Mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar

Mánudaginn 12. október 1998, kl. 17:18:29 (308)

1998-10-12 17:18:29# 123. lþ. 7.9 fundur 14. mál: #A mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar# þál., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 123. lþ.

[17:18]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er bara ekki rétt hjá hv. þm. Hjörleifi Guttormssyni að ekki sé verið að undirbúa mat á umhverfisáhrifum á algerlega réttan og lögformlegan hátt. Það er ekki hægt að halda því fram að ekki eigi að fara að lögunum eins og lögin eru um mat á umhverfisáhrifum fyrr en sú ákvörðun hefur verið tekin, ef hún verður þá einhvern tíma tekin, að málið skuli ekki sent í kærufarveg. Það er þá fyrst sem hv. þm. Hjörleifur Guttormsson getur haft uppi með stór um það að fyrirtæki hafi ekki sett málið í lögformlegan farveg. Undirbúningur málsins er í lögformlegum farvegi eins og hann á að vera í höndum framkvæmdaaðila að verki eins og þessu.