Endurskoðun á lögum um málefni aldraðra

Mánudaginn 12. október 1998, kl. 15:14:07 (261)

1998-10-12 15:14:07# 123. lþ. 7.1 fundur 40#B endurskoðun á lögum um málefni aldraðra# (óundirbúin fsp.), GHall
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 123. lþ.

[15:14]

Guðmundur Hallvarðsson:

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið og það er gott að vita af því að málinu er senn að ljúka og verður lagt fyrir hið háa Alþingi.

Það er hins vegar annað sem ég vildi spyrjast fyrir um þegar ráðherrann nefndi að fjölmargir aðilar hefðu komið nálægt þessu máli. Voru hagsmunasamtök aldraðra í þessari grunnvinnu, sem mér skilst að hafi farið fram og staðið í nokkurn tíma? Við vitum að þau eiga mikilla hagsmuna að gæta og ég spyr því hvort hagsmunaaðilar aldraðra, þ.e. Landssamband aldraðra eða Félag eldri borgara í Reykjavík, hafi komið nálægt þeirri vinnu.