Vörugjald

Föstudaginn 26. febrúar 1999, kl. 15:18:03 (4157)

1999-02-26 15:18:03# 123. lþ. 73.6 fundur 537. mál: #A vörugjald# (kranar) frv. 4/1999, Frsm. EOK
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 123. lþ.

[15:18]

Frsm. efh.- og viðskn. (Einar Oddur Kristjánsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. efh.- og viðskn. um breyting á lögum nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum.

Nefndin leggur til að breyta tollskrárnúmerum varðandi kranabíla og skráningu slíkra tækja. Það er til samræmis við það sem gert hefur verið á undanförnum árum að fella niður þá tolla. Í frv. er gert ráð fyrir að þeir verði felldir niður á kranabílum og eru þetta ein tíu tollskrárnúmer. Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt.

Undir þetta nál. rita allir nefndarmenn efh.- og viðskn., Vilhjálmur Egilsson, Steingrímur J. Sigfússon, Valgerður Sverrisdóttir, Árni R. Árnason, Gunnlaugur M. Sigmundsson, Pétur H. Blöndal, Sigríður Jóhannesdóttir, Einar Oddur Kristjánsson og Ágúst Einarsson.