Vegabréf

Mánudaginn 16. nóvember 1998, kl. 16:50:56 (1112)

1998-11-16 16:50:56# 123. lþ. 24.26 fundur 231. mál: #A vegabréf# frv., GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 123. lþ.

[16:50]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Það sem þingmaðurinn kom inn á er auðvitað rétt. Þetta eru ekki stór peningaútlát. En það getur kannski eitt og annað fylgt þessu, t.d. tafir vegna veðurs og annað sem gæti torveldað slíkar boðleiðir.

Ég er hins vegar ekki að horfa á þetta, en eins og ég gat um áðan safnast þetta þegar saman kemur ef menn ætla að fara þær leiðir að framleiða öll vegabréf Reykvíkinga t.d. á Patreksfirði.

Í annan stað vildi ég einnig geta þess að tækninni fleygir það ört fram að ekki líður á löngu þar til fleiri vélar verða komnar út í hinar dreifðu byggðir þar sem menn geta þá bara gengið inn til sýslumanns eða lögreglustjóra viðkomandi staðar og sótt vegabréf án þess að leita þurfi hingað suður eða Reykvíkingar þurfi að leita til Patreksfjarðar.