Lífeyrissjóður sjómanna

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 10:47:36 (4902)

1999-03-11 10:47:36# 123. lþ. 85.9 fundur 324. mál: #A Lífeyrissjóður sjómanna# (heildarlög) frv. 45/1999, GHelg (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[10:47]

Guðrún Helgadóttir:

Hæstv. forseti. Hér er um að ræða rétt eina skerðingu á kjörum sjómanna og það aldraðra sjómanna sem lokið hafa löngu starfi á sjó. Það er verið að lækka greiðslur til sjómanna á þeim forsendum að sjóðurinn hafi ekki efni á að greiða það sem gert hefur verið ráð fyrir. Á sama tíma líður ekki sá dagur að við fáum ekki upplýsingar um ótrúlegan gróða sjávarútvegsfyrirtækja. Hefði ekki verið nær, hæstv. forseti, að leita annarra leiða en fara í vasa sjómannanna sjálfra, öldruðu sjómannanna, til þess að bjarga sjóðnum? Ég tek ekki þátt í atkvæðagreiðslu í þessu máli.