Brottför hersins og yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Mánudaginn 08. febrúar 1999, kl. 16:14:03 (3335)

1999-02-08 16:14:03# 123. lþ. 60.6 fundur 9. mál: #A brottför hersins og yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar# þál., SP (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 123. lþ.

[16:14]

Sólveig Pétursdóttir:

Virðulegi forseti. Í greinargerð með tillögu þessari er lagt til að Ísland móti sjálfstæða íslenska utanríkis- og friðarstefnu sem m.a. á að grundvallast á vopnleysi og veru utan hernaðarbandalaga. Ég minni á að um álfuna alla og þótt víðar væri leitað er horft til Atlantshafsbandalagsins til þess að tryggja frið og stöðugleika. Friður án vopna er fögur framtíðarsýn en því miður ekki raunsæ í þeim heimi sem við búum í.

Aðstaða varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli er mikilvægasta framlag okkar til starfsemi bandalagsins. Virðulegi forseti. Ég styð að tillögunni verði vísað til nefndar en undirstrika andstöðu mína við efni hennar.