Réttarstaða fólks í hjúskap og óvígðri sambúð

Miðvikudaginn 17. febrúar 1999, kl. 14:57:06 (3746)

1999-02-17 14:57:06# 123. lþ. 68.6 fundur 372. mál: #A réttarstaða fólks í hjúskap og óvígðri sambúð# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., dómsmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 123. lþ.

[14:57]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Drög að þessum upplýsingaritum liggja núna fyrir. Texti þeirra er ekki alveg fullunninn þannig að ég get ekki sagt nákvæmlega fyrir um það hvenær útgáfudagur þeirra verður. En við væntum þess að það líði ekki langur tími.

Vissulega er þetta drjúgur tími en á það ber að líta að mikil verkefni hvíla á herðum fárra manna í ráðuneytunum sem þessi verk vinna og það er mjög mikilvægt að upplýsingarit eins og þessi séu vönduð þannig að sem gleggstar og skýrastar upplýsingar komi til þeirra sem á þurfa að halda.