vörslu þeirra er varða starfsemina og Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegan.
    Vegna starfsemi sinnar getur Fjármálaeftirlitið gert vettvangskannanir eða óskað upplýs inga á þann hátt og svo oft sem hún telur þörf á.

10. gr.
Athugasemdir og úrbætur.

    Komi í ljós við athuganir Fjármálaeftirlitsins að eftirlitsskyldir aðilar fylgja ekki lögum og öðrum reglum sem gilda um starfsemi þeirra skal Fjármálaeftirlitið krefjast þess að úr sé bætt innan ákveðins frests.
    Fjármálaeftirlitið skal gera athugasemdir ef það telur hag eða rekstur eftirlitsskylds aðila að öðru leyti óheilbrigðan og brjóta í bága við eðlilega viðskiptahætti enda þótt ákvæði 1. mgr. eigi ekki við.
    Hafi stjórn eftirlitsskylds aðila vanrækt skyldu sem á henni hvílir samkvæmt lögum, reglu gerðum, reglum eða samþykktum getur Fjármálaeftirlitið boðað til fundar í stjórn aðilans um leiðir til úrbóta. Fulltrúi Fjármálaeftirlitsins stýrir fundinum og hefur málfrelsi og tillögurétt.

11. gr.

Fullnustuúrræði. Tilkynningarskylda.

    Sé kröfum eða athugasemdum Fjármálaeftirlitsins um úrbætur ekki sinnt getur það gripið til viðurlaga í formi dagsekta. Innheimta viðurlaga samkvæmt þessari málsgrein skal ákveðin af stjórn Fjármálaeftirlitsins og renna innheimt viðurlög að 3/ 4 hlutum til ríkissjóðs. Nánar skal kveðið á um ákvörðun viðurlaganna og innheimtu í reglugerð.
    Fjármálaeftirlitinu er einnig heimilt að skipa fulltrúa sinn eftirlitsmann með viðkomandi eftirlitsskyldum aðila. Er eftirlitsskyldum aðila skylt að veita eftirlitsmanni aðgang að öllu bókhaldi sínu, fundargerðum, skjölum, verðmætum og öðrum gögnum sem hann hefur í sinni vörslu og veita að öðru leyti þær upplýsingar sem eftirlitsmaður óskar eftir. Eftirlitsmaðurinn hefur rétt til að sitja fundi í stjórn eftirlitsskylds aðila með málfrelsi og tillögurétti. Kostnaður við störf eftirlitsmanns greiðist af hinum eftirlitsskylda aðila.
    Ef brot eru alvarleg og hinn eftirlitsskyldi aðili hefur með refsiverðum hætti gerst brotleg ur við lög að mati Fjármálaeftirlitsins ber því að greina ríkislögreglustjóra frá því.
    Kröfur, athugasemdir og fyrirhugaðar aðgerðir Fjármálaeftirlitsins samkvæmt þessari grein skulu þegar í stað tilkynntar viðskiptaráðherra, þeim ráðherra sem annars fer með yfir stjórn viðkomandi málefna og stjórn hins eftirlitsskylda aðila eða viðkomandi aðila ef stjórn er ekki til að dreifa.

IV. KAFLI

Þagnarskylda. Samskipti við eftirlitsstjórnvöld
og Seðlabanka Íslands.

12. gr.
Þagnarskylda.

    Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfs menn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, tryggingastærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu.
    Upplýsingar skv. 1. mgr. má þó veita í samandregnu formi þannig að einstakir eftirlits skyldir aðilar séu ekki auðkenndir.

13. gr.

Samskipti við eftirlitsstjórnvöld.


    Fjármálaeftirlitið má veita eftirlitsstjórnvöldum annarra ríkja upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu skv. 12. gr., sé það liður í samstarfi ríkjanna um eftirlit með starfsemi eftirlits skyldra aðila og slík upplýsingagjöf er gagnleg til að unnt sé að framfylgja lögmæltu eftirliti. Ákvæði þessarar málsgreinar gilda einnig um skipti á upplýsingum við eftirlitsstjórnvöld hér á landi.
    Ákvæði 1. mgr. gilda um skipti á upplýsingum við stjórnvöld hér á landi eða erlendis sem fjalla um gjaldþrot og slit eftirlitsskyldra aðila, eftirlit með þeim sem framkvæma endurskoð un hjá þeim eða tryggingafræðilegar úttektir. Sama gildir um þá sem eftirlit hafa með þessum aðilum. Upplýsingaskipti eru einnig heimil við eftirlitsstjórnvöld á sviði félagaréttar.
    Upplýsingar sem Fjármálaeftirlitið fær samkvæmt þessari grein eru háðar þagnarskyldu skv. 12. gr. Fjármálaeftirlitinu er því aðeins heimilt að veita upplýsingar samkvæmt þessari grein að sá sem óskar upplýsinga sé háður samsvarandi þagnarskyldu.

