Stjórnarskipunarlög

Fimmtudaginn 11. febrúar 1999, kl. 17:45:20 (3536)

1999-02-11 17:45:20# 123. lþ. 64.1 fundur 254. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv., KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 123. lþ.

[17:45]

Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er auðvitað rétt hjá þingmanninum. Þetta eru mannanna verk og stjórnskipan okkar og þjóðfélag eru auðvitað fyrst og fremst mannanna verk og þess vegna er hægt að breyta því. En ég held að það sé ekki löggjöfin og framkvæmdarvaldið sem veldur þar mestu um. Ég hugsa að t.d. tilkoma véla í báta í byrjun aldarinnar hafi breytt miklu meiru en nokkur einasta löggjöf sem sett hefur verið á Alþingi, jafnvel tryggingalöggjöfin, sem er nú með því merkasta sem hefur verið tekið upp.

Mér finnst því að hv. þm. séu að gera allt of mikið úr hlutverki löggjafarvaldsins og hlutverki þingmanna enda eins og ég nefndi þá halda þessar breytingar áfram hvað sem menn hafa verið að reyna að gera. Hæstiréttur felldi þann dóm að ráðherra hefði ekki lagaheimild til þess að flytja þessa ákveðnu stofnun og auðvitað endurspeglar það einhver ákveðin viðhorf í Hæstarétti. En menn mega passa sig á þessum alhæfingum.