Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Föstudaginn 16. október 1998, kl. 14:20:50 (532)

1998-10-16 14:20:50# 123. lþ. 12.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur, 123. lþ.

[14:20]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég sé ekki mikinn mun á mónópól einstaklinga eða mónópól opinberra starfsmanna, þ.e. hvort opinber starfsmaður eða starfsmenn ríkisins hafi einkaleyfi á rekstrinum eins og er í dag á mjög mörgum sviðum, eða aðrir.

Varðandi það að upplýsingar liggi út um allt og að þær séu notaðar. Þær liggja þær út um allt. Það er rétt. En þær eru óskráðar og meginkostnaðurinn, fleiri milljarðar eru ætlaðir í þessu frv. eins og kom fram í greinargerð með því, liggur í því að skrá þessar upplýsingar þannig að þær liggi fyrir í tölvutæku formi og séu aðgengilegar. Það er meginatriðið. Frv. mun því bæta aðgengi vísindanna og bæta læknavísindin þar af leiðandi vegna þess að það gerir upplýsingar sem núna liggja í möppum út um allt aðgengilegar í tölvutæku formi.