Ferill 707. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


122. löggjafarþing 1997–1998.
Nr. 33/122.

Þingskjal 1569  —  707. mál.


Þingsályktun

um mótmæli við aukinni losun geislavirkra efna frá breskum kjarnorkuendurvinnslustöðvum.


    Alþingi ályktar að mótmæla harðlega aukinni losun og auknum umsvifum kjarnorku- endurvinnslustöðva í Dounreay og Sellafield sem ógnað geta hreinleika hafsins og nýtingu sjávarauðlinda umhverfis Ísland og ganga gegn alþjóðasamningum, m.a. OSPAR-samningnum um verndun hafrýmis Norðaustur-Atlantshafsins.
    Alþingi ítrekar jafnframt fyrri mótmæli sín með vísan til þingsályktunar frá 8. febrúar 1988, um mótmæli gegn stækkun endurvinnslustöðvar í Dounreay fyrir úrgang frá kjarnorkuverum, og þingsályktunar frá 17. desember 1993, um viðbrögð vegna starfsleyfis fyrir THORP-endurvinnslustöðina í Sellafield.

Samþykkt á Alþingi 5. júní 1998.