Fjárlög 1999

Mánudaginn 05. október 1998, kl. 18:06:54 (97)

1998-10-05 18:06:54# 123. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 123. lþ.

[18:06]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Finnst hv. þm. aðalatriðið að fá það uppgefið á þessari stundu hver upphæðin er? Finnst hv. þm. ekki aðalatriðið að afnema þetta óréttlæti? (Gripið fram í.) Það er það sem mér finnst vera aðalatriðið en hv. þm. vill heldur hártoga málið og fá einhverja nákvæma upphæð upp á borðið. (ÁRJ: Ég vil vita hvort það sé alvara á bak við þetta eða ekki.)