Forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu

Miðvikudaginn 17. febrúar 1999, kl. 20:00:51 (3828)

1999-02-17 20:00:51# 123. lþ. 68.22 fundur 452. mál: #A forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 123. lþ.

[20:00]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Ég þakka hvatningu hv. þm. Allt of mikil vinna liggur fyrir varðandi þessa forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu til að hún sé ekki nýtt alveg til fullnustu. Það er ágætt að fá þessa hvatningu og vekja athygli á því. Ég get fullvissað hv. þingmanninn um að nú þegar hefur þetta plagg komið að góðu gagni og á eftir að koma að enn betra gagni.

Alltaf má gera góða þjónustu betri og ég held að við Íslendingar séum kannski betur tækjum búnir en flestar aðrar þjóðir í kringum okkur og við fylgjumst betur með en þjóðirnar í kringum okkur. Við veitum betri þjónustu en t.d. Danir en við eigum ekki að ofmetnast af því. Við eigum bara að kynda kolin.