ÁSJ fyrir SJS

Mánudaginn 12. október 1998, kl. 15:01:15 (252)

1998-10-12 15:01:15# 123. lþ. 7.92 fundur 49#B ÁSJ fyrir SJS#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 123. lþ.

[15:01]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf:

,,Með vísan til 12. gr. laga nr. 88/1995, um þingfararkaup og þingfararkostnað, sbr. 2. gr. laga nr. 57/1987, um fæðingarorlof, með síðari breytingum, hyggst ég taka fæðingarorlof næstu tvær vikur, frá og með mánudeginum 12. október að telja. Ég óska eftir því að varamaður minn, Árni Steinar Jóhannsson, umhverfisstjóri á Akureyri, taki sæti mitt á meðan.

Virðingarfyllst,

Steingrímur J. Sigfússon, 4. þm. Norðurl. e.``

Árni Steinar Jóhannsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er hann boðinn velkominn til starfa.