Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 25. febrúar 1999, kl. 12:02:37 (4011)

1999-02-25 12:02:37# 123. lþ. 72.2 fundur 277#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), ÁMM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 123. lþ.

[12:02]

Árni M. Mathiesen (andsvar):

Herra forseti. Aðeins til þess að glöggva mig betur á skoðunum hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar umfram það að honum sé annt um framtíð þjóðarinnar í bráð og í lengd.

Hvað varðar þau þrjú atriði er skipta mestu máli fyrir okkur Íslendinga í Kyoto-bókuninni er staðan sú að samningaviðræðum um hvernig á að fara með skógrækt og sérstaklega landgræðslu er ólokið, samningaviðræðum um hvernig á að fara með viðskipti um mengunarkvóta er ólokið og samningaviðræðum um það hvernig á að fara með íslenska ákvæðið er ólokið. Er það rétt skilið hjá mér að hv. þm. sé sáttur við stöðuna eins og hún er í dag og að við eigum bara að undirrita bókunina og hætta frekari þátttöku í samningum um þessi atriði og sætta okkur við niðurstöðuna eins og hún er í dag?