14. gr.
Samskipti við Seðlabanka Íslands.

    Forstjóri Fjármálaeftirlitsins skal eiga reglulega samráðsfundi með fulltrúum Seðlabank ans. Þar skal hann veita upplýsingar um starfsemi Fjármálaeftirlitsins sem nauðsynlegar eru starfsemi Seðlabankans.
    Fjármálaeftirlitið skal veita Seðlabankanum allar upplýsingar sem stofnunin býr yfir og nýtast í starfsemi bankans. Komi í ljós grunsemdir um bresti í fjárhagslegri stöðu eftirlitsskyldra aðila, sem eru í viðskiptum við Seðlabankann, skal Fjármálaeftirlitið tafarlaust gera bankastjórn Seðlabankans viðvart.
    Upplýsingar sem veittar eru samkvæmt þessari grein eru háðar þagnarskyldu samkvæmt þessum lögum og lögum um Seðlabanka Íslands.
    Stjórn Fjármálaeftirlitsins og bankastjórn Seðlabankans skulu gera sérstakan samstarfs samning þar sem kveðið er nánar á um framkvæmd þessarar greinar.

V. KAFLI

Ýmis ákvæði.
15. gr.
Skýrslugjöf.

    Fjármálaeftirlitið skal á hálfs árs fresti gefa viðskiptaráðherra skýrslu um starfsemi sína.

16. gr.

Greiðsla eftirlitskostnaðar.


    Eftirlitsskyldir aðilar skulu standa straum af kostnaði við rekstur Fjármálaeftirlitsins.
    Eftirlitsgjald skal greitt ársfjórðungslega fyrir fram. Fyrir 1. september ár hvert skal Fjár málaeftirlitið áætla kostnað við starfsemi sína næsta almanaksár og skal álagning miðuð við þá áætlun. Miða skal við að eftirlitsskyldir aðilar greiði eftirlitsgjald í hlutfalli við þann tíma sem ætla má að fari í eftirlit með viðkomandi flokki þeirra. Leita skal álits samráðsnefndar á áætluðu rekstrarumfangi næsta árs. Stjórn stofnunarinnar skal senda viðskiptaráðherra áætlunina til samþykktar og skal álit samráðsnefndar fylgja áætluninni.
    Eftirlitsgjald skal ákvarðað þannig og skal að hámarki nema eftirfarandi hundraðshlutum:
     1.      Vegna starfsemi viðskiptabanka og sparisjóða og lánastofnana annarra en viðskiptabanka og sparisjóða 0,021% af eignum samtals, þó eigi lægri fjárhæð en 150.000 kr.
     2.      Vegna starfsemi vátryggingafélaga 0,33% af bókfærðum frumtryggingariðgjöldum og 0,04% af bókfærðum fengnum endurtryggingariðgjöldum, þó eigi lægri fjárhæð en 150.000 kr. Heimilt er að leggja mishátt eftirlitsgjald á mismunandi vátryggingagreinar.
     3.      Vegna starfsemi félaga og einstaklinga sem stunda vátryggingamiðlun 0,053% af því iðgjaldamagni sem miðlað er á næstliðnu ári, þó eigi lægri fjárhæð en 150.000 kr.
     4.      Vegna starfsemi fyrirtækja í verðbréfaþjónustu og verðbréfasjóða og rekstrarfélaga verðbréfasjóða 0,1015% af eignum samtals, þó eigi lægri fjárhæð en 150.000 kr.
     5.      Vegna starfsemi kauphalla og annarra skipulegra tilboðsmarkaða 2% af rekstrartekjum.
     6.      Vegna starfsemi lífeyrissjóða 0,0098% af hreinni eign til greiðslu lífeyris. Greiða skal eftirlitsgjaldið sem fastagjald að fjárhæð 150.000 kr. vegna lífeyrissjóða er hafa hreina eign til greiðslu lífeyris undir 1 milljarði kr., 300.000 kr. vegna lífeyrissjóða er hafa hreina eign til greiðslu lífeyris frá 1 til 10 milljarða kr. og 600.000 kr. vegna lífeyris sjóða er hafa hreina eign til greiðslu lífeyris þar yfir. Það sem þá er ógreitt af eftirlits gjaldi skv. 1. málsl. þessa töluliðar greiðist í hlutfalli við fjölda virkra sjóðfélaga í við komandi lífeyrissjóði.
     7.      Vegna starfsemi verðbréfamiðstöðva 2% af rekstrartekjum, þó eigi lægri fjárhæð en 150.000 kr.
    Falli starfsemi hins eftirlitsskylda aðila að fleiri en einu sviði skv. 2. gr. skal áætla eftir litsgjald í hlutfalli við starfsemi á hverju sviði fyrir sig.
    Vegna eftirlits með annarri starfsemi en upp er talin í 1.–7. tölul. 3. mgr. greiðist sam kvæmt reikningi.
    Útibú erlendra eftirlitsskyldra aðila sem fengið hafa starfsleyfi hér á landi skulu greiða eftirlitskostnað samkvæmt þessari grein.
    Verði rekstrarafgangur af starfsemi Fjármálaeftirlitsins skal hann ganga upp í eftirlits gjald næsta árs í hlutfalli við álagt eftirlitsgjald skv. 3. mgr. Verði rekstrartap skal taka tillit til þess við álagningu eftirlitsgjalds á næsta ári.
    Ráðherra skal í reglugerð setja nánari fyrirmæli um greiðslu eftirlitskostnaðar. Þar er heimilt að kveða á um að sértækt eftirlit eða viðamiklar kannanir sem stofnunin framkvæmir umfram reglubundið eftirlit verði greitt samkvæmt reikningi.

