Stefna í byggðamálum fyrir árin 1999-2001

Miðvikudaginn 03. mars 1999, kl. 13:45:20 (4264)

1999-03-03 13:45:20# 123. lþ. 76.2 fundur 230. mál: #A stefna í byggðamálum fyrir árin 1998-2001# þál., ArnbS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 123. lþ.

[13:45]

Arnbjörg Sveinsdóttir:

Hæstv. forseti. Hér er verið að samþykkja stefnu í byggðamálum. Að baki henni eru góðar og markvissar rannsóknir. Þetta er ákveðin stefna sem mun skila árangri og það segja má að nú þegar hafi framkvæmd stefnunnar hafist með ákvörðunum fjárln. vegna fjárlaga yfirstandandi árs. Trú mín er að við eigum eftir að sjá að þessi byggðastefna skilar okkur mjög vel fram á veginn í byggðamálum. Ég segi já.