Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 25. febrúar 1999, kl. 14:38:22 (4036)

1999-02-25 14:38:22# 123. lþ. 72.2 fundur 277#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 123. lþ.

[14:38]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Í þeirri skýrslu sem fylgdi með ræðunni er samantekt, niðurstöður á lokasíðunum og ákveðnar tillögur til úrbóta og leiðir til að vinna eftir. Ég lagði áherslu á það í ræðu minni að ég teldi eðlilegt að í framhaldinu kæmi Alþingi að þessu á einhvern hátt, til að mynda með því að fulltrúar úr utanrmn. tækju þátt í slíku starfi, t.d. hvernig unnið yrði úr þeim tillögum í framhaldinu og einnig þeim þáttum sem á eftir að taka sérstaklega á.