17. gr.
Kærunefnd.

    Ákvörðunum Fjármálaeftirlits má skjóta til sérstakrar kærunefndar.
    Kærunefndin er skipuð af viðskiptaráðherra til þriggja ára í senn. Nefndarmenn skulu vera þrír. Hæstiréttur tilnefnir nefndarmenn og formann nefndarinnar. Varamenn skulu vera jafn margir og skipaðir á sama hátt.
    Nefndinni er heimilt að kveðja sér til ráðuneytis sérfróða aðila við úrskurð einstakra mála.
    Kostnaður við störf kærunefndar greiðist úr ríkissjóði.
    Kærandi skal greiða 120.000 kr. gjald vegna kæru um leið og kært er. Nefndinni er heim ilt að ákveða endurgreiðslu kærugjalds. Að öðru leyti greiðist kostnaður við störf nefndar innar úr ríkissjóði. Þóknun til nefndarmanna er ákveðin af viðskiptaráðherra.
    Úrskurðum kærunefndar verður ekki skotið til viðskiptaráðherra.
    Viðskiptaráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um störf og starfshætti kæru nefndar. Í slíkri reglugerð má jafnframt kveða nánar á um valdsvið kærunefndar, hvaða mál efnum megi skjóta til hennar og kærufresti.
    Um þagnarskyldu kærunefndar fer skv. 12. gr.

18. gr.
Reglugerð.

    Ráðherra setur nánari ákvæði um starfsemi Fjármálaeftirlitsins í reglugerð. Þar skal m.a. kveðið á um ákvörðun og innheimtu dagsekta.

19. gr.
Viðurlög.

    Fyrir brot á lögum þessum skal refsað með sektum eða fangelsi allt að einu ári liggi ekki þyngri refsing við broti samkvæmt öðrum lögum.

20. gr.

Gildistaka o.fl.


    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1999. Á sama tíma leggst starfsemi Vátryggingaeftirlitsins og bankaeftirlits Seðlabanka Íslands niður.
    Starfsmenn Vátryggingaeftirlitsins og bankaeftirlits Seðlabanka Íslands sem eru í starfi við gildistöku laganna skulu eiga rétt á starfi hjá Fjármálaeftirlitinu og halda óbreyttum launakjörum sínum og aðild að stéttarfélagi.
    Ráðherra skal gangast fyrir endurskoðun á ákvæðum 16. gr. fyrir 1. janúar árið 2002.
    Fjármálaeftirlitið fer með þau verkefni sem Vátryggingaeftirlitinu og bankaeftirliti Seðla banka Íslands eru falin samkvæmt öðrum lögum.