Umræða um málefni sjávarútvegsins

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 10:36:58 (4900)

1999-03-11 10:36:58# 123. lþ. 85.91 fundur 356#B umræða um málefni sjávarútvegsins# (aths. um störf þingsins), Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[10:36]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Forseti vill geta þess að eftir að þeim atkvæðagreiðslum sem eru fram undan er lokið verður gert hlé á þeim fundi og boðaður fundur í hv. sjútvn. og fær hún þá stutta stund til þess að ganga frá því þingmáli sem hér er á döfinni.

En forseti vill samt vekja athygli hv. þingmanna á því að við erum bersýnilega að lenda í allmikilli tímaþröng þar sem gert hafði verið ráð fyrir að fundum lyki um hádegisbilið og þess vegna skorar forseti eindregið á hv. þingmenn að sýna sveigjanleika og tillitssemi svo okkur megi takast að ljúka störfum á tilsettum tíma.