Vernd barna og ungmenna

Fimmtudaginn 22. október 1998, kl. 16:20:13 (660)

1998-10-22 16:20:13# 123. lþ. 16.2 fundur 106. mál: #A vernd barna og ungmenna# (hækkun sjálfræðisaldurs o.fl.) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 123. lþ.

[16:20]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að þarna sé um mjög hæfan hóp að ræða. Reyndar vann sumt af því fólki sem nú vinnur í hópnum einnig í eldri hópnum þannig að ekki er alveg byrjað upp á nýtt. Jafnvel þó að ráðherraskipti yrðu, sem ég er ekki að gera skóna, þá þarf starf hópsins ekki að verða ónýtt eða sú vinna sem unnin hefur verið. Ég vænti þess að hópurinn skili frumvarpi sem hægt verður að leggja fram og hugsanlega afgreiða í vetur ef Alþingi sýnist svo.

En ég minni á að þetta er stutt þing. Það verður ódrjúgt hjá okkur vorið vegna kosninga og áformað er að ljúka þingi snemma í mars þannig að eftir jól er ekki mjög mikill tími til stefnu.