Málefni fatlaðra

Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 23:47:44 (4811)

1999-03-10 23:47:44# 123. lþ. 84.24 fundur 564. mál: #A málefni fatlaðra# (starfsmenn svæðisskrifstofu) frv. 52/1999, Frsm. minni hluta GGuðbj
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 123. lþ.

[23:47]

Frsm. minni hluta félmn. (Guðný Guðbjörnsdóttir):

Herra forseti. Ég geri grein fyrir nál. minni hluta félmn. um frv. til laga um breytingu á lögum um málefni fatlaðra.

Minni hlutinn gerir athugasemdir við það hve frumvarpið kemur seint fram eða í síðustu viku þingsins. Um er að ræða breytingu á lögum um málefni fatlaðra vegna tímabundinna samninga skv. 13. gr. laganna. Lagt er til að nýtt ákvæði til bráðabirgða heimili að hlutaðeigandi starfsmenn svæðisskrifstofu verði í þjónustu viðkomandi sveitarfélags, byggðasamlags eða héraðsnefndar en ekki starfsmenn ríkisins.

Minni hlutinn telur varasamt að hrófla við stéttarfélagsaðild þeirra starfsmanna sem fara tímabundið til annars rekstraraðila, eins og lagt er til í fyrirliggjandi frumvarpi. Með hliðsjón af því að fulltrúar Starfsmannafélags ríkisstofnana mæla ekki með samþykkt frumvarpsins og þess að ekki gefst nægjanlegur tími til að fara með fullnægjandi hætti yfir málið mun minni hlutinn ekki standa að afgreiðslu þess.

Undir þetta nál. skrifa Guðný Guðbjörnsdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir.