Fjárlög 1999

Mánudaginn 05. október 1998, kl. 19:24:32 (123)

1998-10-05 19:24:32# 123. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 123. lþ.

[19:24]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Því miður feta ekki allir í fótspor ríkisstjórnar og stjórnarflokka og leggja megináherslu á að greiða niður skuldir. Menn freistast til þess að nota peningana sem þeir fá í hendur. Ég veit ekki hvort það er eitthvað í þjóðarsálinni en ég hygg að okkur Íslendingum sé dálítið tamt að lifa um efni fram. Ég þekki t.d. dálítið til í Noregi og það er allt annar hugsunarháttur hjá Norðmönnum í þessu efni. Þeir eru miklu passasamari og hræddari við skuldir en við Íslendingar erum.

Þó er einn gleðilegur vottur um að ástandið sé ekki svo slæmt og það er að vanskilin skuli hafa fallið svona niður, þ.e. fólki gengur þrátt fyrir allt, þrátt fyrir þessa miklu skuldaaukningu heimilanna, miklu betur að standa við fjárhagslegar skuldbindingar.