Raforkuver

Þriðjudaginn 09. mars 1999, kl. 12:37:22 (4493)

1999-03-09 12:37:22# 123. lþ. 82.17 fundur 471. mál: #A raforkuver# (Vatnsfells-, Búðarháls- og Villinganesvirkjanir) frv. 48/1999, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 123. lþ.

[12:37]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Er hv. þm. að segja að hinum ríkisreknu fyrirtækjum, sem eru meira og minna rekin jafnvel með lagasetningu frá Alþingi, hinni háu löggjafarsamkundu, sé illa stjórnað? Er hann að segja að hv. þingmenn þurfi að hafa áhyggjur af því hvort þessi fyrirtæki geti selt vöru sína eða ekki? Er hv. þm. ekki einmitt að segja að það eigi að einkavæða fyrirtækin því að það er ekki talið vera vandamál löggjafarsamkundu í öðrum löndum að hafa áhyggjur af því hvort fyrirtæki geti selt vöru sína eða ekki? Það er áhyggjuefni stjórna þeirra fyrirtækja.

Þá vil ég líka endurtaka beiðni mína til hv. þm. Það liggur þannig fyrir að athygli mín dapraðist á tímabili. Hvort hann geti ekki endurtekið mál sitt í stuttu máli, dregið fram aðalatriðin?