Túlkun stjórnmálaumræðna í Ríkisútvarpinu fyrir heyrnarlausa

Miðvikudaginn 17. febrúar 1999, kl. 19:17:26 (3806)

1999-02-17 19:17:26# 123. lþ. 68.17 fundur 459. mál: #A túlkun stjórnmálaumræðna í Ríkisútvarpinu fyrir heyrnarlausa# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., MagnM
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 123. lþ.

[19:17]

Magnús Árni Magnússon:

Hæstv. forseti. Ég kom upp fyrr í dag og benti á að ég hefði kynnst því frá Bandaríkjunum að þar var möguleiki að texta efni sem sent var út beint. Það kann að vera að það séu tölvur sem nema talmál sem gera það fyrir þá og kann að vera að sú tækni sé ekki komin með íslenskt talmál á hreint, ég þekki það ekki. En þetta er kannski möguleiki sem vert er að athuga og ég efast ekkert um að tæknimenn sjónvarps líta á þann kost ef hann er fyrir hendi. Væri það mjög æskilegt ef hægt væri að koma því við að hafa texta um leið og stjórnmálaumræðurnar fara fram.